Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 763 Xý vasin JJEILBRIGÐI er dýrmætasta gjöf, sem nokkrum manni getur hlotnazt. Áður fyr voru það talin forlög hvort maður naut góðrar heilsu eða var heilsulaus. Van- heilsan var þá talin nokkurs konar refsidómur forsjónarinnar, er menn yrði að bera með þolinmæði og undirgefni undir guðs vilja. Menn vissu þá ekki hve hastarlega þeir guðlöstuðu með þessu, því að for- sjónin leggur ekki vanheilsu á neinn mann. Þar gildir lögmál or- saka og afleiðinga, eins og glöggt hefir komið fram eftir því sem heilsufræðinni hefir miðað áfram. Fyrir nokkrum 'árum var svo talið að heilbrigði manna væri und- ir því komin hve margar hitaein- ingar þeir fengi daglega í fæðunni. Seinna kom svo upp úr kafinu að fleira kom þarna til greina, og þá fundu menn fjörefnin og lífefnin. Og nú var allt undir því komið að líkaminn fengi hæfilegan skammt af þessum efnum, jafnhliða hæfi- lega mörgum hitaeiningum. En nú er hér komin til greina ný vísinda- grein, sem menn nefna „biogeo- chemi“ og hún sýnir, að öllu lífi á unni. Svo náði ég andanum og sá að borðið stóð fram úr öldunni. Ég færði mig framar, svo að end- inn nam við sjó. Og svo lá ég þarna í fullkomnum hvílustellingum, mitt í freyðandi löðri holskeflunn- ar og sá að ég nálgaðist óðfluga ströndina og fólkið, sem þar stóð. En ég komst ekki alla leið til lands á þessari bylgju. Ég var hræddur um að endinn á borðinu kynni að stingast niður í botn, svo að ég færði mig aftar, en fór of langt svo að ég seig aftur af bylgjunni." dagreiri jörðinni er nauðsynlegt að fá ýmis fágæt frumefni til þess að geta þroskazt eðlilega. Á þetta ekki að- eins við um menn, heldur einnig dýr og jarðargróða. Ef skortur er á þessum frumefnum, þá veldur það veikleika, ef of mikið er af þeim, þá getur það valdið sjúk- dómum. í tímaritinu „The Scientific Monthly“ birtist í júnímánuði í sumar grein um þetta efni eftir dr. Harry V. Warden. Skorar hann þar á lækna, jarðfræðinga, jarð- vegsfræðinga og aðra að taka sam- an höndum um að rannsaka hverja þýðingu hin nýu vísindi geti haft fyrir heilbrigði í framtíðinni. Hann bendir á, að 9/10 hlutar jarðskorp- unnar sé settir saman úr 15 helztu frumefnum. Öll önnur frumefni eru af svo skornum skammti og dreifð, að þau eru kölluð dreififrumefni. En með hinum nákvæmu vísinda- áhöldum, sem nú eru til, má finna þessi efni, þótt ekki sé nema millj- ónasti hluti af þeim í sýnishorninu. sem rannsakað er. Mörg af þessum frumefnum hafa úrslitaþýðingu fyrir vöxt og viðgang alls þess, sem lifir og grær. Það er t. d. kunnugt að kindur þurfa kobalt til þess að geta þrifizt, en það er svo örlítið, að það nemur ekki nema einum milljónasta af fæðu þeirra. Skortur á joði getur valdið skemmdum í skjaldkirtli hjá mönnum en fóstur- látum hjá dýrum. Það hefir komið í ljós, að sé of lítið af einhverju frumefni í jarð- vegi, þá hefir það úrslitaþýðingu fyrir gróðurinn. Þetta kom bezt í Ijós í Nýa Sjálandi. Þar var all- stórt landflæmi, sem ekki tókst að rækta fyr en menn dreifðu „molyb- denum“ yfir jarðveginn, að vísu mjög litlu, en það nægði til að gera þarna hið frjósamasta land. Sumar jurtir, sem yfirleitt verða ekki hærri en 3—4 fet, hafa náð 15 feta hæð, þegar fosfór og zinki var bætt í jarðveginn. Aftur á móti getur of mikið af ýmsum frumefnum í jarðvegi valdið sýkingu jurta, og þá einn- ig hjá mönnum, meðal annars krabbameini. Síðan vísindaleg jarðrækt hófst með tilbúnum á- burði, skordýraeitri, áburði til að drepa illgresi o. s. frv., er meiri hætta á því en áður að menn geti fengið of mikið af einhverjum frumefnum. Menn neyta mjólkur úr kúnum, sem aldar eru á grasi, sem ræktað er á vísindalegan hátt, og menn eta kjöt af skepnum, sem fóðraðar eru á slíku grasi og jarð- argróða. Á þann hátt geta frum- efni, sem borin eru á jörðina til þess að auka gróðurmagn, farið hringferð og endað í mannlegum líkama. Getur þá borið til beggja vona um hvort hæfilega mikið sé af þeim. En það er meðal annars hlutverk hinnar nýu vísindagreinar að fylgjast með því, komast fvrir það, hverjum veikindum frumefna- skortur veldur og hverjum veik- indum of mikið af frumefnum veld- ur, einu eða fleirum. Um sum frumefni vita menn bók- staflega ekkert hvaða áhrif þau hafa á heilbrigði manna og dýra og gróður jarðar. Má þar til dæma nefna „cadmium“, nikkel, silfur og gull. Það liggur einnig fyrir hinni nýu vísindagrein að rannsaka þetta. ^^T>®®®G^-3 Uppgjafa embættismaður var orðinn mjög gigtveikur og fór því til læknis. — Getið þér ekki hjálpað mér lækn- ir. Ég hef ekkert viðþol fyrir kvölum í hægri handleggnum. Læknirinn skoðar hann og segir: Það er ekkert að handleggnum. Þetta eru aðeins ellimörkin. — Ekki getur það verið rétt. Ekkert finn ég til í hinum handieggnum og er hann þó jafngamall.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.