Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 287 ei á sunnudögum — og geta gestir þá fengið að skoða hann. Nú erum vér að komast til „The Cotwolds“. Landið verður hólótt- ara og vegurinn í ótal hlykkjum, trjánum fjölgar og húsin hafa ann- an svip en áður. Hér eru þau ekki gerð úr rauðum múrsteini, heldur gráum eða ljósgulum sandsteini. Hér eru ekki stráþök, heldur þök gerð af leirflögum, sem eru orðnar grænar og gular af mosa. Hér breytist einnig landbúnaður. Hér er landslagi svo háttað að ekki er hægt að koma við stórvirkum jarð- ræktarvélum. Hér er alls staðar of bratt, og þess vegna eru hér beiti- lönd, eins og var fyrir hundruðum ára. Hér eru hundruð þúsunda af sauðfé, og allt eru það niðjar fyrstu kindanna, sem bændur höfðu hér. Sauðfjárræktin hefur verið og er enn helzti atvinnuvegurinn hér. í fljótu bragði er það lítt skiljanlegt hvað hér eru mörg vel stæð þorp með stórbyggingum. — En lausn þeirrar gátu er, að hér voru eitt sinn auðugustu héruð Englands, meðan ullin var gullnáma Englands og allar fatnaðar verksmiðjurnar sóttu ull hingað. Svo var iarið að rækta sauðfé í stórum stíl víðsveg- ar um heim og samkeppnin hófst. En hér í Cotswold undu menn við sitt, tóku uppgangstímum og erf- iðleikum með sama jafnaðargeði. Þess vegna hefur verksmiðjuiðnað- ur ekki getað lagt þessi fögru héruð undir sig. Þorpin heldu sínum upp- runalega svip, gömlu húsunum var haldið vel við, og vegna þess að ekki var þörf fyrir ný hús, þá halda byggðirnar sínum aldagamla svip. Húsin eru að vísu orðin ellilegri, gangstéttirnar slitnari, og á stöku stað hefur kvarnazt úr hornstein- um. En annars hefur byggingarefn- ið staðizt tímans tönn. Vér staðnæmumst á hæð nokk- urri og drögum upp landabréfið til þess að athuga hvaða leið vér skul- um fara. Að baki er Minster Lowell með sína gömlu og fögru kirkju. Hér rétt hjá oss er hinn eldgamli bær Burford, sem er frægur um allt England fyrir góðan mat. Fram undan er Great Berrington, Sher- borne, Burton-on-the-Water. Upper Slaughter og Stow-on-the-Wold, Temple, Ouiting og Snowehill, og enn lengra burtu glæsilegasti stað- urinn af öllum, Broadway. Bíllinn rennur í ótal krókum milli bæanna, sem eru hver öðrum líkir, en þó hver með sinn sérstaka svip og sína sérstöku krá með langa og merki- lega sögu. Vér lítum inn í þá fræg- ustu, „The Crosshands" í Old Sud- bury, til þess að fá oss hressingu. En það er ekki tími til þess að reyna alla uppáhaldsréttina þar, því að matur bíður eftir oss í kránni „The Lygon Arms“ í Broadway, og þá krá verða allir ferðamenn að heimsækja. ----★----- Enskar krár eru einstakar í sinni röð. Reynt hefur verið að stæla þær annars staðar, en engum hefur tek- izt að flytja hið einkennilega and- rúmsloft þeirra út fyrir landstein- ana. Þetta eru staðir, þar sem allir söfnuðust saman umhverfis arin- inn, hvort sem með eða móti blés, til þess að ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Og þarna sátu menn svo með ölkrúsina í annarri hendi og pípuna í hinni. í fátækum þorp- um eru krárnar litlar og ósélegar og húsgögn og herbergi eftir því. Annars staðar eru þær stórar, svo að matstofurnar eru veizlusalir, arininn skrautlegur og herbergin eins og í höllum, með dýrindis dúka á gólfum og dýrindis fornum hús- gögnum. Þessar krár erfir oftast sonur eftir föður og nýar kynslóðir byggja upp og bæta við í sama stíl svo svipurinn haggast ekki. „The Lygon Arms“ í Broadway er ein af þessum krám. Það er auð- séð um leið og maður stígur út úr bílnum. Öllu er vel við haldið út í yztu æsar, byggingarnar eru í fullu samræmi hver við aðra svo að hvergi skeikar. Og garðurinn er eitt furðuverk blóma og trjáa. Inni á arninum snarkar í beykibrenni og af því leggur þægilegan ilm um húsakynnin. Þarna eru húsgögn frá öllum öldum og í öllum stíl og sanna það, að hægt er að raða fögr- um hlutum saman án þess að til árekstra komi. Það var því skilj- anlegt að konurnar þurftu að ganga um allar stofur til þess að skoða og hlýða á sögurnar um þessa góðu gripi, og máske til þess að fá að vita hvaða höfðingjar hefði búið í hinum ýmsu herbergjum og hvar þeir hefði sofið. Og sá, sem segir frá getur rakið söguna langt aftur í aldir, þegar hér var barizt og her- irnir lögðu krána undir sig sitt á hvað. Hann kann sögur um auðug- ar aðalsmær, sem rænt var, um ein- vígi hraustra riddara, um veðmál milli auðkýfinga, þar sem stórfé var lagt undir hver ætti fljótastan hest eða beztan veiðihund. ----★----- í matsalnum voru framreiddir hinir sömu réttir og þarna hafa verið á borðum um aldir. Hér af- sannast það, sem sagt er, að Eng- lendingar kunni ekki að matreiða. Þegar þeir matreiða þjóðrétti sína, þá er enginn þeim fremri. En gall- inn er sá, að víða eru þeir nú farnir að matreiða erlenda rétti, og þar mistekst þeim. Hafi maður búið sig vel út með peninga og eigi enn nokkuð eftir þegar maturinn hefur verið greidd- ur, þá væri rétt að skreppa í ein- hverja forngripasöluna. Að vísu geta hvorki krónur né Sterlings- pund keppt hér við ameríska doll- arinn. Ameríkumenn hafa spennt verðið svo upp úr öllu valdi, að manni blöskrar. Bótin er sú, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.