Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 1
JÖRGEN BUKDAHL:
HAIMDR
ITIM
RITHÖFUNDURINN Jörgen Bukdahl hefur enn einu sinni stutt mál-
stað íslendinga drengilega í handritamálinu. Hefur hann ritað neðan-
málsgrein í „Kristeligt Dagblad“ og birtist hér útdráttur úr henni.
j^lENN tala um frið, frið, og sér-
1 staklega eru það Rússar, sem
hrópa um frið á bak við byssu-
stingjaskóg og járntjald, sem um-
lykur þau lönd, er þeir hafa lagt
undir sig, þar á meðal Eystrasalts-
löndin og nokkurn hluta af Finn-
landi.
En grundvöllur friðar er þó lýð-
ræði, og grundvöllur lýðræðis er
þjóðerniskendin. Og frelsi þjóð-
anna er höfuðskilyrði fyrir al-
þjóða samvinnu. Evrópuþjóðirnar
voru lengi að komast að þessum
sannindum. Á seinni hluta 19. ald-
ar tóku þjóðirnar að rumska, sér-
staklega norrænu þjóðirnar. Fram
að því höfðu Danir og Svíar verið
drotnandi. En nú hófu hinar und-
irokuðu þjóðir frelsisbaráttu sína:
ísland (Jón Sigurðsson), Færeyar
(Hammershaimb), Noregur (Ivar
Aasen), Finnland (Snellman). Og
alls staðar var stefnan hin sama,
að breyta almúganum í þjóð undir
lýðræðis stjórn.
Nú hefir þetta lánast að mestu.
Nú eru hér 6 frálsar norrænar
þjóðir. Auðvitað hefir þessi breyt-
ing bitnað á gömlu valdhöfunum,
Svíþjóð og Danmörk. Sérstaklega
Danmörk. Og það var ekki brauta-
laust að breyta yfirráðaþjóð í
heimaþjóð. Vér minnumst harma-
grátsins út af sölu Vestur-Indía,
út af frelsi íslands og menningar-
legu frelsi Færeya. Þessi harma-
grátur var að mestu leyti ættjarð-
arofstæki, afturganga frá því er
dansk-þýzka veldið hrundi.
Sjálfsforræði þjóðanna er nú
hinn siðferðilegi grundvöllur, sem
öll utanríkis- og innanríkismál vor
byggjast á, og sérstaklega á þetta
við í samskiftum Norðurlandanna.
Það er því óhjákvæmilegt að á oss
bitni gamlar syndir frá yfirráða-
tímabilinu. Auðvitað á maður að
láta þá dauðu grafa sína dauðu, en
oss ber að sýna réttlæti þeim lönd-
um, sem vér réðum yfir um aldir.
Þetta á við um Noreg og þetta á
við um ísland.
Og þá erum vér komnir að hand-
ritamálinu og hinu furðulega til-
boði stjórnarinnar, sem hvorki er
fugl né fiskur, og leysir ekki úr
neinum vanda. Menn hafa stofnað