Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 22

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Page 22
r 293 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS NÝUNGAR við mikinn hlut þessa kostnaðar og þyrftl ekki að eyða jafn löngum tíma frá nauðsynlegum embættis- störfunx.-------- Siðan sýnir hann fram á með tölum hvað Alþingisreið kosti og tekur dæmi af sjálfum sér. „Þegar ég fer til lögþings við Öxará, kemst ég ekki af með minna en 12 hesta og 2 fylgdarmenn. Ferðin stendur í 40 daga, stundum máske heldur skemur, en stundum líka lengur, allt eftir því hvernig tíðarfar er og hvernig árnar eru yfirferðar.“ Hann verði svo að reikna fæði fyrir 3 menn í 40 daga og þar að auki vinnutap í 36 daga (helgidagarnir ekki taldir með), hestlán, vörzlu og hagagöngu o. s. frv. Reikningur hans verður svo þannig: Fæði 3 manna í 40 daga . 8 rdl. 48 sk. Vinnutap í 36 daga .... 19 — 66 — Skeifur .............. 3 — 12 — Hestlán 1 jdl. fyrir hvern 12 — — Hestvarzla og hagaganga í 3 vikur ............ 1 — 66 — Samtals 45 — — Sé þingið þar á móti haldið á Oddeyri muni ferðakostnaður sinn ekki fara fram úr 5 rdl. Það sé því ljóst hve mikið sparist á því fyrir alla sýslumennina frá Húnavatns- sýslu til Suður-Múlasýslu, ásamt 4 klausturhöldurum, ef þeir þyrfti ekki að fara lengra en til Oddeyrar. Alls telst honum svo til, að þessi sparnaður muni nema 400 rdl., en þar megi svo draga frá 100 rdl. sem ferðakostnaður þeirra norðan- manna sé meiri en sinn, en fyrir austanþingmenn sé ferðin til Þing- valla þeim mun dýrari en sín, að þar þurfi ekki að koma neitt til frádráttar. — En 300 ríkisdalir voru þá allmik- ið fé og hafa samsvarað allt að 18—20.000 krónum á nútíma mæli- kvarða. Og samkvæmt þessu hefur þá þingreið kostað sýslumann Ey- GÚMAGNIR HINDRA UPPGUFUN Farið er að nota gúmagnir í olíu- geyma til þess að varna uppgufun. Er þessum ögnum ýmist dælt inn í geymana með olíunni, eða þeim er dreift yfir olíuna í geymi. Þær eru örsmáar og fljóta ofan á og mynda þar þétta húð, sem varnar því að olían geti gufað upp. RANNSÓKNIR Á MÝVARGI Mývargur er víða mesta plága, en ekki eru það allar mýflugur sem bíta. — Karlflugurnar eru mestu meinleysisskepnur og lifa eingöngu á safa, sem þær sjúga úr jurtum. En kvenflugurnar eru blóðþyrstir bitvargar, en þó gera þær sér t. d. mannamun. Er það kunnugt að sumir menn virðast þola mýbit bet- ur en aðrir, eða verða fyrir minni ásókn. Nú hafa vísindamenn verið að rannsaka hvernig á þessu stend- ur, því að það gæti orðið leiðbein- ing í baráttunni gegn þessum skað- ræðis kvikindum. — Það hefur þá komið í ljós, að flugurnar sækja meira að þeim mönnum, sem eru dökkklæddir, heldur en þeim, sem eru ljósklæddir, og eins fara þær firðinga um 3000 krónur eftir nú- verandi peningagildi. ö Tillögur Jóns sýslumanns náðu ekki fram að ganga. Norðlendingar fengu ekki sitt þing og Oddeyri varð ekki þingstaður. En 13 árum síðar en þetta var, kom Alþingi seinast saman til fundar á Þing- völlum og svo var ákveðið að þingið skyldi flytjast til Reykjavíkur. eftir þef. Þær nota því bæði augu og þeffæri til þess að velja sér bráð. Það getur verið að innan skamms verði hægt að draga úr mývargs- plágunni, því að nú hafa menn íundið upp sérstaka tegund af skor- dýraeitrinu DDT, sem strádrepur mýflugnalirfur, en gerir ekki öðr- um skordýrum mein. SOGDÆLUR FYRIR FISK í Akron í Ohio í Bandaríkjunum hefir nýlega verið smíðað áhald til þess að soga fisk upp úr netjum. Er það mjög svipað ryksugu. Mundi þetta áhald líklega henta vel til þess að soga síld upp úr herpi- nótum, í stað þess að háfa hana UPP> því að sagt er að hægt sé að tæma fullt net á nokkrum mínút- um með þessari sogdælu. SJÁLFVIRKUR TALSÍMI í Bandaríkjunum er nú farið að nota sérstakt áhald, sem svarar í síma þegar enginn er heima, og tekur við skilaboðum. Þetta er nokkurskonar grammófónn, sem er settur rétt við heyrnartólið. Þegar síminn hringir, þá lyftir þetta á- hald heyrnartólinu, en um leið hreyfist talplata og svarar þeim er hringir. Segir hún að enginn sé heima, en ef viðkomandi þurfi að koma skilaboðum, þá skuli hann tala í símann, það verði tekið á sérstaka plötu. Ef sá, sem hringdi, þarf að koma skilaboðum, þá bíð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.