Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Qupperneq 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 221 endunum fékk þó ekki mikinn byr. Meðsystur hennar voru ekki nægi- lega hugrakkar. En maður nokkur að nafni Dio Lewis, doktor frá Fredoníu í New York ríki, kom þá „móður Stewart.“ til hjálpar. Dr. Lewis var um þessar mundir á fyrirlestraferð á vegum bindind- ishreyfingarinnar. Hann boðaði til fundar í Springfield eins og ann- arsstaðar þar sem hann kom. í ræðu sinni skoraði hann á fólk að hefjast handa og hverfa frá „orði til athafna". Lewis sagði áheyr- endum sínum frá því, þegar móð- ir hans og vinkonur hennar, fóru á fund knæpueigendanna í bænum sem þær áttu heima í og báðu þá, eins innilega og þær gátu og skor- uðu á þá að hætta þeirri iðju, sem breytti mönnum þeirra og sonum í verur villidýrum verri og gerði heimilin að sýnu verri kvalastað en sjálft víti. Og fyrir trúarleg áhrif, hafði það heppnast þessum konum, að uppræta knæpur og breyta húsnæði þeirra í bænahús. Afleiðing komu dr. Lewis til Springfield varð sú, að ákveðið var að hefjast handa um stofnun fé- lagsskapar til þess að vinna að upprætingu knæpanna. Byrjað var á að gefa út yfirlýsingu, einskon- ar aðvörun eða jafnvel stríðsyfir- lýsingu til knæpueigendanna. En þeir yptu brosandi öxlum og tóku þessu sem hverju öðru gamni og gríni. Þá var fylkt og marsinn haf- inn. Að vísu var fylkingin þunn- skipuð — nokkur hundruð kon- ur og skortur á úthaldi. Svipuð tilraun var gerð í Jamestown í New-York ríki en án verulegs árangurs. Dr. Lewis kom til Hillsboro rétt fyrir jól árið 1873. Boðaði hann þar til fundar og sótti hann fjöl- menni. Flutti hann kröftuga ræðu og áhrifaríka, sem hreif mjög hina fjölmörgu áheyrendur. í lok fund- arins var svo samþykkt tillaga um stofnun kvenfélags, undir forystu konu nokkurar að nafni Thomson, en hún var dóttir fyrverandi ríkis- stjóra Ohioríkis. Hún var gift kona og maður hennar virðulegur og áhrifaríkur dómari. Það var fyrir áeggjan og hvatningu dóttur sinn- ar og sonar, sem áður höfðu hlust- að á málflutning dr. Lewis, að frú Thomson fór á fundinn. Það er sagt að frá „orði til at- hafna“ sé gjarnan ekki langt hjá konunum, og ekki hafði frú Thom- son fyrr tekið við forystu hins nýstofnaða félags, en hún skoraði á allar viðstaddar konur, sem margar hverjar voru áhrifaríkar og mikilsmegandi, að skipa sér í rað- ir, tvær og tvær saman, og hefiast þegar handa. 75 konur urðu við þessari áskorun hennar, en hinar heldu fundinum áfram með bæn- um og sálmasöng. Hrevfing þessi hafði á sér algjörlega trúarlegan blæ. Dóttir frú Thomson hafði kvöld- ið áður en fundurinn var haldinn, verið að blaða í biblíu sinni, og af tilviljun dottið ofan á 146. sálm- inn. Frú Thomson las sálminn upp á fundinum, og varð hann síðan einkunnarorð krossfararkvennanna og nefndur krossfararsálmurinn. Sá fyrsti, sem fylking kvenn- anna lagði leið sína til, var lyfsaJi bæjarins. Var skorað á hann að undirrita yfirlýsingu þess efnis að hann skuldbyndi sig héðan af, að selja ekki spiritus nema gegn lyf- seðli. Hann skrifaði þegar undir. 'k'k'k Á aðfangadagskvöld boðaði svo dr. Lewis til fundar í Washington í The Court House, og þar fór á sömu lund og í Hillsboro. í fundar- lokin var þar stofnað kvenfélag til baráttu gegn knæpunum, undir forystu konu að nafni frú Carpen- ter. Hún og meðstjórnendur henn- ar sömdu ávarp til knæpueigend- anna, sem prentað var í miklu upp- lagi og dreift út. í lauslegri þýð- ingu er það á þessa leið: Til þeirra herramanna, sem eru eigendur að útsölustöðum áfengra drykkja: „Þar sem þér af eigin revnd þekkið ekki hinar sorglegu af- leiðingar áfengisnautnarinnar, höfum vér, eiginkonur, mæður og systur, samankomnar á fundi í The Court House, ákveðið að láta þá innilegu ósk vora og von í ljós, eftir alvarlega vfirvegun og bæn, ef verða mætti, að hægt væri að fá yður til þess að leggja niður og hætta gjörsamlega hin- um evðileggjandi starfa vðar, svo að eiginmenn vorir og bræður, sérílagi þó svnir vorir, þvrftu ekki lengur að falla fvr- ir hinum ógurlegu freistingum vínknæpanna, og að vér þyrft- um ekki lengur að vera sjónar- eða heyrnarvottar að því, að þeir hafi lagt leið sína inn á braut lastanna, líkama og sál til fordjörfunar en skrattanum til skemmtunar. Vér skírskotum til þess góða í yður og sem með hverjum manni býr. Vér gerum það í nafni heimilanna, brostinna vona, sundurkraminna hjartna, eyðilagðrar lífshamingju, vegna æru þjóðfélagsins og virð- ingar bæjarfélags vors, fyrir Guðs skuld, sem mun dæma bæði oss og yður, fyrir heill yð- ar eigin sálar, sem annað tveggja mun frelsast eða fortapast. Vér biðjum yður, vér hróp- um á yður, frelsið sjálfa yður frá þeirri voða synd sem þér daglega drýgið með sölu áfengra drykkja. Snúið við, fyllið þann flokk, sem revnir að manna og göfga sjálfa sig og meðbræður sína. Séu það tilmælt vor, óskir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.