Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 5
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mir «3 FALSVÍSINDI Á RIÐ 1938 var reistur minnis- ** varði tii heiðurs við Charles Dawson vegna þess að hann hefði verið „brautryðjandi í vísindum“. Það var sem sé hann, er hafði fundið Piltdown-manninn árið 1911 — þessa merkilegu beina- grind, sem talin var 500.000 ára gömul og var tvímælalaust „inn týndi hlekkur“ milh mannkyns og apa! Dawson andaðist 1916. En fyrir tveimur árum var frægð hans lok- ið. Það sannaðist þá, að þessi fræga beinagrind var samansafn af göml- um mannabeinum og nýlegum beinum úr orangutóui-apa. — Mannabeinin voru 50.000 ára göml- ul, en svo gömul bein eru til á öllum mannfræðasöfnum í Evrópu. En apabeinin voru ekki nema svo uð. Er sennilega eitthvað til af því enn. „Gustav Holm“ lagði úr höfn í ísafirði réttri viku eftir að hann fór frá Angmagsalik. Gekk ferðin vel og náði skipið heilu og höldnu til Scoresbysunds. Og þar hóf fólk- jð svo lífsbaráttuna að nýu. „ Árið 1926 voru fluttir þangað 10 veiðimenn frá Vestur-Grænlandi, og' árið 1935 var 31 Eskimói frá Angmagsahk fluttur þangað. Höfðu þá alls verið fluttir þangað 120 menn. En við seinasta mann- tal (1950) hafði fólkinu í Scoresby- sund fjölgað rúmlega um helming. Voru þar þá 252 sálir. Þeir lifa 'eingöngu á véiðum, helzt á selveiði, en þó veiðá þeir einnig refi, ís- birni, náhvali o. s. frv. Hefir þeim hðið sæmilega þarna, og betur en -í Angmagsahk. Eiga þeir því Einari Mikkelsen mikið að þakka. sem 50 ára gömul. Þeim hafði ver- ið breytt með efnum til þess að þau liti út sem gömul bein, og jaxl- arnir höfðu blátt áfram verið sorfnir. Hjá Piltdown, sem er um 65 km. suður af London, hafði Dawson einnig „fundið“ allskonar verk- færi úr steini og einnig verkfæri úr herðablaði af gömlum fíl. En hér reyndust einnig brögð í tafli. Þessi verkfæri voru nýlega gerð, en þeim hafði verið breytt með sýrum svo að þau sýndust æva- gömul. Og það er varla neinn vafi á að Dawson hafði gert þetta sjálfur. Hann hafði selt söfnum margs- konar „forngripi“. Þar á meðal voru spjótsoddar úr stéini og ýmis steinverkfæri, en auk þess áxar- blöð úr bronsi. Nú hefir það komizt upp, að allir þessir gripir eru sviknir. Forngripasafnið í Hastings fékk mikið af þessum „forngrip- um“ hjá Dawson, en nú segir safn- vörðurinn þar, J. Manwaring Bein- es, að þeir hafi komizt að því að maður, sem nefndur var Flint Jack, hafi búið til gripi þessa handa Dawson. Meðal gripanna frá Daw- son var einnig steypumynd úr járni, sem talin var elzta járn- steypan, sem fundizt hefði í Ev- rópu. Þá vár þar og skeifa, sem talin var frá miðöldum. Báðir þess- ir gripir hafa reynzt falsaðir. Sama er að segja um „Sögu Hastings kastala“, sem Dawsort þóttist hafa samið. Hún hefir nú reynzt vera úr bók, sem maður nokkur, Willi- am Herbert að nafni, skrifaði fyr- ir einni öld. Hvers vegna gerði Dawson þetta? Það er ekki gott að segja. En mörg dæmi eru þess, að menn hafa reynt að falsa forngripi. Stundum hafa menn gert það í þeim tilgangi að græða á því fé, en stundum hafa vísindamenn sjálfir ,,hagrætt“ hlutunum eins og þeir vildu láta þá vera. Og þess eru dæmi, að starfsmenn hjá vís- indamönnum hafa gert þetta af hugulsemi við þá, svo að þeir finni það, sem þeir leita eftir. (Þess vegna hafa vísindamenn nú strang- ar gætur á samstarfsmönnum sín- um). Sem betur fer hafa slíkar fals- anir reynzt örðugri eftir því sem vísindunum hefir miðað áfram. Nú eru niðurstöður eins vísindamanns nákvæmlega rannsakaðar af öðr- um, og leiki nokkur vafi á um þær, eru þær ekki viðurkenndar. Þess vegna vilja læknavísindin t. d. ekki viðurkenna nein „töframeðul". ----------------o---- Fyrir rúmri öld tilkynnti barón Karl von Reichenbach í víðfrægu tímariti, „Annalen der Chemie und Physick“, að hann hefði fundið ein- hverja furðugeisla, sem hann nefndi „od“. Barón Reichenbach var nafnkunnur efnafræðingur og meðlimur prússneska vísindafé- lagsins. Hann sagði að ekki væri það nema sumir, er gæti orðið var- ir við „od“-geislana, og að þeir væri bæði aðhverfir og fráhverfir. Þessir geislar áttu að skýra mörg dularfull fyrirbrigði, svo sem dýr- segulmagn (dáleiðslu), spákvist- inn og jafnvel draugagang. Var mikið um þetta talað og margar rannsóknir gerðar, en engri til- raunastofnun tókst að hafa upp á þessum geislum, og svo fell. þetta í þagnargildi. Um aldamótin þóttist franskur eðlisfræðingur, Blondlot að nafni, hafa fundið nýa furðugeisla, sem hann nefndi „N-geisla“. Þessir geislar stöfuðu af sumum efnum í myrkri, komu og hurfu, og það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.