Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 415 Konur sem selja körfur. Svarlir kóngar — Haiti heitir vesturhlutinn á eynni Hispaniola en á austurhlut- anum er Dominikanska lýðveldið, sem einnig er nefnt Santo Domingo. Þetta eru nú sjálfstæð ríki, sem eiga að nokkru sameiginlega sögu. Kolumbus fann eyna árið 1492 og er giskað á að Indíánar, sem fyrir voru hafi numið einni milljón. Tókst Spánverjum að drepa þorra þeirra á nokkrum árum. Frakkar tóku að nema land á eynni, sér- staklega vesturhlutanum og fluttu þangað mikinn fjölda þræla frá Afríku. Urðu þrælarnir brátt í miklum meirihluta. Eyj an var samt öll á valdi Spánar þar til 1697 en þá eignaðist Frakkland þann hlutann, sem nú heitir Haiti . Frakkar hugsuðu um það eitt, að hagnast á nýlendu sinni og fóru með svertingjana eins og þeim bauð við að horfa. Undu svertingjarnir illa yfirráðum þeirra sem von var. Áhrifa frönsku stjórnarbylting- arinnar 1789 gætti mjög vestur á Haiti og kom hún af stað frelsis- baráttu, sem lauk með fullum sigri Haitimanna. En sú barátta varð löng og blóði drifin. Uppreisn negranna hófst á því að þeir drápu 2000 hvíta menn og brenndu 200 stóra búgarða til ösku. Þeir hvítu hefndu þessara aðfara m-eð því að drepa fimm svarta fyr- ir hvern einn hvítan. Líkin hengdu þeir upp í tré meðfram þjóðvegun- um. Barátta negranna var skipulags- laus. Hryðjuverk — morð og brennur — voru daglegt brauð, en markvissa forystu skorti.. Kom þá til sögunnar Toussaint, sem hlaut viðurnefnið L’Ouverture. Hann kom skipulagi á hinar dreifðu sveitir Haitimanna, batt enda á hryðjuverkin og leiddi þjóðina í frelsisstríð. Toussaint er af mörgum talinn xnerkasti höfðmgi, sem Haiti hefur átt. Hann var harðskeyttur atorku- maður en var þó jafnan mildur og sáttfús við yfirunna fjandmenn. Toussaint átti í höggi við hvert stórveldið á fætur öðru, Spán, Eng- land og Frakkland og hafði jafnan sigur. Napóleon sendi mág sinn le Clerk hershöfðingja til Haiti með mikið lið og fengu hersveitir hans háðulega útreið. Sextíu þúsund Frakkar lágu í valnum og höfðu hersveitir Napóleons ekki beðið annan eins hnekki áður. Le Clerk var hinn færasti maður en ófyrir- leitinn og sveifst einkis. Hann sendi boð til Toussaint og bað hann að koma til fundar við sig, til frið- arsamninga. — Orðsendingunni fylgdu hátíðleg loforð og fullviss- anir um að Toussaint skyldi óá- reittur. Þegar Toussaint kom til ráðstefnunnar, gripu hinir frönsku hermenn hann og vörpuðu honum í fangelsi. Var Toussaint síðan flutt- ur til Frakklands og geymdur í dyflissu suður við landamæri Sviss- lands. Hlaut hann þar svo illa með- ferð að hann lézt innan árs. Sýnir það nokkuð skapgerð hans er hann í fangelsmu mælti við son sinn: „Drengur minn. Það á fyrir þér að liggja að fara aftur til Samt- Dominque. Gleymdu því að Frakk- ar myrtu föður þinn.“ Eftirmaður Toussaint í valdastól var Jean Jacques Dessalines. Negrarnir höfðu haft mikla ást á Toussaint og voru Frökkum æfa- reiðir fyrir svikin. Veittist Dessa- lines auðvelt að eggja þá til dáða. Dessalines var villimaður í saman- burði við Toussaint en var þó rnikl- um hæfileikum gæddur. Árið 1804 lýsti Dessalines yfir sjálfstæði Ila- iti. Hann kallaði sig Jaques I. og þótti ekki minna duga en keisara- nafnbót. En dýrð hans stóð ekki lengi. Hann var myrtur eftir að hafa verið við völd í tvö ár. Við völdum tók Henry Christo- phe, sem síðar varð Henry konung- ur fyrsti. Sagan hefur fellt ærið misjafna dóma um Christophe. Er af ýmsum talið að hann hafi verið frekar ómerkilegur hávaðamaður, kjarkmikill en grimmur. Aðrir skipa honum í flokk merkustu þjóð- höfðingja. John W. Vandercook segir t. d. í bók sinni Black Maje- sty: „Það voru tveir menn, sem báru höfuð og herðar yfir samtíð- ina, Napóleon og Henry Christophe konur.gur Haiti.“ Hvað sem um Christophe má

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.