Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1954, Qupperneq 11
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hjördís
Sævar,
fyrsta ís-
lenzka kon-
an, sem
gerist loft-
skeytamað-
ur á togara.
manna ýmsa kjörgripi úr búi hans
(þar á meðal bókasafn hans) til minn-
ingar um foreldra sína (11.)
Iðnaðarmannafélag Akureyrar átti
50 ára afmæli (26.)
Umf. Kjartan Ólafsson í Mýrdal átti
40 árp afmæli (30.)
FJÁRMÁL OG VIÐSKIFTI
Viðskiptasamningur íslands og ítalíu,
sá er gilt hefir að undanförnu, var
framlengdur til júníloka 1955 (4.)
Vöruskiftasamningur að upphæð 2
millj. dollara, var gerður við Austur-
Þýzkaland. Meðal annars er samið um
að Þjóðverjar kaupi 10 togarafarma af
ísfiski fyrir ákveðið verð (4. og 5.)
Innflutningsleyfi voru veitt fyrir 30
nýum vélbátum (14.)
Fjárveitinganefnd Alþingis fór
norður á Akureyri og athugaði þar
ýmis mannvirki (18.)
Vísitala framfærslukostnaðar var
óbreytt, 159 stig. Kaupgjaldsvísitala
hækkaði um eitt stig og er nú 149
stig (19.)
Útflutningur í október nam 116.7
milljónum króna og er það met í mán-
aðar útflutningi, og var um 20 millj.
meira en innflutningur nam. Vöru-
skiftajöfnuður 1. nóvember var óhag-
stæður um 203.5 millj. kr. (20.)
FRAMKVÆMDIR
Lendingarstaður fyrir flugvélar var
gerður í Gufudalssveit (4.)
Baldvin Jónsson, Vegamótum, Sel-
tjarnarnesi, hefir fundið upp dún-
hreinsunarvél, sem er svo góð, að hon-
um hefir borizt pöntun í hana frá
Kanada (6.)
Dýpkunarskipið Grettir átti að
dýpka Rifshöfn, en varð að hætta við
vegna þess að sandur hafði borizt inn
í rennuna sem gerð var í sumar, svo
að skipið komst ekki inn í höfn-
ina (6.)
Grundfirðingar hafa stofnað nýtt
verslunar- og útgerðarfélag, sem heit-
ir Grund h.f. (18.)
Kapellu er verið að reisa handa
varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli
(18.)
Bæarstjórn Reykjavíkur hefir á-
kveðið að lúðrasveitir skuli stofnaðar
í skólum bæarins (19.)
Áburðarverksmiðjan framleiðir nú
um 1600 tonn á mánuði, eða 100 tonn-
um meira en ráð var fyrir gert að hún
afkastaði (24.)
Verið er að setja á fót fullkomna
glerverksmiðju í Reykjavík (17.)
Hin fyrsta íslenzka flugratsjá var
tekin í notkun á Akureyri (18.)
767
Leirböð til lækninga byrjuðu í Skíða-
skálanum í Hveradölum (28.)
MENN OG MÁLEFNI
Áfengisvarnaráð opnaði skrifstofu í
Reykjavík (3.)
Eiríkur Pálsson var skipaður skatt-
stjóri í Hafnarfirði (4.)
Birgir Kjaran var endurkosinn for-
maður landsmálafélagsins Varðar í
Reykjavík (4.)
Jón Mathiesen var kosinn formaður
landsmálafélagsins Fram í Hafnarfirði
(11.)
Björn Jóhannsson í Hafnarfirði var
kosinn yfirskoðunarmaður ríkisreikn-
inganna 1953 (12.)
Gunnar Gunnarsson skáld flutti
merkilegt erindi um vestræna menn-
ingu og kommúnisma, og var ekki um
annað meira rætt í höfuðborginni í
þessum mánuði (16.)
Þing Bandalags starfsmanna ríkis og
bæa var háð í Reykjavík. Ólafur
Björnsson prófessor var endurkosinn
forseti sambandsins (17.)
Nær 100 manns lærði svifflug á æf-
ingastöðinni á Sandskeiði í sumar (18.)
Minnisvarði um séra Bjarna Þor-
steinsson og konu hans var afhjúpað-
ur í Hvanneyrarkirkjugarði á Siglu-
firði (19.)
Listdanssýningar hófust í Þjóðleik-
húsinu. Var þar meðal annars sýnt
ævintýrið Dimmalimm kóngsdóttir eft-
ir Guðmund Thorsteinsson listmálara
Minnismerki séra Bjarna Þorsteins-
sonar og konu hans.