Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Síða 12
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' hún beit þann fyrsta. Þessa flugu taldi Lazear hættulega, ef nokkur flugi gæti verið hættuleg. Carroll skildi þegar hvað hann ætlaðist til og bretti upp erminni. Svo lét hann fluguna bíta sig rækilega. Og um kvöldið skrifaði hann Reed bréf, sagði honum frá þessu og lauk frá- sögninni með þessum orðum: „Ef nokkuð er hæft í því að flugur beri pestina milli manna, þá hef ég nú fengið minn skerf.“ Það varð orð að sönnu. Carroll fárveiktist og í þrjá daga var hon- um ekki hugað líf. Þó rétti hann við óg varð albata. Og nú var kenn- ing gamla læknisins sönnuð, flugur báru sjúkdóminn milli manna. Og um sama leyti kom önnur sönnun. Ungur hermaður, William Dean, hafði leyft Lazear að gera tilraún á sér. Hann veiktist þegar, en vegna þess að hann var ungur og hraustur, lagðist veikin ekki jafn þungt á hann og Carroll. Lazear var í sjöunda himni. Hann hafði leyst hina miklu gátu. Ög hann fór að búa sig undir frek- ari tilraunir, er hægt væri að fram- kvæma þegar Reed kæmi aftur. En það fór á aðra leið. Áður en Reed kom andaðist hann úr hinni heift- ugustu hitasótt. — ★ — ÞEGAR Reed kom, tóku þeir til óspilltra málanna. Nú var grund- völlur rannsóknanna lagður. Ekki vildi Reed þó fallast á að það væri áreiðanlegt að Carroll hefði sýkzt af flugu, hann hefði alltaf verið með annan fótinn í sjúkrahúsinu, og hví gat hann ekki alveg eins hafa smitazt þar? En um William Dean var öðru máli að gegna. Hann hafði verið sjúklingur í sjúkrahús- inu Camp Columbia í tvo mánuði og þar var enginn hitasóttar sjúk- lingur. Hann hlaut því að hafa smitazt af biti flugunnar og engu öðru. v Nú ákvað Reed að gera þær rann- sóknir, er tæki af allan vafa í þessu efni. Hann kom sér upp sérstökum læknabúðum. En á hverjum átti nú að gera tilraunir? Hinir voru úr leik. Reed vildi þá gera tilraun á sjálfum sér, en hinir leyfðu það ekki, vegna þess hve mikið væri í húfi. Hann var orðinn fimmtugur og alveg óvíst að hann lifði veikina af. Þá bauð landstjórinn á Kúbu fram verðlaun til þeirra, er vildu láta gera tilraunir á sér, og var það auglýst um allt. Daginn eftir komu tveir ungir menn til Reed og buðust til að vera sjálfboðaliðar. Þeir hétu John Mor- an og John Kissinger. Reed dáðist að hugrekki þeirra og hann sagði: „Ég vona að þið gangið ekki að því gruflandi í hvaða hættu þið steypið ykkur.“ Þeir kváðust vel vita það. Reed mælti ennfremur: „Mér þykir vænt um að geta heitið ykkur þóknun fyrir þetta — hundrað doll- urum ef þið fáið ekki veikina, en tvö hundruð dollurum ef þið fáið hana.“ „Major,“ svaraði Moran, „við ætlumst ekki til neinna launa, og við mundum ekki ganga undir til- raunina ef við ættum að þiggja fé fyrir.“ Af þessu svari varð Reed svo hrifinn að hann sagði í skýrslu sinni til yfirherstjórnarinnar, að aldrei hefði neinn hermaður sýnt meira siðferðisþrek en þessir tveir piltar. — Læknabúðirnar voru ekki annað en tveir kofar og sjö tjöld á ber- svæði. Þær voru kenndar við Laz- ear. Þarna voru 15 menn, nefndar- mennirnir þrír og þrír menn sem vitað var að gátu ekki tekið hita- sóttina, af því að þeir höfðu haft hana áður; voru þeir hafðir til allra sendiferða og aðrir máttu ekki um- gangast annað fólk. Strangur agi var þarna og engum aðkomumanni hleypt inn í búðirnar. Ef einhver, sem ekki hafði fengið hitasóttina, fór út fyrir búðirnar, var honum ekki leyft að koma þangað aftur. Engin hætta var á að flugur kæmi þarna, því allt um kring var harð- velli og hvergi skjól. Og inn 5. des- ember 1900 þótti svo komið, að þessi stöð væri einasti staðurinn á allri Kúbu, sem væri algjörlega laus við hitasóttarsýkla. Agramento hafðist við í hitasótt- ar spítalanum í Havana. Þar var mesti fjöldi sjúklinga, og veikin á ýmsum stigum. Hann sá nú um að tilraunaflugur bitu sjúklingana og bar þær svo sjálfur út í læknabúð- irnar á kvöldin. Og þegar þangað kom, var þeim komið fyrir í hlýum vistarverum og dekrað svo við þær, að aldrei hefur verið farið jafn vel með neinar flugur. Fyrsta tilraunin var gerð á Kiss- inger. Svo biðu menn milli vonar og ótta, en tíminn leið og engin veikindamerki sáust á honum. Þá var tilraunin endurtekin með sömu flugu, en það fór á sömu leið. Þá var þriðja tilraunin gerð. Nú voru fimm flugur látnar bíta hann og höfðu þær allar bitið hitasóttar- sjúkling fyrir hálfum mánuði. Á þriðja degi veiktist hann. Var hann þá fluttur til spítalans og allir lækn ar látnir skoða hann. Engum blöð- um var um að fletta að hann hafði fengið gulu hitasóttina, en þó var hún svo væg, að honum batnaði bráðlega aftur. — ★ — MEÐAN Kissinger beið eftir veik- inni, fór fram undirbúningur að annarri tilraun. Nú var það sannað að flugurnar báru veikina, en þó var eftir að vita hvort veikin gæti borizt á annan hátt, með fatnaði eða þessháttar. Nú var flutt þangað mikið af fatnaði frá sjúkrahúsinu Las Ani- mas og komið fyrir í öðrum kofan- um. Þetta voru nærföt og náttföt, sem hitaveikissjúklingar höfðu legið í og rúmfötin þeirra, storkin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.