Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
189
/ "
Ukraínubúarnir höfðu aðeins
þekkt akrana sína, búpeninginn og
bækistöðvarnar í skóginum, þar
sem þeir höfðu sungið þjóðsöngva
sína og þeir voru allsendis ófærir
um að greina milli valdhafanna,
sem gáfu út banvænar fyrirskip-
anir sínar í Kreml og hins ólæsa
varðmanns, sem ekki vissi hverju
hann þjónaði, leið illa í starfi sínu
og lét það í ljós við fangana með
látbragði sínu og tíðum tóbaks-
gjöfum. í augum Banderautsy-
flokksins voru allir sem báru
bláa húfu hersins óvinir, sem engin
hnkind skyldi sýnd á stund hefnd-
arinnar.
ÞEGAR STALÍN ANDAÐIST
Eigi að síður unnu þeir sem
ákaflegast fyrir böðla sína. Ástæð-
an var einfaldlega sú að vinnan
var þeim deyfilyf. Þeir höfðu misst
hest sinn, akur sinn og plóg og
þeir fundu í þessum endalausa
greftri og grjótburði hina einu lind
sjálfsvirðingarinnar, móteitrið
gegn heimþránni, hið eina inni-
hald lífsins.
Þá komu þeir dagar, þegar fang-
arnir söfnuðust saman í grafarþögn
kringum hátalarana til að hlýða á
fréttir um veikindi og dauða Stal-
ins. — Loks hafði það skeð. Al-
menningsálitið birtist í orðum ungs
hermanns, sem sagði: „Jæja, hann
er þá dauður. Okkur verður hvorki
hlýrra eða kaldara fyrir það.“ Og
þannig reyndist það fyrst í stað.
Ekkert breyttist. Að vísu voru ein-
hverjir látnir lausir, en allar tál-
vonir hurfu, þegar Derevenko,
höfuðsmaður þrælabúðanna, til-
kynnti að milljónir hinna „póli-
tísku glæpamanna“ yrðu ekki látn-
ar lausar vegna þess að þær mundu
reynast öryggi ríkisins hættulegar.
En þegar Bería féll lifnaði vonin
aítur. Yrði þeim þrátt fyrir allt
unnt að brjóta hlekkina? Aftur
skaut upp hugmyndinni um verk-
fall og varð ekki þögguð niður.
Verkfall þar til við erum frjáls! —
En hvernig átti þá að fara með hina
„drottinhollu" Ukraínumenn? —
Mundu þeir verða með.
Svarið kom á einni af þe§sum
björtu júnínóttum miðnætursólar-
innar, þegar Vestur-Ukraínumaður
einn drap illræmdan snuðrara.
Samkvæmt lögum um „ofbeldi í
fangabúðunum“ frá í marz 1953,
var morðinginn dæmdur til dauða
og skotinn innan tveggja sólar-
hringa. Morguninn, sem aftakan fór
fram gerðu 680 Ukraínumenn í við-
komandi fangabúðum, sem voru
tiltölulega litlar, verkfall allir sem
einn maður. Innan fárra klukku-
stunda var þetta hið eina umræðu-
efni Varkuta. í augum trúaðra var
þetta tákn af himnum ofan.
Menntamennirnir hófu skipulagn-
ingu sína eins og óðir menn: Verk-
fallsnefndir voru kosnar, þúsundir
flugrita handrituð. Krafizt var að
allir fangar yrðu látnir lausir, en
buðust þó til að dveljast áfram sem
frjálsir verkamenn og landnemar
í héraðinu fimm ár til viðbótar.
Slagorðið var: Fangar, þið hafið
engu að tapa nema hlekkjunum!
BYSSURNAR SVÖRUÐU
Þann 20. júlí 1953 neituðu 7000
fangar að vinna í fyrstu námunni.
23. júlí var vinnu hætt í 25 nám-
um. Þann 25. júlí var hvergi unn-
ið í neinni af hinum 50 námum.
Kolalestirnar, sem höfðu þumlung-
ast áfram í endalausri keðju voru
horínar. 250.000 fangar, allir vinn-
andi íbúar Varkuta höfðu lagt nið-
ur vinnu. Valdsmenn frá Moskvu
komu brátt í skínandi flugvélum.
í fyrstu voru þeir tungumjúkir við
fulltrúa fanganna. Að vísu sögðu
þeir að frelsi kæmi að sjálfsögðu
ekki til greina, en hægt væri að
bæta kjör þeirra. — Þeim yrði
leyft að skrifa fjölskyldum sín-
um tvisvar í mánuði í staðinn fyr-
ir tvisvar á ári — og einu sinni
á ári skyldi þeim leyft að haía
gest......
Fangarnir létu sér fátt um finn-
ast. Valdsmennirnir byrstu sig og
hótuðu öllu illu. Þegar það kom
fyrir ekki voru vélbyssurnar látn-
ar tala. Þann 1. ágúst voru 120
leiðtogar verkíallsmanna skotnir.
En verkfalhð hélt áfram.
Það helt enn áfram þegar ég fór
frá Varkuta 4. ágúst til óþekkts á-
kvörðunarstaðar. Aítur var ég kom-
inn á járnbrautarstöðina. Þeir
léku sigursöng í útvarpinu. Freð-
mýrarnar voru ekki lengur hvítar.
Þær voru grænar víðáttur, sem
teygðust út í ómælið. Á fangamúr-
inn íyrir ofan stöðina hafði verið
málað með risastórum rauðum
stöíum FRELSI, og vörðunum
haíði enn ekki tekizt að má það
af veggjunum. Ég vissi ekki meir
hvað var að gerast á bak við þenn-
an múr. Ég varð að fara án þess
að sjá hvernig verkfallinu lyki. Á
stöðvarpallinum alnboguðu al-
vopnaðir hermenn sig áfram. Her-
ílutningalest var nýkominn inn á
stöðina: Þeir áttu að gæta Var-
kuta.
Leynilögregluþjónn var kominn til
að rannsaka stað, þar sem glæpur hafði
verið framinn. Hann snuðraði og snuðr-
aði, tíndi upp fáein öskukorn af sígar-
ettu á einum stað, nokkur korn af
blautri mold á öðrum, mældi og þefaði,
og þeir sem með honum voru dáðust
að nákvæmni hans. Að lokum settist
hann á stól og sagði:
— Glæpamaðurinn er fimm fet á
hæð, ljóshærður, snöggklipptur og
reykir Virginia sígarettur. Hann hefur
komið hingað einn síns liðs. — Hann
vaggar ofurlítið í gangi, er þó langstíg-
ur og hefur kvef.
— Afsakið, sagði einn af hinum, er
það karl eða kona?
— Hva.... stamaði leynilógreglu-
þjónninn. Það veit ég ekki.