Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Síða 6
f 474 W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS voru ekki nema sumir menn sem gátu séð þá. Blondlet gerði ótal margar tilraunir og hann komst að þeirri niðurstöðu að sum efni gæti geymt þessa geisla í sér um aldir. Gull væri bezt, en hvorki alumini- um né jarðolía gæti geymt geisl- ana. Þessu trúðu margir, en hvernig sem aðrir eðlisfræðingar fóru að, gátu þeir ekki fundið þessa geisla. Að lokum komst amerískur vís- indamaður, Wood að nafni, að því, að þetta var aðeins missýning og stafaði frá sjálfu tækinu, sem Blondlot hafði við þessar rannsókn- ir sínar. Nokkuru seinna var mikið talað um hina svonefndu „mitogenic"- geisla. Þetta voru ósýnisgeislar og áttu að koma fram þegar frumur í plöntum skiftu sér. Höfðu þeir að sögn fundist í rótum lauks, sem var að spretta, og uppgötvast á þann hátt, að þeir juku gróður- magn næstu plantna. En eftir nokkrar rannsóknir komust menn að raun um að þetta var tóm vit- leysa. í stríðinu 1914—18 sagði amerískt tímarit frá því að fundnir væri litgeislar. Þetta var löngu áður en menn fundu upp litfilmuna. Var sagt frá því að á Röntgenmyndum hefði skýrt komið fram litir þar sem voru taugavefir eða vöðvar. Rannsókn á þessu sýndi, að hér var um hrekk að ræða hjá enskum herlækni. Hann hafði að gamni sínu pentað liti á filmurnar, áður en mynd var tekin á þær. Þessar myndir komust svo í hendurnar á yfirlækni • sjúkrahúss og þóttu mesta fágæti. En þegar hrekkur- inn komst upp, urðu ýms góð vís- indarit að eta ofan í sig allt sem þau höfðu sagt um þessa merki- legu „uppgötvun“. En sá, er hrekkinn gerði lét sér þetta eigi nægja. Nú fann hann upp „dauðageisla“ og gat sýnt vísinda- mönnum áhrif þeirra. Hann hafði útbúið búr, með þessum dauða- geislum, og inn í það var nú hleypt smádýrum. Um leið og hugvits- maðurinn hleypti á þau dauða- geislunum, duttu þau niður með krampaflogum og voru dauð að lít- illi stund hðinni. Þetta lék hann hvað eftir annað. En vísindamennirnir létu sér ekki nægja að horfa á þetta. Þeir krufðu fórnardýrin til þess að komast að því hvernig þau hefði dáið. Og þá komust þeir að raun um að þau höfðu öll fengið „stryknin“-innspýtingu. Meðan dýrin voru grafkyr í búrum sín- um, náði eitrið ekki fljótt tökum á þeim. en um leið og þeim var sleppt lausum og þau tóku á rás, hreif eitrið. Eitthvert nýasta dæmið um furðulega ósýnisgeisla voru hinir svonefndu „sólarupprásar-geislar" Það voru tveir japanskir lífefna- fræðingar, sem þóttust hafa fundið þá 1941. Þeir hétu Takata og Mura- sugi. Þeir héldu því fram, að stór- kostleg breyting yrði á blóði manna þegar sóhn kæmi upp. Mest yrði breytingin ef menn væri einangr- aðir frá jörðinni, en þó gætti þess- ara áhrifa einnig hjá mönnum þótt þeir væri í djúpum og dimmum kjallara, þar sem engir sólargeisl- ar næði að skína inn. Amerískur vísindamaður eyddi þremur árum í að rannsaka þetta og hann gerði tilraunir á rúmlega 100 manns. Hann hafði til umráða miklu ná- kvæmari rannsóknaáhöld heldur en Japanamir höfðu haft. Og hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir fullyrðingum þeirra. Margar sagnir ganga af allskon- ar furðudýrum, sem eiga að hafast við á lítt þekktum stöðum. Er þar skemmst á að minnast „Snjómann- inn“ í Himalajafjöllum. Myndir hafa verið teknar af sporum hans, en hvort þar hefir verið um mann, apa eða björn að ræða, vita menn ekki. Kennimaður frá Tibet og lærisveinar hans, sem heldu til á háfjalli, þóttust hafa séð „Snjó- manninn“ og lýstu honum svo, að hann hefði verið 8 fet á hæð. Lýs- ingar þeirra á honum þóttu svo merkilegar, að Bretar gerðu út leið- angur vísindamanna til að rann- saka þetta, en um árangur farar þeirrar vita menn ekki. Þá má minnast á „Apamennina í Malaja", sem allt í einu skaut upp í fyrra. Þeir komu fram úr frum- skógunum, kafloðnir og svo ljótir að allir hræddust þá. Þeir töluðu ekki, heldur urruðu og blístruðu og þeir vissu hvaða háskagripir byssur eru, því að þegar þeir sáu mann með byssu, flýðu þeir sem fætur toguðu. Sumir sögðu að þetta mundu vera kynblendingar apa og manna, en þó var þess getið til að þetta mundu vera afkomend- ur hvítar manna, sem hefði lagzt út í frumskógunum. Meira hefir ekki frézt af þessum merkilegu Apamönnum. Þá eru margar sögur um að villudýr hafi tekið manna böm að sér og alið þau upp. Seinasta dæm- ið um þetta er Hindúadrengurinn Ramu, eða úlfadrengurinn, sem mikið hefir verið talað um. Þessi drengur er 9 ára gamall og hann fannst í fyrra á jámbrautarstöð í Lucknow í Indlandi. Margir vís- indamenn hafa athugað drenginn. Sumir hafa komizt að þeirri nið- urstöðu að hann sé fyrsta óræka sönnunin fyrir því að villidýr ali upp börn. Aðrir halda að þetta sé fábjáni, sem fólk hafi viljað losa sig við. Úr þessu verður máske skorið þegar hann vex upp. ----o--- Menn geta komið fram meö hin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.