Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Qupperneq 1
Símon Jóh. Ágústsson: Hugleiðingar um Hávamál frá sálfræðilegu og siðfræðilegu sjónarmiði Fyrirlestur fluttui í Kaupmannahafnarháskóla OÁVAMÁL eru einstætt kvæði í 1 íslenzkum og norrænum forn- bókmenntum. Þau endurspegla lífs- skoðun norrænna manna á vík- ingaöldinni og hugsjónir þeirra um hegðun og manngildi. Um þær eig- um vér margar og merkar heim- ildir í hetjukvæðum, konungasög- um og íslendingasögum, og fer því auðvitað fjarri, að Hávamál sýni oss „allt í gimstein einum“. Ein sú meginhugmynd, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum þau, er hin óbifanlega, en þó ekki skilyrð- islausa trú á mannvitið og gildi þess fyrir heillaríka lífsstjórn. Aðalvið- fangsefni mannvitsins er maðurinn sjálfur og mannlegt samlíf. Hann á að beita því til þess að þekkja sjálf- an sig, stjórna sjálfum sér og til þess að skilja afstöðu sína til ann- arra manpa og stöðu mannsins í alheiminum. Hávamál eru húman- isk í fyllstu merkingu þess orðs. Þekking á manneðlinu er þar sett í öndvegið. Rétt er að víkja nokkrum orðum að Hávamálum almennt og gerð þeirra áður en lengra er haldið. Þau hafa geymzt í hinu fræga Edduhandriti, Konungsbók, Codex Regius, sem nú er í Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn. Handrit þetta er talið vera frá seinna hluta 13. aldar, en ekki vita menn neitt um geymd þess fyrr en það kom í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti 1643, og gaf hann því heitið Sæmundaredda. Einsætt er af ýmsum ritvillum, að Konungsbók er ekki frumrit, held- ur eftirrit eldra handrits, sem eng- inn veit nein deili á. Hávamál eru ekki eitt samfellt kvæði, heldur safn margra sjálf- Símon Jóh. Ágústsson dr. stæðra kvæða og kvæðabrota, sem safnandinn hefur steypt saman á þann veg, að þau bæru sem mestan heildarsvip. Hávamál eru venju- lega greind í sex aðalkvæði auk niðurlagserindis. Heitin á hinum einstöku kvæðum Hávamála eru ekki forn. Fyrsta og lengsta kvæðið, Gesta- þáttur, er um 80 vísur. Kvæðið hefst á ýmsum heilræðum til gests-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.