Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 16
196
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hvort ekki hafi verið leiðinlegt að
sitja hjá ánum á sumrin. Nei, það
var með því bezta, sem unglingar
voru látnir gera. Til þess þurfti
útsjón og aðgæzlu og lærðu ungl-
ingar mikið á því. í Hörgsholti var
venjulega fært frá 120—150 ám.
Við lögðum á stað með þær kl. 10
þegar búið var að mjalta og töldum
þannig, að annar taldi upp að tutt-
ugu og kallaði í hvert sinn tuttugu,
en hinn taldi svo á fingrum sér
hve oft hann kallaði. Þetta gerð-
um við til þess að vera vissir um
að ærnar væri allar. Við höfðum
með okkur nestisbita í malpoka,
fiskæti, þorskhausa eða harðfisk,
og sína kökuna hvor samanbrotna
með góðu viðbiti á milli, þar að
auki eina mjólkurflösku. Svo var
lagt á stað hægt og bítandi með
smalahundinn með sér. Hann gætti
þess vel að skilja aldrei við okkur
ef maður hafði náð vináttu hans.
Við gættum þess líka að honum
væri gefið vel kvölds og morgna,
og svo var sjálfsagt að gefa honum
eitthvað af nestisbitunum með sér.
En með mikilli varúð varð að nota
smalahundinn og láta helzt ekki
koma styggð að ánum. Móðir okk-
ar fann það á mjólkinni éf okkur
hafði mistekist þarna. Ég gat vel
vanið smalahund á að fara hægt
og gætilega í kringum ærnar.
Fæstir telja það mikinn vanda að
sitja hjá ám, en það er síður en
svo. Það er starf sem reynir á at-
hygli manns og þroskar hugann.
Ærnar haga sér misjafnlega og
maður varð að kynnast innræti
þeirra. Maður varð að þekkja þær,
sem helzt rásuðu og hverjar fóru
einförum og voru alltaf yztar af
hópnum. Þegar þessi þekking var
fengin, þá gáfust ýmsar næðis-
stundir og þá vorum við oft að
dunda við hitt og annað. Ærnar
undu sér vel um Bláhylshnúk, og
þótt hann væri ekki í okkar landi,
þá var það þegjandi samkomulag
að hver gerði öðrum greiða án þess
að krefjast gjalds fyrir og þá var
reynt að gera greiða í mót og láta
ekki standa upp á sig. Þarna var
víðlent og gott land, sem sást vel
yfir og kom oft fyrir að við þurft-
um ekki að fara í kring um ærnar
nema einu sinni á klukkustund.
Sjaldan höfðum við með okkur
klukku og hefðum því ekki vitað
hvað tíma leið, ef við hefðum ekki
haft okkar eigin „tímans tákn“.
Þar var stór steinn, sem bar lang-
an skugga, og á skugganum sáum
við nákvæmlega hvað klukkan
mundi vera og hvenær mál var
að fara heim. En þetta brást þeg-
ar þykkt var loft og einu sinni
skjöplaðist okkur illa. Við vorum
þá önnum kafnir við að hlaða lít-
inn kofa handa okkur, þar sem við
gætum leitað skjóls ef mikið rigndi,
því að þá var lítið um hlífðarföt.
Af áhuganum á þessu verki gleymd
um við okkur alveg, og við kippt-
umst heldur við þegar komið var
að heiman að leita að okkur dauða-
leit. Tóftin af kofanum okkar sést
enn í dag.
-Jt-
Einu sinni stofnuðu þrír bændur
ærbú með 300 ám. Faðir minn átti
helminginn og ég var þar smali.
Það var erfitt verk og allt of mikl-
ar vökur. Tilhögunin var þannig,
að mjaltað var kvölds og morgna
kl. 8—10. Ánum var svo hleypt
út á kvöldin og verið yfir þeim
til miðnættis. Þá voru þær hýstar,
en við gátum ekki farið að sofa fyrr
en kl. 1 og urðum svo að fara á
fætur kl. 4. Okkur var ætlað að
sofa meðan mjaltað var, og það
gerðum við oftast. Smjörið var
sent til Jakobs Gunnlögsens í
Kaupmannahöfn, en hann seldi það
víst til Skotlands. Mig minnir að
bændur fengi 73 aura fyrir pundið
og þótti það ágætt. Sumarið eftir
var svo fyrsta smjörbúið stofnað
að Syðraseli. Halla Þorsteinsdóttir,
sem var bústýra við ærbúið, er
enn á lífi í Reykjavík hjá börnum
sínum. Maður hennar var Þorgeir
llalldórsson, sem áður er nefndur,
og átti hann V\ af ánum.
-
Afi minn, Bjarni Jónsson í
Tungufelli, var talinn með beztu
bændum í hreppnum, óslægur mað-
ur og vandaður. Hann átti fallega
sauði og man ég vel eftir tveimur
sauðamönnum hans, sem hétu Karl
og Lárus. Hinn síðarnefndi var
alltaf kenndur við Tungufell og
kallaður Lárus Tungufells. Hann
var góður fjármaður og safnaði
sauðahornunum til minja. Hann
fluttist norður að Eiðsstöðum, þeg-
ar afi hætti að búa. Eitt sinn var
ég staddur í Gránunesi, þar sem
Norðlendingar og Sunnlendingar
hafa náttstað í göngum og draga
sundur fé sitt. Þá var Lárus Tungu-
fells þar. Það var eins og hann
kynni utanbókar öll fjármörk syðra
og nyrðra, og varð mér starsýnt
á hann þegar hann þuldi mörkin
eins og hann væri að lesa á bók.
Afi minn andaðist í Hörgsholti.
Þegar hann lá banaleguna og svo
var af honum dregið að hann gat
ekki hreyft sig, bað hann Sigríði,
seinni konu sína að snúa sér í rúm-
inu. Fannst honum sem henni
gengi þetta illa, svo hann brosti
og sagði: „Þú ert þá ekki mann-
sterk.“ Svo las hann alla kvöld-
bænina eftir Hallgrím Pétursson og
blessunarorðin, signdi sig — og tók
andvörpin.
— & —
Mikið áttum við börnin henni
ömmu okkar, Guðrúnu Snorra-
dóttur, að þakka. Hún var vel að
sér til munns og handa og kunni
ógrynni af sögum og sálmum. Hún
sagði okkur margar sögur úr biblí-
unni, sem hún kunni utan bókar,