Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Blaðsíða 10
262 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bandaríkjastjórn hefir veitt fimm íslendingum styrki til að stunda nám vestan hafs (14.) Menntamálaráð úthlutaði 86.600 kr. styrk handa 43 fræðimönnum (25.) MENN OG MÁLEFNI Biskup íslands fór í opinbera heim- sókn til Keflavíkur (2.) Lausn frá embætti fengu prestarn- ir sér Jósep Jónsson á Setbergi og séra Jóhann Briem, Melstað (4.) Gerd Grieg leikkona kom hingað til að stjórna æfingum á, leikritinu „Villi- öndin“ fyrir Þjóðleikhúsið (16.) Flutninga- vagnarnir eru óðum hlaðnir af fyrstu áburðar- framleiðsl- unni. Er þeim ekið í áburðar- geymsluna, sem er nið- urgrafin í klettana við sjóinn. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Daniel Ágústínusson kennari var kosinn bæarstjóri á Akranesi (18.) Foringjaskifti urðu við varnarliðið. Brownfield, sem hér hefir verið síð- an 1952, lét af því starfi, en við tók Donald R. Hutchinson hershöfðingi (19.) Hákon Bjarnason skógræktarstjóri fór á fund FAO stofnunarinnar í Rómaborg, þar sem rætt verður um verndun skóga fyrir beit (26.) Tuttugu íslenzkum kennurum hefir verið boðið til Danmerkur í sumar í náms- og kynnisför (27.) Sex íslenzkum blaðamönnum var boðið til Noregs og Danmerkur í tii- efni af heimsókn forseta íslands til þessara landa og fóru þeir utan með flugvél (31.) Hjálmar Bárðarson verkfræðingur hefir verið skipaður skipaskoðunar- stjóri (31.) Sigurður Hafstað fulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu hefir verið skipaður deildarstjóri þar (31.) FÉLAGSLÍF Ársþing íþróttabandalags Reykja- víkur var háð. í bandalaginu eru nú 22 félög með nær 9000 mönnum (17.) Kvennadeild Slysavarnafélagsins á Patreksfirði átti 20 ára afmæli (19.) Ársþing iðnrekenda var háð í Reykjavík og voru þár mörg mál tek- in til meðferðar. Búnaðarþingi lauk hinn 16. Hafði það afgreitt 43 mál. Gunnar Þórðar- son í Grænumýrartungu var kosinn í stjórn félagsins í stað Jóns Hannesson- ar í Deildartungu, sem lézt s. 1. ári Meðal samþykkta þingsins má nefna þá, að efnt verði til landbúnaðarsýn- ingar á árinu 1957. Stofnað var bindindisfélag of- drykjumanna að fyrirmynd „A.A.“ í Bandaríkjunum (28.) Félag leikdómenda var stofnað £ Reykjavík (31.) ÝMISLEGT Fjallfoss, hið nýa skip Eimskipafé- lags íslands, kom til landsins (3.) Félagið Voks í Moskva sendi Skóg- rækt ríkisins að gjöf 5 kg. af lerkifræi frá Arkangel (2.) Þetta er Globe- masterflugvélin úr flugher Bandaríkj- anna, stærsta flugvél heims, sem nú svífur um loftin, á Reykja- víkurflugvelli. Þetta bákn vegur um 90 tonn og inni í henni er 10 hjóla birgða- flutningabíll Sjáið hvað lögreglumaður- inn er lítill, sem stendur fyrir framan flugvélina. Ljósm. Mbl.: Ól.KM.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.