Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1954, Blaðsíða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 427 UMFEHÐARKENNSLA — Bandaríkjamenn eru á undan öðrum þjóðum á flestum sviðum. Hér má sjá hverniff þeir kenna börnum sínum umferðareglur. Hjá skólunum eru gerð stór svæði með akbrautum þvert og endlangt. Og svo fá börnin sína sérstöku bíla til þess að æfa sig á. Hvað ungur nemur, gamall temur! Þegar börnin hafa aflað sér eigin reynslu i akstri, þá er minni hætta á að þau verði ökuníðingar á fullorðinsárum. ótakmarkaða ummyndun skynsemi fóstrar takmarkaða skynsemi hins takmarkaða hugar. Hin ótakmark- aða ummyndun vilja fóstrar tak- markaða ummyndun, einstaklings- vilja hins takmarkaða huga. í sambandi við þessa tvo flokka ummyndana talar Spinoza um þann möguleika að allar ummynd- anir geti horfið aftur til uppruna síns undirstöðunnar (guðs) og sið- an birzt aftur sem nýar ummynd- anir í öðrum eiginleika og þess vegna í algjörlega fjarskyldri mynd. Með þegsu reyndi Spinoza að sýna fraxn á villu Descartes, sero talar um líkama og sál sem eilííar andstæður. Spinoza er á einu máli og Descartes með það að efni (lík- aminn, heilinn) geti ekki hugsað og að hugsun hafi ekki eiginleika efnisins eða geti framkvæmt störf líffæranna, en hann bendir á að fyrst líkami og hugur mannsins séu hvorutveggja ummyndanir hlið- stæðra eiginleika (rúmi og hugsun) séu þau einnig nákvæmar hlið- stæður, þannig að líkaminn svari nákvæmlega til líkamans og líkam- inn huganum. Hugur kornbarnsins er t. d. nákvæmlega jafn óþroskað- ur og líffæri þess. Vöxtur líkamans og hugans haldast síðau nákvæm- lega í hendur o. s. frv. Þetta segir Spinoza að sé hluti hins alheims- lega samræmis, sem stafar af því að allt á sömu undirstöðu. Þetta eru hinar þrjár megin uppistöður í heimsmynd Spinoza: Tilveran öll er ein heild. Hinn innsti veruleiki hennar, undirstaða allra hluta er guð, og hann er því í allri tilverunni. Guð er algjörlega ótakmarkaður. Hann er samnefnari allra eiginleika tilverunnar. Þessir eiginleikar eru ótakmarkanlegir. Hver eigínleiki er veröld út af fyrir sig. Maðurirm þekkir aðeins tvo af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.