Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Síða 8
cr420 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FRAMTID FLUGLISTARINNAR gDDIE RICKENBACKER, for- seti Eastern Air Lines sagði í lok fyrra stríðsins 1918, að þá væri flugvélar orðnar svo fullkomnar, að ólíklegt væri að neinar meiri háttar endurbætur væri hægt að gera á þeim. Nú eru þessar „full- komnu flugvélar“ ekki lengur til nema sem safngripir. Og í seinna stríðinu voru hinar stóru amerísku sprengjuflugvélar, B-29, taldar vera svp góðar, að lengra yrði ekki komizt. Það voru sjálfir vélfræðingarnir, sem sögðu þetta. En áður en stríðinu lauk, voru þær þó þegar orðnar úreltar. Þær voru ekki nógu hraðfleygar og gátu ekki farið nægilega hátt. Og nú mundu venjulegar farþegaflug- vélar leika sér að því að komast undan þeim. Hinar nýu þrýstiloftsflugvélar fljúga nú hraðara en hljóðið fer, og þær geta komizt í 60.000 feta hæð á nokkrum mínútum. Farþeg- amir verða alls ekki varir við þennan ofsahraða. Þeir sitja mak- indalega í mjúkum hægindastólum og sötra kaffi, eða þeir eru á stjái fram og aftur í hinum fallega sal, og finna alls ekki til bess að þeir eru 12 km uppi í loftinu. Þeir hlusta á útvarp, eða snæða heitan mat og verða ekki varir við loftveiki, því að andrúmsloftið er eins og þeir eiga að venjast, nema ef til vill dálítið þynnra og heilnæmara. Þeim líður sem sagt prýðilega. Hér er um stórt stökk í flugtækni að ræða, þar sem horfið er frá hreyflaflugvélum og teknar upp þrýstiloftsflugvélar. Og þessi breyt- ing hefur skeð á örskömmum tíma. Og nú segja sérfræðingar að engin takmork sé fyrir því hvað fluglist- ★ ★ ★ ★ ★ Hverjar verða framfarirnar næstu 50 árin? ★ ★ ★ ★ ★ inni geti fleygt fram*á næstu ár- um. Spádómar ÞESSIR sömu sérfræðingar spá því, að innan fimin ára muni þrýsti -loftsflugvélar . fljúga í einum áfanga yfir Atlantshaf. Þá verður farið milli New York og London á sex klukkustundum, í stað þess að nú er flugtíminn 12 klukkustundir fyrir utan tafir á lendingarstöðvum á leiðinni. Fred B Lee, flugmála- ráðunautur, hefur og spáð því, að á næstu tíu árum muni farþegum með flugvélum hafa fjölgað meira en um helming, og þá muni um 400 milljónir manna ferðast árlega í loftinu. Menn, sem fara nú að- eins eina ferð á ári, muni þá fara tvær eða þrjár ferðir með flug- vélum. Ferðalög verði þá ódýrari en nú og það verði talið alveg jaín sjálfsagt að fljúga, eins og nú er talið sjálfsagt að-hafa síma og raf- magn. Farþegaflutningar með járn- brautum muni leggjast niður. — Hraði flugvélanna verði svo mikill, að engin ástæða sé til þess að hafa svefnrúm í þeim. Jafnframt verði þá flogið hærra og þar af leiðandi verði flugið miklu öruggara. Hann segir einnig að eftir tíu ár muni það verða alvanalegt að Lundúnabúar skreppi vestur um haf á laugardögum til þess að versla og komi svo heim aftur á sunnudegi. En New York búar muni skreppa til Kaliforníu og Alaska um helgar sér til upplyft- ingar. Meðan á flugi standi muni farþegar skemmta sér við að horfa á sjónvarp eða nýustu kvikmyndir. Þegar komið sé í flughöfn verði þar fyrir koptar, sem flytji fólkið í stað bifreiðanna nú. Koptar verði þá líka orðnir almenningseign og menn hafi skift á þeim og bílum. Þeir verði geymdir í húsagarði og þar stigi fjölskyldan á þá þegar hún vill íyfta sér upp og fara ann- aðhvort upp til fjalla, eða á bað- stað, og hún geti búið í koptanum á meðan staðið er við, enda þótt það sé nokkrir dagar, og eldað þar matinn handa sér. Með öðrum orð- um, fjölskyldan flytur heimilið með sér hvert sem hún fer. Hinn nýi bastarður, sem er að hálfu leyti kopti og hálfu leyti flug- vél, verði orðinn algengur eftir 10—15 ár. Þessi farartæki hefja sig beint upp í loftið eins og koptar, en fljúga svo beint áfram eins og venjulegar flugvélar. Þau verði að- allega notuð til stuttra ferða, eða þar sem skammt er milli borga. A lengri leiðum verði svo aftur hinar stóru hálofts-flugvélar. Um 1970 verði þær orðnar mjög svipaðar Delta-flugvélinni brezku, sem dreg- ur nafn sitt af því að hún er eins og þríhyrna í laginu og líkist því fjórða stafnum í gríska stafrófinu, sem heitir delta. Þá verði að vísu í notkun ýmsar gerðir flugvéla, sem vér þekkjum nú, en aðallega verði notaðar þrýstiloftsflugvélar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.