Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
191
26. Finnbogadóttir Þuríður þýð,
þæg og glöð í máta,
hún er siðsöm hverja tíð,
hyggnir munu það játa.
27. Guðrún gamla góð og þörf,
gædd með skynsemd dýra,
hún er vitur, hún er djörf,
hún kann börnum stýra.
28. Kristín Aradóttir óýr
dygg og prúð í lyndi,
hún er iðin, hún er skír,
hún er mannsins yndi.
29. Málhildar eg minnast skal,
meður hvellum rómi,
hún vel hæfir hyggnum hal,
hún er bæarsómi.
30. Ingibjörg með ágætt þel,
er hún glöð í sinni,
hana með eg hyggnum tel,
hún hefur allgott minni.
31. Elín gengur eins og ljós
út og inn um stræti,
henni fyrir það hæfir hrós
hvar sem fengið gæti.
32. Ingveldur sem upp sett ljós,
er hún gömul kona,
henni ber því heiður og hrós,
henni lýsi eg svona.
33. Þorleifsdóttir Guðrún greitt
gerð með lund svo fína,
henni er oft um hjartað heitt,
hvarmar þeir ei dvína.
34. Allt fólk þetta um eg bið
æðstan guð með tárum,
að sér leiði hann við hlið
helzt þá hallar árum.
35. Fuglasöngur, fáka skund,
frosinn ekru hringur,
gert hefur ljóð með gæfa lund
gamall Viðeyingur.
ATHUGASEMDIR UM FÓLKIÐ
EFTIR RÖÐ VÍSNANNA:
4. Eyólfur Ólafsson bókbindari, 28
ára. Hann er horfinn úr Viðey 1840. —
5. Egill Jónsson síðar bókbindari og
bókaútgefandi í Reykjavík. Hann stofn-
aði eigin bókbandsstofu eftir að prent-
smiðjan fluttist til Reykjavíkur 1844.
—6. Jón prentari Jónsson, oftast kennd
-ur við Stafn í Reykjavík. — 7. Jón
Bjarnason er kallaður vefari í mann-
talinu 1835. — 8. Egill Pálsson var við
bókbandsnám og lauk því í Viðey, en
hvarf 1842 heim á föðurleifð sína, Múla
í Biskupstungum. — 10. Einar Þórðar-
son, síðar prentsmiðjustjóri í Reykja-
vík. — 14. Vilhjálmur Gíslason vinnu-
maður 50 ára. — 15. Jón Magnússon,
vinnumaður 24 ára. — 16. Jón Jónsson,
kallaður smali 1835, en ómagi 1840, þá
71 árs. — 17. Jón Vigfússon prentari.
— 18. Gísli Gíslason, kallaður létta-
drengur 1835. — 19. Marteinn Vigfússon
vinnumaður 64 ára. — 22.—23. Guðrún
og Sigríður dætur Ólafs sskretera. —
27. Guðrún „gamla“ var Guðmundsdótt-
ir og fóstraði börn sekreterans, en henn
-ar dóttir var Guðrún Marteinsdóttir
vinnukona. (24)—25. Guðrún Steinsdótt
ir var ráðskona á búinu. — 31. Elín
Jónsdóttir vinnukona 24 ára. — 32. Ing-
veldur Þórðardóttir var próventukona,
75 ára. — í fyrra hluta seiriustu vís-
unnar bindur höfundur nafn sitt.
Kvæðið er tekið eftir syrpu, sem
komin er frá Jóni Bjarnasyni í Þór-
ormstungu og nú geymd í Landsbóka-
saíni.
'TXT's^J’
t^euhiavíh
ÞÚ rís úr djúpi Faxaflóa
af Faxnósi til að sjá
og turnar sýnast gulli glóa,
er gylltum roða slær á þá,
sem Afrodíta, öllum fegri,
fyr upp af froðu hafsins sté
svo öðrum borgum vndislegri
frá yztu hafsbrún þig ég sé.
Stm drottning hafs og mikilmenna
þú mörgum veitir gæði bezt,
en ást til lands og ást til kvenna
í eðli sjómanns djúpt er fest,
er skefur sjó um sker og ögur
og skútur forðast marga strönd,
sem brúður ung og yndisfögur
þú ótal mörgum réttir hönd.
C^'7)®®®(T>s^J>
Mola r
Ung stúlka var að æfa sig í dansi í
herbergi sínu, en það var uppi yfir her-
bergi, þar sem móðir hennar hafði lagt
sig til hvíldar.
Skyndilega kemur móðirin upp á loft
og er heldur gustur á henni.
— Komdu niður undir eins og hlust-
aðu á hve mikinn hávaða þú gerir.
— 3á —
Tveir kunningjar voru að tala saman.
— Ég fór í leikhúsið í fyrrakvöld og
var svo óheppinn að lenda í sæti þar
sem ég sá ekki nema helminginn af
því, sem fram fór á leiksviðinu.
— Heppinn varstu, sagði hinn. Ég var
líka í leikhúsinu og ég sá allt.
— 2á —
Tveir menn voru að vinna uppi á
þaki á geisihárri byggingu. Allt í einu
heyrðist hvína í sjúkrabíl niðri á göt-
unni.
— Nú hefur orðið eitthvert slys, sagði
annar.
— Það er mjög trúlegt, sagði hinn.
Ég missti sleggjuna mína áðan.
1 faðmi þínum farmenn hljóta
þá fyllstu rausn, er verða má,
og skip og bátar næðis njóta,
því nóg er hlé hjá þér að fá,
hér stendur öllum opin bryggja
í óðal fyrsta landnámsmanns
og enn er færi bæ að byggja
og blett að fá af landi hans.
Nú óðul mörg í eyði falla,
svo eftir stendur mannlaus jörð,
en hér er færi fyrir alla
að festa byggð, þó vanti hjörð.
Þeir halda suður hópum saman
er hvergi fengu stöðvun fyr,
og hljóta meiri höpp og gaman
en hinn, er sat að búi kyr.
Því örlög valda ýmis konar,
að örðug verða bónda kjör,
í bænum Ingólfs Arnarsonar
mun áfram verða líf og fjör,
en yngri borgin er en sveitin
og órjúfandi böndum tengd
við fjarlæg héruð, fornu heitin
og feðra arf í bráð og lengd.
SIGURÐUR NORLAND