Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Qupperneq 7
C LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 419 Munir fundnir á öræfum manni að ekki þurfi mikinn jarð- skjálftakipp til að kollvarpa þeim eða vindgust til að feykja þeim burtu. Um eina götu varð mér reikað, þar sem ég sá inn í fangelsisgarð. Var ömurlegt að sjá svertingjana húka þar í hitanum, suma í hlekkj- um. Verðir spíksporuðu þar um á milli fanganna með byssur við öxl. Ekki sá ég nema eitt kvikmynda- hús þó þau kunni að vera fleiri. Einn „næturklúbbur“ er í Port au Prince eða raunar útborginni Peti- onville. Þar er dansað í hringmynd- uðu bambushúsi — Cabane Chou- coune — opið aðeins á laugardög- um. Svo sem geta má nærri, státar Port au Prince af myndastyttum gömlu konunganna og keisaranna. Sérstaklega er stytta Dessalines eftirtektarverð. Andlitsfallið er alls ekki líkt því sem er' á negrum. Dessalines heldur sverði sínu hátt á loft og er hinn vígalegasti. En sagan segir að þetta sé alls ekki hans eftirmynd. Stjórnin gerði út sendimann til Parísar til þess að láta steypa styttu Dessalines en það fór fyrir honum eins og svo mörgum öðrum, að heimsborgin glapti hann. Svo vaknaði hann einn morgun og það rann upp fyrir honum, að hann var bæði styttulaus og peningalaus. Hinn svarti embættismaður fór í öngum sínum til styttusteypara og var þá svo heppinn, að hann gat fengið franskan admirál fyrir slikk. Þessa styttu sendi hann heim, með nýrri áletrun. — Stjórninni fannst styttan svo tilkomumikil, að hún tók við henni í þeirri von, að ekki yrði um of hugað að andlits- fallinu. Ég spurði einn Port au Prins- búa hvort hann tryði þessari sögu. „Já, ákveðið,“ svaraði hann. „Þetta er ekki frekar Dessalines en ég eða þú.“ CUMARIÐ 1713 fundust nokkrir ^ munir á Mývatnsöræfum á milli Þeistareykja og Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Þessum munum var skilað til Benedikts Þorsteinssonar sýslumanns í aprílmánuði árið eftir og helt hann þrjú þing á Helgastöð- um í Reykjadal út af þessu, hið fyrsta 18. júní, næst 28. júní og seinast 27. september. En því mið- ur eru dómabækur hans frá þessum árum ekki til, og verður því ekki séð hverjir fundið hafa, né hvar gripir þessir fundust, en álitamál mun það hafa verið hvort þeir hefði heldur verið í landi Þeistareykja, sem þá var eign Múlakirkju, eða Reykjahlíðar, sem var bóndaeign. Og sennilegast er að það hafi verið grasafólk, sem rakst á munina. Á Alþingi 1715 tilkynnti Bene- dikt sýslumaður þennan fund og lýsti honum, og er lýsing hans á þessa leið: „2 koparhanar, stykki af klukku að vigt ei minna en 2 merk- ur, eitt tin-skerborð, 2 hvaltennur, nokkrir smáir látúnsknappar með tini undir, aðskiljanlegt koparrusl og eirklippur að vigt ei minna en 2 merkur, látúnshringja ein með laufi og sviftum, ryðguð baklöm af kistu, lásbrot og járnloka; þetta allt ryðgað. Virt af 6 mönnum á 30 alnir.“ Óskaði sýslumaður svo úrskurð- ar um það, hvort hann ætti að standa skil á andvirði þessara muna sem konungsfé, eða hvort landeig- andi þeirrar jarðar, þar sem mun- irnir fundust, ætti að fá nokkurn hlut af andvirði þeirra. Lögmenn svöruðu því „að svo fremi engi eignarmaður fyrtéðs góss finnist innan löglegs tíma, þá viti sýslumaðurinn hvað lögmálið skipar um soddan hluti, nær hann hefur hið ítrasta rannsakað um þetta fundna góss.“ Á næsta Alþingi, 1716 (þar sem Benedikt var gerður að lögmanni) lét hann lesa í lögréttu réttarhöld sín í máli þessu, og hafði hann látið alla, er hann yfirheyrði, staðfesta framburð sinn með eiði Er nú ekk- ert á það minnzt hver skuli teljast eigandi þessara muna, heldur sneri lögréttan sér að því að rannsaka, hvort hér hefði verið farið ófróm- lega með fundið fé. Komst hún að þeirri niðurstöðu, að þeir sem mun- ina fundu, hefði fríað sig með sjött- areiði frá grunsemd um það, en á hitt beri að líta að þeir hafi skilað mununum of seint, ekki þó af ill- vilja, heldur af fáfræði. Fyrir slíkt beri að refsa. En þar sem svo sé ákveðið í Mannhelgi 17. kapítula, að dómendur skuli jafnan færa til betra vegar, „þá skulu fyrr áminnztar persónur gjalda til fá- tækra fyrir næstkomandi Mikaels- messu, 10 aura í gildum landaurum, sér og öðrum til viðvörunar í því- líkum tilfellum”. Eins og á þessu má sjá, þóttust dómendur sýna mikla hófsemi og linkind í dómi sínum. Þrátt fyrir það er sektin, sem finnendum grip- anna er gert að greiða, helmingi meiri heldur en andvirði gripanna sjálfra að mati, því að sakfallseyrir var 6 alnir, og sektin því alls 60 alnir. Enginn veit nú hvað um gripina hefur orðið. En eflaust eru þeir týndir fyrir löngu, eins og svo margt annað, sem fundizt hefur hér á landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.