Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Side 10
' 422
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Jarðstjarnan Marz
Eítir David S. Evans stjömufræðing við rann-
sóknastöðina d Góðrarvonarhöfða
Enda þótt margir örðugleikar sé
á því að fljúga hraðara en hljóðið,
hefur Hall Hibbard, varaforseti
Lockhead Aircraft Corporation,
sagt að hann sé viss um, að eftir
25 ár muni allar langferða flugvél-
ar fljúga hraðara en hljóðið. Don-
ald W. Douglas, forseti Douglas-
verksmiðjanna, er á sama máli. Og
hann segir að menn sé nú komnir
vel á veg að finna upp efni í flug-
vélarnar, sem öruggt sé, þrátt fyrir
hina miklu mótstöðu loftsins, þegar
flogið er með slíkum hraða.
«}i
Kjarnorku flugvélar
MARGIR sérfræðingar telja að
eina lausnin á eldsneytis spursmál-
inu sé sú að nota kjarnorku. Margt
bendir og til þess að það muni
takast. Þó vara þeir við of mikilli
bjartsýni í þeim efnum, því að eng-
inn hægðarleikur er að koma kjarn-
orkuvélum fyrir í flugvél. Til þess
að farþegar sé öruggir að verða
ekki fyrir ósýnisgeislum frá kjarn-
orkuhreyflinum, verður hann að
einangrast rækilega, og sú einangr-
un mundi vega allt að því 100 smá-
lestir. Sumir láta sér þetta þó ekki
í augum vaxa. Dr. Plesman, for-
stjóri hollenzka flugvélagsins KLM
spáir því, að kjarnorku flugvélar
muni verða komnar í notkun árið
1975. Slík flugvél mundi vega 150
smálestir og geta flutt 180 farþega.
Hún mundi geta verið á flugi svo
að segja endalaust og hraði hennar
mundi vera um 1500 km á klukku-
stund. Hún mundi kosta um 25
milljónir dollara, eða rúmlega 10
sinnum meira heldur en stærstu
flugvélar kosta nú. En þetta mundi
jafnast upp við það, að rekstrar-
kostnaður hennar yrði svo miklu
minni. Þó eru nú enn margar ráð-
gátur óleystar áður en slík flugvél
kemst á loft.
En þýzka flugmála sérfræðingn-
um dr. Werner von Braun, sem nú
stjórnar tilraunum með fjarstýrðar
PIMMTUDAGINN 24. júní verð-
ur Marz nær jörðinni heldur
en hann hefur verið um 13 ára
skeið.
Marz og jörðin ganga hvort eftir
sinni hringbraut um sólina, en jörð-
in er fljótari í ferðum og hún nær
Marz hér um bil á tveggja ára
fresti. Ekki fara þau þá alltaf jafn
flugvélar í Bandaríkjunum, hefur
komið í hug ný lausn á þessu máli.
Hann vill sameina kjarnorku og
þrýstiloftshreyfil þannig, að flug-
vélin sé knúin áfram með útblæstri,
eins og er í þrýstilofts flugvélum,
en í stað eldsneytis kemur hinn
geysilegi hiti af kjamorkunni. Og
þar sem hann er meiri heldur en
hiti af nokkru brennsluefni, þá
verður hraði flugvélanna meiri en
áður. „Þær munu geta flogið yfir
lönd og höf í 20—25 km hæð og
farið með 3200 km hraða á klukku-
stund“, segir Werner von Braun.
„Þær munu hafa oddhvassa trjónu
og vera smíðaðar úr blendimálmi,
sem þolir hitann af loftþrýstingn-
um.“
Hann hyggur líka að á slíkum
flugvélum verði hægt að fljúga til
annarra hnatta. „Árið 2003 hafa
menn troðið tunglið fótum og þá
verður þegar hafinn undirbúning-
ur að flugi til næstu jarðstjarna‘\
Sikorski, sá sem fann upp koptann,
er á sama máli. Hann segir að eng-
inn efi sé á því að eftir 50 ár verði
það algengt að fljúga út fyrir gufu-
hvolf jarðar. (Úr ,,Awake“).
nærri hvort öðru og líða fimmtán
eða sextán ár á milli þess að
skemmst er milli þeirra. Núna
verður bilið á milli beirra „aðeins“
40 milljónir enskra mílna, en 1956
verður enn skemmra á milli þeirra,
eða um 35 milljónir enskra mílna og
nær komast þessar tvær jarðstjörn-
ur ekki hvor annarri. Slíkt skeður
svo ekki aftur fyrr en árið 1970.
Núna er Marz á suðurhluta
hringbrautar sinnar, svo að á norð-
urhveli jarðar sést hann aðeins
koma upp fyrir sjóndeildarhring-
inn um sumarmánuðina. Þetta er
því óheppilegur tími fyrir stjörnu-
fræðinga á norðurhveli að athuga
hann. En hér á suðurhveli höfum
vér séð Marz koma upp í austri fyrr
og fyrr að undanförnu, og nú kem-
ur hann upp um sólarlagsbil.
Fyrr á þessu ári fór Marz nærri
hinni björtu, rauðu stjörnu, sem
nefnist „Antares“, eða keppinaut-
ur Marz, og þessar tvær stjörnur
eru enn á svipuðum stað á himni
að sjá. Þær eru mjög svipaðar á
lit, en þó er sá munur, að Antares
er alltaf jafn björt, en Marz hefur
orðið bjartari með hverri nóttinni
sem leið, og verður alveg glóandi
rauður í þann mund er jörðin fer
fram hjá honum.
Hér syðra virðist Marz renna
beint upp á himininn og er hér um
bil í miðdepli himinhvolfsins um
miðnætti. Það er fögur sjón á vetr-
arkvöldi. Og óvíða á jörðunni gefst
eins gott tækifæri til þess að skoða
hann eins og á hásléttunum í
Transvaal eða í Orange fríríkinu,