Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 18
198 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Viðíangsefni vísindanna UðSVAKAKEIUiyilllGUIIIIVI STÍVPT ÞAÐ VAR danskur maður, Ole Römer, er fyrstur fann sannanir fyrir því að ljósið berst með á- kveðnum hraða. Árið 1675 var hann að athuga eitt af tunglum Jupiters og hve lengi það væri að ganga á bak við jarðstjörnuna. Með endurteknum athugunum komst hann að raun um, að tunghð var ekki alltaf jafnlengi í hvaríi. Nú er það svo, að á göngu sinni umhverfis sólina, þá nálgast Júpi- ter og jörðin stundum, en fjar- lægjast svo aftur. Römer datt í hug að mismunurinn á lengd tunglmyrkvans mundi stafa af þessu, en þá gæti ekki öðru vísi verið, en að ljósið þyrfti ákveðinn tíma til þess að komast frá Júpíter til jarðarinnar. Það var eðlilegt að ljósið væri þá skemur á leiðinni milli hnattanna þegar þeir voru að nálgast heldur en þegar þeir voru að fjarlægjast. Römer hafði ekki svo góð áhöld, að hann gæti mælt þetta nákvæmlega, og niður- stöður hans um hraða ljóssins, voru því ekki réttar. En vér vitum nú að hraði ljóssins er um 300.000 km. á hverri sekúndu. Þetta var mjög merkileg upp- götvun og Newton kom síðar fram með þá kenningu, að ljósið mundi vera öreindir, sem geistust út frá uppsprettu þess. En í byrjun 19. aldar kom upp sú skoðun að ljósið væri bylgjur og í sambandi við það kom kenningin um ljósvakann, sem er eitt af furðulegustu fyrir- bærum vísindanna. Sagan um ljós- vakann sýnir hvernig gáfaðir menn geta hent á lofti með hrifningu alveg gnænýa kenningu, og borið hana fram til sigurs, svo að hún verður viðurkennd sem vísindi um allan heim, en reynist þó að lokum staðleysa ein. Ljósvakinn (eterinn) var fund- inn upp til að skýra það, hvernig ljósið leiddist áfram í gegn um geimdjúpin. Menn vissu að ljósið var 8 mínútur að komast frá sól- inni til jarðarinnar. En hvernig leiddist það hingað? Menn höfðu ekki trú á kenningu Newtons að það væri öreindir eða smágneistar, sem sólin þeytti til jarðar. En þá hlaut það að hafa bylgjuhreyfingu en bylgjur voru óhugsandi í tómu rúminu. Þær urðu að leiðast eftir einhverju. Og hvað var svo þetta eitthvað? Fyrst heldu menn að það væri gas, rúmið væri fullt af gasi. En nokkrar tilraunir sýndu, að þetta gat ekki staðizt. Og þá fundu menn upp eterinn og sögðu að hann væri líkastur kvoðu, og þessi kvoða fyllti allan geiminn og væri í öllu. Hún fyllti út efnið og hún væri í manninum sjálfum, og þess vegna var farið að tala um eterlíkama mannsins, einhvern ósýnilegan líkama, sem væri í hin- um líkamanum og þó alveg sjáif- stæður og óforgengilegur, vegna þess að hann væri gerður af þessu alheimsefni. Þessi ljósvakauppgötvun reynd- ist óheillasöm, því að aldrei hafa gáfaðir vísindamenn eytt meiri tíma og hyggjuviti í gagnslausar rannsóknir. Kynslóð eftir kynslóð var að fást við þetta ímyndaða og ósýnilega efni. Af furðulegri hug- vitssemi reyndu stærðfræðingarn- ir að finna hvert væri eðli þessa efnis. En menn voru þó ekki sam- mála um eðli þess. Sumir sögðu að efni þetta lægi kyrrt í geimnum og hnettirnir brunuðu í gegn um það, en það veitti enga mótétöðu, því að það færi í gegn um hið fasta efni eins og gola í gegn um lauf. Aðrir heldu því fram, að ljósvak- inn flyttist með hnöttunum, væri á ferð eins og þeir. Rannsóknir voru gerðar til þess að vita hvort væri réttara. Og þær leiddu þetta furðulega í ljós, að báðir hefði rétt fyrir sér. Menn þóttust þá fá öruggar sannanir fyrir gagn- stæðum kenningum. Frægust er sú tilraun, sem þeir Michelson og Morley gerðu 1887. Hún byggðist á því, að bera saman hraða ljóssins í ýmsar áttir. Og þeir komust að þeirri niðurstöðu að jörðin drægi ljósvakann (eterinn) með sér á flugi sínu, vegna þess að hraði ljóssins væri alls staðar eins. — Síðan hefir þessi tilraun verið gerð mörgum sinnum og með hárná- kvæmum áhöldum, og útkoman hefir altaf orðið hin sama. Það var ekki fyr en 1907 að Einstein koll- varpaði þessum rannsóknargrund- velli. Hann sýndi þá fram á, að hraði ljóssins er ávallt hinn sami, hvort sem það kemur frá upp- sprettu sem er kyr, eða uppsprettu, sem er á ferð. En ljósvakakenmngunni koll- varpaði Maxwell þegar hann sýndi fram á það, að ljósið væri rafsegul- magnað. Enda var eterkenningin þá orðin svo ferleg og mótsagna- kennd, að hún gat ekki staðizt. Síðar sýndi svo Einstein fram á að ljósið verður ekki skýrt með útreikningum, og þess vegna hafa allar þessar tilraunir verið unnar fyrir gýg og til einkis barizt. En þrátt fyrir þetta er eðli ljóss- ins vísindamönnunum enn ráðgáta, og ein hin stærsta ráðgáta. Meðan eterkenningin var í blóma, heldu vísindamennirnir að þeir vissu allt um það. En síðan hefir eðli ljóss- ins orðið það sem það áður var,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.