Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 2
278 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS manneyar. Varð hann þá ölvaður og íór að tala um skifti sín og hreppstjóranna og kallaði þá hvað eí'tir annað þjófa, þeir hefði stolið af sér veturgömlum sauð í Bakka- koti. Þeir, sem með honum voru og heyrðu þetta, hafa sjáifsagt litið á þetta sem ómerkt drykkjuhjal, enda var engin rekistefna gerð út af því að sinni. Leið svo fram á haust. ----★—:—• Þá var prcstur í Holti undir Eya- fjöllum Sigurður Jónsson prófast- ur. Hafði hann fengið það presta- kall 1742. „Var hann merkismaður, trygg’lyndur og ráðhollur, búhöld- ur mikiil og starfsanvur, nokkuð aðsjáll, en þó góður nauðstöddum, drykkfeldur nokkur.“ Hann varð síðar geðbilaður og sjónlaus. Miðvikudaginn 1. september urn haustið kom prófastur heim úr ferðalagi og hafði Einar Oddsson hreppstjóri á Leirum orðið honum samferða allt frá Stórólfshvoli. Á leiðinni slóst séra Daði Guðmunds- son í fylgd með þeim. Séra Daði hafði fram að þessu verið prestur í Stóradal undir Eyafjöllum, en hafði nú fengið brauðaskifti við séra Magnús Sveinsson í Reynis- þingum og var farinn að búa á Reyni. Séra Daði var talinn maður vel gefinn og lögskýr, söngmaður góður, glaðlyndur, gamansamur og skáldmæltur, en smámunasamur og lítill búmaður. Með honum i þessari för var Gottskalk sonur hans, 19 ára að aldri. Þeir höfðu komið víða við á leið- inni og neytt nokkurs áfengis. Skömmu síðar bar þar að Magnús Filippusson á Lambafelli. Var hann að koma utan af Eyrarbakka og var mjög drukkinn. Slóst hann þegar upp á Einar Oddsson með skömmum og brigslyrðum, sagði að hann hefði ekkert vit á því að fara með hreppstjórn og væri öli- um sínum meðbræðrum heimskari og þar fram eftir götunum. Espaði Magnús sig svo og hafði svo hátt að glumdi við í allri kirkjunni. „Þú ert þjófur, þú ert réttækur þjófur og þið Jón ísleifsson báðir. Þið hafið stolið sauð af mér.“ Einar sagði fátt, en greip í sið- hempu Magnúss og fletti henm fram yfir höfuð hans, til þess að hann þagnaði. Þeim prestunum leizt ekki á þessar aðíarir og gengu þeir því inn í kór og tóku þar tai saman. Einhverjar stympingar urðu milli Magnúss og Einars, en síðan fóru þeir út úr kirkjunni. Var þá tekið að rökkva. Séra Daði þuríti að hraða sér, því að hann hafði loíað að skíra barn á Stein- um, í forföllum sóknarprestsins. Hann flýtti sér því burt er himr voru farnir úr kirkjunni. Og sem hann kom út sá hann í kirkjugarð- inum tvo menn og voru þeir ann- að hvort í „kaldaglímu eða áflog- um“, eins og hann orðaði það. Skeytti hann ekkert um þetta, en flýtti sér út í traðirnar þar sem hestur hans beið. Uppgötvaði hann þá að hann hafði gleymt staf sín- um og vetlingum inni í kirkju- bekk og sendi Gottskalk son sinn að sækja þá. Þegar Gottskalk gekk stéttina út að kirkjunni, sá hann hvar tveir menn voru að veltast í áflogum milli leiðanna. Og þótt dimmt væri þekkti hann að þar voru þeir Magnús og Einar og hafði Magnús komið Einari undir. Um þessar mundir kom vinnu- fólkið í Holti heim af engjum og urðu því margir sjónar- og heyrn- arvottar að því hvað þeim Magnúsi og Einari fór á milli. En engum kom til hugar að skilja þá. Eru frásagnir af viðureigninni mjög svipaðar, en einna gleggst er frá- sögn Ragnhildar Jónsdóttir vinnu- konu og skal hún birt hér með ör- litlum innskotum úr frásögn ann- ara: — Þegar ég kom heim af engj- um um kvöldið sá ég upp yfir kirkjugarðinn og ókyrleika nokk- urn þar. Gekk ég þá fram í hliðið frá bæardyrum og sá Einar og Magnús haldast þar handhryggjar- tökum. Einar virtist mér standa nær kyrr fyrir og verjast, en Magn- ús sækja. Magnús hafði hatt á höfði, en Einar kaskeiti og parruk. Gekk ég svo inn í bæ. Litlu síðar kallaði prófasturinn séra Sigurður til mín og gekk ég til hans og séra Daða út í kirkiu. Þá voru þeir Einar og Magnús í garðinum að þrasa eitthvað. Svo fór ég út úr kirkju aftur og heyrði Magnús segja við Einar: „Þú tókst keyrið mitt og vetl- ingana.“ Einar svaraði: „Ég tók keyrið úr hendi þér og fleygði því hér norð- ur fyrir garð, en vetlingurinn þinn er hér einhvers staðar“. Þá sagði Magnús: „Þú hefir rifið af mér fötin nýu.“ Einar svaraði: „Ekki er það satt. Ég gerði ekki annað en tók svo- lítið í síðhempuna þína“. Síðan færði Einar sig úr stað og hallaðist upp að stólpanum í klukknaportinu öðrum megin kirkjudyra. Þar yfir hékk klukka sú, er kölluð yar Eima. Magnús þreif þá flösku og sendi af hendi og ætlaði að hæfa Einar og mælti um leið: „Ég er ekki hræddur við þig, Einar á Leirum. Ég hefi tap- að meiru fyrir þér í kvöld, bölv- aður skelmirinn þinn.“ Flaskan kom í klukkuna og fór í þúsund mola, en hátt lét í klukk- unni. Var höggið svo mikið, að Ragnhildur hélt fyrst að klukkan mundi hafa brotnað. En svo leit hún á Einar og virtist henni sem hann væri í hálfgerðum svima og spurði því: „Kom höggið á þig?“ En Einar kvað nei við. Þá sagði Magnús við Ragnhildi: „Ég held að hann hafi fengið högg.“ Síðan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.