Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
r 283
þessari bitsmálssök og skal gjalda
Birni lögmanni 4 rdl., en Þorsteini
sýslumanni 2 rdl.
Um hitt málið segir svo í dóms-
forsendum: Magnús hefir í engu
getað sannað þjófkenningu sína, og
ekki tilbærilega leitast við að rétta
fyrir sig með forlátssbón, yfirlýs-
ing eða tilboðnum bótum er mót-
partarnir gæti gengið að án máls-
höfðunar. Ekki hefir hann heldur
sannað að hann hafi talajð þetta í
þvílíkum drykkjuskap, sem hafi
hindrað brúkun hans vitsmuna, og
getur drykkjuskapurinn því ekki
orðið honum til afbötunar. Lög-
þingsdómurinn var því staðfestur
og Magnúsi dæmt að greiða sektir
fyrir „ógrundaða áfrýun“.
í þessu sambandi er það athygl-
isvert, að þegar Þorsteinn sýslu-
maður neitar Magnúsi um að vinna
eið að því að hann hafi ekki bitið
Einar viljandi, þá rökstyður hann
það með því, að Magnúsi sé sá
eiður ekki sær, vegna þess að hann
hafi verið svo fullur og vitlaus,
þegar þeir fentu í áflogunum, að
hann hafi ekki vitað hvað hann
gerði. En í þessum dómi er lögð
áhersla á það að Magnús hafi enga
afsökun vegna ölæðis, og í dómi
Björns lögmanns, sem þessi dóm-
ur er byggður á, segir að Magnús
hafi ekki getað verið mikið drukk-
inn, því að hann hafi þennan dag
farið allra sinna ferða. — Hér virð-
ast röksemdir stangast og álykt-
anir af því ekki verða Magnúsi í
vil.
Rúmum hálfum mánuði síðar
var dómþing haldið í Holti. Magnús
kom þar ekki og enginn af hans
hálfu. Einar Oddsson kom þar og
vann sinn eið „með uppréttri hægri
hönd“, eins og stendur í dóms-
skjölunum. Og síðan var eftirfar-
andi dómur upp kveðinn:
Þar sem Einar getur ekki afsak-
að sig með því, að hann hafi verið
neyddur í áflog við Magnús, þá
skal Magnús greiða honum 30 rdl.
fyrir þjáningar og fingurmissi, 10
rdl. fyrir læknishjálp og annan
kostnað, og ennfremur 20 rdl. fyr-
ir læknishjálp og annan kostnað,
og ennfremur 20 rdl. til konungs
sem refsing fyrir uppivöðslu. —
Málskostnað fyrir 3 héraðsréttum
í þrjú ár skal hann greiða Einari
með 6 rdl. En bresti Magnús fé,
skal hann vinna í járnum í þrælk-
unarhúsi í Kaupmannahöfn, eina
viku fyrir hver 3 mörk er á vant-
ar að sekt sé greidd. ----
Daginn eftir reið sýslumaður
með þennan dóm til Stórumerkur
að birta hann. Fólk sagði að Magn-
ús væri heima, en hvergi fannst
hann hvernig sem leitað var og las
sýslumaður því dóminn upp fyrir
heimafólki.
Dómurinn í Holti fjallaði einnig
um verslunarskuldir Magnúss,
sem ekki voru miklar, en hann
hafði þó ekki talið sér fært að
greiða. Segir þar um að í október-
mánuði árið áður hafi bú Magnúss
verið talið rúmlega 20 hundr.
virði „eftir það hann hafði útsett,
selt og burthlaupið með gott 30
rdl. virði af sinni búslóð og þar að
auk haustgjöld af konungsjörðun-
um“. Þó sé hann enn eigandi að
7 hundr. 80 aln. í jörðinni Svað-
bæli, er virt sé 24—25 rdl., en sú
jörð sé veðsett konungi fyrir af-
gjaldi jarðanna. En af heimabúi
eða lausafé Magnúss verði ekki
séð að hægt sé að gréiða verslun-
arskuldirnar, enda sé hann sjálfur
svo þvermóðskufullur „að engin
ráð eða meðal skaffa vill til skulda-
lúkningar — stendur og í stórsök-
um og sektum, sem langt yfir-
balancera hans 20 hndr. bú“.
---★—
Eftir að dómar þessir voru falln-
ir, hvarf Magnús að nýu og vissi
engínn hvað um hann varð. En
í septembermánuði skrifa þeir báð-
ir, Brynjólfur Sigurðsson sýslu-
maður í Hjálmholti og Þorsteinn
Magnússon sýslumaður á Móeið-
arhvoli, bréf til Rantzau greifa og
segjast búast við að Magnús hafi
strokið til Kaupmannahafnar.
Sendir Brynjólfur öll málsskjöl
Magnúss fyrir 2 undirréttum og
3 yfirréttum og biður að koma
þeim til skila. En Þorsteinn sendir
dómskjöhn í bitsmálinu, svo að
greifinn geti af þeim séð málstað
Magnúss.
Hér má skjóta því inn, að á Al-
þingi þá um sumarið hafði amt-
maður, samkvæmt konungsboði,
fvrirskipað nýa rannsókn í málum
Magnúss. Fól hann fyrrv. sýslu-
manni Einari Jónssyni í Ási að
vera setudómari og yfirheyra þau
vitni er Magnús eða málsvari hans
vildu leiða. En Brynjólf Sigurðsson
sýslumann skipaði hann málsvara
Magnúss. — Brynjólfur afsagði
þetta með öllu þegar í stað og
kvaðst ekki vilja hafa hin minstu
afskifti af málum Magnúss. En
samt mun það vera vegna þessa,
að hann sendir málsskjölin til
Kaupmannahafnar.
Þeir reyndust getspakir um það
sýslumennirnir að Magnús mundi
hafa farið til Kaupmannahafnar,
því að þar skýtur honum upp í
öndverðum desember. Skrifar
hann þá Rantzau greifa og segir
honum hvernig nú sé komið, Þor-
steinn sýslumaður hafi lagt hald
á allar eigur sínar og hann hafi
ekki neitt til að lifa af á íslandi.
Biður hann nú um að málin sé
tekin fyrir að nýu og stingur upp
á því, að Jóni Sigurðssyni fyrv.
sýslumanni í Holti sé falin rann-
sókn málsins, en Hans Wium sett-
ur setudómari. Sé þetta nauðsyn-
legt áður en málin komi fyrir
hæstarétt. Biður hann nú greif-
ann að aumkast yfir sig fyrir þá
rangsleitni, sem sér, fatækum
manni hafi verið sýnd „og lata yfir-