Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1955, Blaðsíða 6
98 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Selma Lagerlöf: SEINASTI FIÐLULEIKURINN ÖLLUM þeim mönnum, sem ég hef þekkt, hefur enginn haft iafnríka hæfileika til bess að lesa hugsanir mínar or móðir mín gamla. Síðustu tuttugu og þriú ár- in, sem hún lifði og var hiá mér, fyrst í Landskrónu, því næst í Fal- un og síðast á Márbakka, kom hún mér oft á óvart og lét uppi ýmis- legt, er svndi, að hún vissi, hvað ég var að hugsa. En bá leitaðist ég iafnan við að finna einhveria eðlilega skýringu á besf:um atvik- um og lét mig þau ekki miklu skinta. Eini að síður get ég enn sant smádæmi um huasanaflutning. sem átti sér ptnð milli okkar mæðgn- anna. í það skipti var ég víðs fjarri móður minni, og þess vegna er mér þessi reynsla minnisstæð enn í dag. Árið 1895 sagði ég upp stöðu minni við kvennaskóla í Lands- krónu og gat setzt að þar sem mér léku landmunir til. Ég dvaldist samt enn í tvö ár í bænum snotra við sundið. Vorið 1897 var móðir mín í heim- sókn hjá systur minni í Falun, en maður hennar hafði stöðu við kop- arnámuna þar. Um þær mundir var ég oft ein á gangi í Landskrónu, og þá var það eitt sinn síðdegis að mér flaug skyndilega í hug, að ég ætti að flytjast til Falunar. Þar átti ég systur mína, mág og börn þeirra að. Það var vissulega ofur einfalt og eðlilegt, að ég settist að í grennd við ástvini mína. Það myndi vera gaman, ekki aðeins fyrir mig, held- ur fyrst og fremst fyrir móður mína. Ég' vó og mat af stökustu íhygli öll hugsanleg rök með og móti, en áður en dagur var að kvöldi kom- inn, hafði ég tekið ákvörðun, og þetta sama kvöld settist ég niður og skrifaði móður minni fyrirætl- un mína. Þetta allt var að vísu ekki til- takanlega merkilegt, en hið furðu- lega var, að tveim dögum síðar fékk ég bréf frá móður minni í Falun. Henni hafði ekki enn bor- izt bréf mitt. Bréf móður minnar hófst á þess- um orðum: „Við Gerða höfum ver- ið að tala um það í dag, hve skemmtilegt væri, ef þú flyttist hingað til Falunar... Á blaðsíðu eftir blaðsíðu reyndi hún að sannfæra mig um, að snjall- ræði væri að flytjast þangað. Mér hafði flogið þetta í hug ein- mitt sama dag, sem móðir mín og systir höfðu setið 6g hugleitt það, og bréf ökkar voru rituð sama kvöldið. Hér er annað dæmi: Það var löngu seinna, haustið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.