Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Síða 11
263 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS -::i--------- Sorgarsaga Flugfélag íslands lækkaði fargjöld milli landa og hefir þá t. d. fargjald með flugvél til Kaupmannahafnar lækkað um 20% á tveimur árum (6.) Vínsmygl sannaðist á brytann á dönsku skipi, sem var í Borgarnesi. Hann var sektaður um 4400 kr. (11.) 58.400 gestir komu til Sjómanna- stofunnar í Reykjavík árið sem leið U2.) * |*.JS Flugvél sótti konu í barnsnauð til. Hólmavíkur. Á leiðinni frá flugvellin- um í Reykjavík til fæðingardeildar- innar ól konan barnið í sjúkrabifreið- inni og gekk vel (14.) Stærsta flugvél heimsins, Globemast- er flutningaflugvél úr flugher Banda- ríkjanna, lenti á flugvellinum í Reykjavík (16.) Verið er að undirbúa nýa útgáfu af þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (30.) Vegna skorts á 5 aura frímerkjum hefir póststjórnin látið yfirprenta 35 aura Heklufrímerki með 5 aura verð- gildi (31.) Kaffiverð hækkaði í þessum mán- uði vegna verðhækkunar erlendis. Sú hækkun nam 85 aurum á pakka, eða 3,60 kr. á kg. af brenndu og möluðu kaffi. Alþýðusambandið taldi að þessí hækkun kæmi í bág við samning þann, er gerður var við ríkisstjórnina við lausn vinnudeilanna í fyrra, og mót- mælti henni. Ríkisstjórnin gaf því kost á að vísa málinu til gerðardóms. ÞESSI saga gerðist í Danmörku árið sem leið. Þar voru hjón, sem höfðu búið saman í sátt og samlyndi um nokkurt skeið, og það var enginn skuggi á heimilis- lífi þeirra annar en sá, að þeim varð ekki barns auðið. En í staðinn fyrir að taka sér kjörbarn, fór konan til læknis og bað hann hjálpar á þann hátt, sem nú er farið að tíðkast, að konur sé frjóvgaðar án þess að þær hafi hug- mynd um hver faðirinn er. Læknirinn gerði þetta og konan varð barnshafandi. En er frá leið hófst styr á heimilinu út af hinu tilvonandi barni og ástandið varð svo slæmt, að konan fór aftur til læknisins og grátbað hann að losa sig við barnið. Það mátti hann ekki, og afleiðingin varð sú að hjónin skildu áður en barnið fæddist. Barn þetta kom svo inn í heiminn algjörlega réttindalaust, því engin ákvæði eru til i dönskum lögum um rétt þeirra barna, sem komin eru undir við gerfi'-frjóvgun, og enginn veit hvert faðernið er. Ef hjónabandið hefði getað haldizt og maðurinn gengist við barn- inu sem sínu atkvæmi, þá var allt í lagi. En þar sem maðurinn skildi við konuna og hún ól barn, sem enginn finnst faðir að, þá hefur það ekki fæð- ingjarétt. Það er komið inn í þennan heim eftir leiðum, sem lögin gera ekki ráð fyrir. Hin tæknilega frjóvgun varð þess valdandi, að hjón, sem höfðu unnað hvort öðru, skildu í örvæntingu, líf konunnar er eyðilagt og hún hefur alið barn, sem er utanveltu í heiminum. — Þungar refsingar liggja við ef lælcnar leysa konum höfn, en ekkert liggur við því að frjóvga þær á tæknilegan hátt. Og menn spyrja: Er hér ekki um full- komið siðleysi að ræða? Hinn mikli nýtízku mólari virtist mjög óánægður með seinasta málverkið sitt. Vinur hans spurði hvað væri r,ð. — Ég er mjög óánægður með nefið á einum manninum, sagði hann. — Hvers vegna breytirðu því þá ekki? — Ég get ekki fundið það. Mennirnir, sem séu um Briisselsýninguna: Hörður Ágústsson Iistmálari, Skarp- heðinn Jóhannsson arkitekt, Axel Kristjánsson, Sveinn Valfells og Gunnar Frið- riksson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.