Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Qupperneq 19

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1954, Qupperneq 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 271 Gömlu mennirnir komu hlaupandi á eftir skipinu AÐ var komið kvöld og tunglið var komið á loft þegar biskup bjóst til ferðar. Þegar hann kvaddi gömlu mennina fellu þeir allir á kné fyrir honum. Hann reisti þá blíðlega á fætur, kyssti hvern þeirra og áminnti þá enn einu sinni að lesa stöðugt bænina, sem hann hafði kennt þeim. Hann steig svo á bátinn og árum var lostið í sjó og róið frá landi. Og lengi heyrði bisk- upinn að gömlu mennirnir voru að lesa „Faðir vor“ upphátt. Þegar hann var kominn um borð í skipið, heyrði hann ekki lengur til þeirra, en hann sá að þeir stóðu enn í sömu sporum, sá gamli í miðjunni, og heldust í hendur. Skipið létti akkerum og helt áfram för sinni. Biskup settist aftui í skut og horfði til eyarinnar. — Nokkra stund gat hann greint gömlu mennina, en smám saman var eins og þeir rynni saman við strandlengjuna og hann sá ekki annað en eyna. Svo hvarf hún líka og þá var ekkert að sjá nema tungi- ið sem speglaðist í hafinu. Pílagrímarnir voru gengnir til náða og allt var kyrrt og hljótt um borð. En biskup gat ekki sofið. Hann sat stöðugt aftur í skut og starði í áttina til hinnar horfnu eyar. Hann var að hugsa um hina gömlu og góðu menn, og hann var að hugsa um hve glaðir þeir mundu nú vera út af því að hann hafði kennt þeim að biðja. Og í hjarta sínu þakkaði biskup Herranum fyr- ir að sér hefði veitzt sú náð að flytja þessum einstæðingum hans heilaga orð. Biskup var niður sokk- inn í hugsanir sínar. Tunglsgeisl- arnir léku á smábárunum og lýstu þær upp til skiftis, svo að biskup- inn fekk móðu fyrir augun af að horfa á þennan geislaleik. CKYNDILEGA sá hann eitthvað hvítt í tunglsljósinu langt í burtu. Var þetta fugl, eða var það segl? Jú, líklega kom þarna segl- bátur á eftir þeim. Það var svei mér skriður á honum, hann hlaut að ná þeim von bráðar. En er þetta nú bátur? Þétta hvíta er ekki líkt neinu segli, en það kemur með fleygiferð. Eða — var þetta maður? Nei, það var allt of stórt til þess, og hvernig ætti nokkur maður að vera þarna úti í reginhafi? Biskup reis á fætur og náði í stýrimann. „Horfið á þetta, vinur minn, hvað getur það verið?“ mælti hann. En um leið og hann sleppti orðinu sá hann hvað þetta var. Það voru gömlu mennirnir þrír og þetta hvíta sem hann hafði fyrst séð, var skeggið á þeim. Þeir voru nú komnir í námunda við skipið. Stýrimaður hafði snúið sér við til þess að horfa á það sem biskup talaði um. Hann varð svo hræddur að hann missti stýrið og hrópaði í skelfingu: „Guð sé oss næstur! — Gömlu mennirnir koma þarna hlaupandi á eftir okkur. Þeir hlaupa á sjón- um eins og hann væri fast land!“ Hann hafði svo hátt, að allir píla- grímarnir vöknuðu, og komu hlaup -andi aftur á skipið. Allir sáu gömlu mennina. Þeir komu þarna hlaup- andi á eftir skipinu, héldust í hend- ur og gáfu skipinu merki um að T) staðnæmast. Þeir hlupu á vatninu eins og á hörðum velli, og þó var varla hægt að sjá að þeir bæri hvorn fótinn fram fyrir annan. Menn voru svo agndofa, að eng- inn hafði rænu á að fella seglið. Gömlu mennirnir heldu áfram allt að skipinu og þegar þeir sáu bisk- upinn, þá kölluðu þeir hárri röddu: „Þú þarna guðsmaður! Við höf- um gleymt öllu því, sem þú kennd- ir okkur. Meðan við höfðum vit á að endurtaka í sífellu, þá gekk allt vel. En er við höfðum þagað litla stund og ætluðum svo að byrja aftur, þá höfðum við gleymt einu orði, og á meðan við vorum að rifja það upp þá gleymdum við öllu hinu. A Þú verður að kenna okkur þetta aft- ur.“ Þá gerði biskup krossmark fyrir sér, laut fram yfir hástokkinn og sagði: „Guð hefur heyrt bænina yðar. Mér ber ekki að kenna yður. Biðjið heldur fyrir oss syndugum mönn- um.“ Og svo kraup hann á kné fyrir gömlu mönnunum. Þeir stóðu kyrr- ir um stund. Síðan sneru þeir við og heldu heimleiðis yfir hafið. En fram að dagrenningu lá ljós- rák á sjónum þar sem slóðin þeirra var.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.