Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 8
r 476 *■ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FRUMBYGGJAR AMERÍKU GREIN þessi birtist í vetur í tímaritinu „Empire“, sem er Lesbók (Magazine) blaðsins „Denver Post“ í Denver í Colorado. Segir hér frá því hvernig menn hugsa sér nú, að frumbyggjar Ameríku, forfeður Indíánanna, hafi komið þangað og hverjir hafi verið lifnaðarhættir þeirra. rYRIR tuttugu þúsundum ára lögðu nokkrir harðgerir menn, ásamt konum og börnum, út á við- sjála ísbrú, sem var milli norðaust- urstrandar Asíu og „eyar“ nokkurr- ar. Fólk þetta var allt klætt í föt úr loðskinnum, og því tókst að komast yfir sundið. En þetta var Beringssund og „eyan“, sem það kom til. var Alaska. Þetta voru farand-veiðimenn, er fluttu með sér skinnfeldi til að sofa við, áhöld til að hreinsa og elta skinn og spjót með steinbroddum. Þeir ætluðu að kanna þessa „ey“ hafa ef til vill búizt við að veiði- skapur væri þar betri en á megin- landinu. En í staðinn fyrir að vera komnir til eyar, voru þeir komnir til nýrrar heimsálfu og höfðu fund- ið hana fyrstir manna. Þeir heldu ferðalaginu áfram suður Alaska og inn í Klettafjöll. Þó er ekki líklegt að fyrstu land- nemarnir hafi komizt svo langt. Það geta hafa verið synir þeirra, eða sonarsynir, því að enginn veit hve lengi þeir voru á þessari leið. Sennilegt er að landið, sem þeir fóru yfir, hafi að nokkru leyti verið ísi þakið. Það hafa verið leifarnar af hinum mikla jökli, sem eitt sinn lá á Klettafjöllum og sléttunum miklu. En þar sem ísinn hafði bráðnað, hafa þá verið tjarnir og mýrar með miklum gróðri. Engir menn voru þá í þessari miklu heimsálfu aðrir en þeir. Þeir lifðu á veiðum og það voru stór dýr, sem þeir veiddu, svo sem ýms- ar mammút-tegundir, risavaxin leti -dýr og ýmis önnur, sem eru útdauð fyrir löngu. Þessir menn höfðu ekki kómizt upp á að rækta neinar matjurtir, og þeir höfðu þá eigi heldur komizt upp á að búa til leir- ker til þess að sjóða í mat eða geyma mat í. Sennilega hafa þeir etið ber, ávexti og rætur, sem þeir fundu, en aðalfæða þeirra hefur verið kjöt af villudýrum. Ekki er ólíklegt að þeir hafi náð fyrsta mammútnum þannig, að hann hafi verið fastur í keldu. Hafa þeir svo sezt að honum og slegið upp stórri veizlu, er staðið hefur marga daga. Og þá hafa þeir sann- færzt um að mammútkjötið var ágætt til átu. En um það leyti er þeir voru komnir syðst í Kletta- fjöllin, er líklegt að þeir hafi verið komnir upp á lagið að leggja mammútdýr að velli með inum frumstæðu steinvopnum sínum. Um þessar mundir hefur veðr- átta smám saman farið hlýnandi og jafnframt urðu stóru veiðidýrin aldauða. Inn risavaxni Bisonuxi hefur þraukað lengst, en náskyldir honum voru vísundarnir, sem hafa lifað fram á þennan dag. Og þegar veðrátta var orðin álíka hlý og hún er nú á þessum slóðum, var ekki annað eftir stórra veiðidýra heldur en vísundarnir. Þeir voru enn um langt skeið aðal veiðidýr Indíán- anna, þangað til hvítir menn komu með byssur sínar og skutu vísund- ana niður milljónum saman þar til þeim var nær útrýmt. Þetta er lítið ágrip af því sem gerðist í Norður-Ameríku áður en sögur hófust. ★ 20.000 ár er langur tími og það er eðlilegt að menn furði á því að vísindamenn skuli geta sagt með nokkurri vissu hvað gerðist á þess- um tíma. Fornfræðingunum svipar til leynilögreglumanna í starfi sínu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.