Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Qupperneq 4
•i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 472 Grænlenzka prestkonan og tvær ungar stúlkur úr ferðahópnum. (Myndin var tekin á ísafirði). eftir sjávarfletinum. Fyr en varði og áður en augað eygði, höfðu þeir hvolft bátnum og stungið sér á höfuðið ofan í vatnið eins og sundfugl. Veiðibrellur sínar sýndu þeir einnig, og var hvort tveggja jafnt, gleði áhorfenda og á- nægja Grænlendinga, sem satt að segja mega vera talsvert hreyknir af veiðimanna yfirburðum sínum og hin- um frábærlega vandaða útbúnaði, bæði á bátunum og sjóklæðum sjálfra þeirra, sem eru gjörsamlega vatns- held. Heimsókn þessi mun lengi í minnum höfð, engu síður meðal ísfirðinga en Grænlendinga sjálfra, sem vafalaust lifa í endurminningu hennar það sem eftir er ævi, svo hrifnir og þakklátir voru þeir. „Eg held þeir vildu helzt verða hér eftir“, sagði nýlendustjórinn*) um þá, rétt áður en skipið fór. En þótt svo yrði eígi, þótt þeir sigldu fleyi „burt frá strönd og ey“, þá verða endurminn- ingarnar eftir, og þær ættu að hvetja oss til þess að bera hlýrri bróðurhug en verið hefir, til þeirrar nágranna- þjóðar vorrar, sem öðrum fremur er afskift ýmsum lífsins gæðum og svift réttindum, sem aðrar þjóðir telja sín dýrmætustu hnoss. ísfirðingar eiga skilið heiður og þökk fyrir alúð þá og umönnun, er þeir sýndu grænlenzku gestunum sín- um í hvívetna, og þá einkanlega mót- tökunefndin, sem lét sér svo mjög hug- arhaldið um að gera þeim þessa fáu dvalardaga á fslandi, ánægjulega og ógleymanlega. Allt snerist um „Gustav Holm“ og Eskimóana þessa daga, sem skipið var í ísafirði. Þeir þóttu ein- kennilegir yfirlitum, breiðleitir, smáeygir og brúnir á hörund. Allir voru þeir lágir vexti og svo fót- nettir að furðu sætti. En hitt vakti þó enn meiri athygli hve kurteisir þeir voru og háttprúðir í allri fram- göngu. Og ekki voru ísfirðingar að hneikslast á því, þótt þeim þætti það dálítið ankannalegt, að konurn- ar höfðu börn sín í bakpokunum þegar þær fóru á bíó. Margir ís- firðingar sóttust eftir kaupum við þá og fengu hjá þeim til minja skó- klæði þeirra. Voru þau úr selskinni og gerð af mesta hagleik, skreytt margskonar útflúri og allavega lit- mrn MHÍ — - 'Zí' »v - *>Það var Petersen nýlendustjóri í Angmagsalik, sem fylgdi þeim norður, og var þar hjá þeim eitt ár. Scoresbysund og nokkur hluti byggðarinnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.