Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 24
300 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS UnJ Eg veit ekkert fegurra en vorið ^ sera vekur mér unað og þrótt. y Það yngir mig aftur og aftur; o mín æska er til geislanna sótt. Og sólgleði um sál mína streymir, og sorgirnar gleymast þá fljótt. Því sumarsins ljósálfar ljóma, mitt líf er til geislanna sótt. 5 KJARTAN ÓLAFSSON 5 ÞJÓBARARFITRINN er tvískiftur. Landið — það er föð- urarfur þjóðarinnar; málið er móður- arfurinn. Við eigum að yrkja tún og akra þar sem nú eru móar og mýr- ar. Við eigum að brúa allar torfærur. Við eigum að klæða hlíðarnar skógi. En við eigum líka að hafa allan hug á því að vernda íslenzka tungu, móður- arf þjóðarinnar. Og þar er hættan miklu meiri. Þó að landið fari í órækt, getur komandi kynslóð ræktað það aftur. Þó að útlendingar klófesti jarð- eignir, má kaupa þær aftur. En ef móðurmálið fer í órækt, ef það visn- ar á vörum þjóðarinnar, þá á það engr- ar viðreisnar von. (G. Björnson landlæknir). DRAUMUR JÓNS f BORGARHÖFN Þegar gamli Jón Björnsson í Borgar- höfn var uppvaxandi hjá föður sínum, dreymdi hann einu sinni, að hann fann fé föður síns fennt í brekku einni, og var grár sauður efst, sem hann átti. Þrjátíu árum seinna fann hann fé sjálfs síns fennt í sama stað, og gráan sauð, sem hann átti, efst í fönninni. (Þjóðsagnakver M. B.) URÐARMÝSNAR Bjarni amtmaður Thorarensen bað Niels skálda einu sinni um kvæði, er lýsa skyldi trúarhálfvelgju, skálka- miskunn og stjórnleysi 19. aldar. Þá ^Áluqóa & til Jk etmaeyfar Lag: Grænkandi dalur góði, eftir Palm. Eyjan mín undur fríða úti við sjónarrönd, hversu sem hrekst ég víða heillar þín klettaströnd. Hjá þér dvelzt löngum hugur minn, hlær við mér Fellið og Dalurinn. Eyjan mín undur fríða úti við sjónarrönd. JG. Um páskana var eindæma afli í Vest- mannaeyum og var hver sem vetling gat valdið í fiskvinnu. Efri myndin sýnir drekkhlaðinn bát á leið inn í höfnina, en á neðri myndinni sjást kornungar stúlkur við söltun. orkti Niels rímu, er hann kallaði Urð- armýsnar í Ódáðahrauni. Þar lætur hann Kjafta-Snorra segja frá trúar- brögðum og sveitarbrag hjá hraunbú- um, og var sagt að Bjarna hefði líkað ríman. Hún er prentuð í „Menn og minjar V.“ bls. 96—129. BEIN HEIÐARVÍGAMANNA í bréfi til Steingríms biskups Jóns- sonar segir Hjörtur prestur á Gils- bakka svo: ,,Hér í sókninni dó Einar gamli Þórólfsson, fyrrum á Kalmans- tungu (23. júli 1843). Upp úr gröf hans komu 10 manna bein, sem sjáanlega höfðu fallið fyrir vopnum; beinin höfðu furðanlega conserverazt; þar sáust högg á leggjum, en þó mest á höfuðkúpun- um; fleiri voru höggin smá, og fá inn úr kúpunum; einasta ein var klofin. Hvenær fellu þessir menn? Gamalt fólk talar hér um Sturlungareit, eins og mig minnir er í Reykholti. Varla getur það verið frá Heiðarvígum, en nærri lætur þó um töluna.“ Utan á bréfið, þvert yfir kveðjuna, hefur Steingrímur biskup skrifað: „Afgjört mannabein síðan Heiðarvígin."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.