Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS " 421 Hér sést stærsta flugvélamóðurskip Breta. Það heitir „Eagle“ og er 36.000 smálestir. Þegar myndin var tekin var skipið í kurteisisheimsókn i höfninni Morsel Kebir í frönsku Norður-Afríku. Það eru þrýstiioftsflugvélar, sem sjást á þilfari skipsins. Eftir 20 ár verði flugvélunum að- allega fjarstýrt. Flugmenn verði aðeins með til þess að taka ákvarð- anir, ef þurfa þykir. Ratsjáin verð- ur leiðarvísir flugstjórans í nátt- myrkri og dimmviðri og hún komi og jafnframt í veg fyrir að nokkur hætta sé á árekstri. Öll áhöld verði þá orðin svo fullkomin að flug- stjórinn viti alltaf upp á hár hvar hann sé staddur á hverri sekúndu, og þá verði jafn auðvelt að lenda eins og að fara með lyftu í húsi. Flugvélarnar verði ekki lengur út- búnar með hjól, sem þyngja þær stórkostlega, heldur verði þær látn- ar setjast á sérstaka hjólastóla, og renna á þeim eftir flugvellinum. Meira afl, meiri hraði FLUGFRÆÐINGAR spá því að eftir 20 ár verði enn hugsað mest um meiri hraða og meira afl. Þá muni þrýstiloftshreyfillinn, sem nú er notaður (turbo-jet) verða um það bil úreltur, erx annar þrýsti- loftshreyfill (ram-jet) verða kom- inn í staðinn. En þá muni og rá- kettur verða notaðar til þess að skjóta flugvélunum upp í háloftin, og þar taki hreyflarnir fyrst við. Sumir telja þó að alllangt muni þess að bíða að nægilega ódýr orka fáist til þess að knýa flugvélar með meiri hraða en hljóðið fer. C. W. La Pierre forstöðumaður hreyfla- verksmiðju Electric Company, sem nú smíðar mest af þrýstiloftshreyfl -um, hefur látið svo um mælt að þetta muni ekki ske fyr en 1970. Því að til þess að knýa 125 farþega flugvél hraðara en hljóðið, þarf að minnsta kosti helmingi meiri orku heldur en nokkur þrýstiloftshreyf- ill hefur nú. Og eldsneytiseyðslan yrði ofboðsleg. Hinn 23. nóvember 1953 flaug Scott Crossfields rákettuflugvél, sem smíðuð var hjá Douglas-verk- smiðjunum og náði þá helmingi meiri hraða heldur en hljóðið, eða sem svarar 2125 km hraða á klukku -stund. Orka flugvélarinnar dugði þó aðeins til þriggja mínútna flugs, og á þessum þremur mínútum eyddi hún þremur smálestum af eldsneyti! Tæpum mánuði seinna eða 16. desember 1953 flaug Char- les E. Yeager majór á annarri’rá- kettuflugvél og náði þeim hraða er samsvarar 2560 km á klukkustund! Það er ekki gott að segja hvert næsta hraðamet verður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.