Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 Ögnir kjamorkuaidar ÞVÍ hefur almennt verið spáð, að ef mannkynið fremur ekki sjálfs- morð í. kjarnorkustriði, geti hagnyting kjarnorkunnar orðið mann- kyninu til blessunar. Þar se fundinn nýr orkugjafi, sem mannkynið þarfmst svo mjög, þar sé upphaf nýrra framíara í alls konar vísindum. JEn nokkrar viðvörunarraddir hafa þo heyrzt innan um þennan lofsöng. Og þær hafa orðið æ háværari eítir því sem meira er sýslað með kjarnorkuna. Eftirfarandi grein, sem er eftir Guy Waller og birtist í enska blaðinu „The Sunday Chronicle“, tekur þó af skarið. Ií ÚMLEGA hundrað brezkar kon- A,,ur hafa nú þegar hlotið fyrsta skellinn af atómöídinni. Þær haia ýmist alið vansköpuð eða andvana börn. Þetta er sá skattur, sem þær hafa orðið að gjalda vegna aukinna geislana af rúmlega 60 kjarna- sprengjutilraunum seinustu árin. Að ári liðnu munu 100 fleiri — eða jafnvel 1000 — hafa orðið að gjalda inn sama skatt. Þetta er blátt áfram og í stuttu máli það, sem átt er við í viðvörun, sem komin er frá forustumönnum brezka læknavísindaráðsins (The British Medical Association). Og þetta er það sem veldur því að læknar um allt land láta nú í ljós ahyggjur sínar út af ástandinu. Þetta er það alvörumál, sem vís- indamenn hafa verið að þrátta um í mörg ár — fyrir luktum dyrum. Og þetta er aðeins lítið brot aí þeim ógnum, sem kjarnorkuöldin getur leitt yfir mannkynið. Sumir helztu líffræðingar segja nú, að framundan sé meiri hættur en nokkuru sinni haí'a ógnað mann- kyninu. Nóbelsverðlaunamaðurinn amex- íski, prófessor Muller, hefur sagt: „Geislaflóðið er óstöðvandi tíma- sprengja, sem vel getur orðið 20. hluta mannkynsins að bana, að minnsta kosti.“ Prófessor Mather í Birmingham hefur sagt: „Vér munum ekki fá að sjá allar afleiðingarnar af tilraun- um vorum með geislavirk efni, ekki heldur barnabörn vor né barnabörn þeirra. En skaðinn er skeður. Það verðui- ekki aftur tek- ið, sem gert er, og það hlýtur að hefna sín.“ Sir Ernest Rock Carling, ráðu- nautur imianríkisráðuneytisins, hefur látið svo um mælt á fundi vísindamanna: „Það er ekki hægt að skella skolleyrum við því sem er að gerast. Þeir sem betur vita hvernig nú er ástatt og þó fremur hvað í vændum er, verða að skýra heiminum frá því.“ Og hann bætti við: „Mannfræðingar eru ekki í neinum vafa um, að hafi þjóðin ekki þegar orðið fyrir geislunum þar sem kynfrumurnar eru, þá muni þó svo fara, og þetta muni hafa óheillavænleg áhrif á afkom- endurna.“ Og prófessor Harald i Manchest- er sagði við mig: „Líffræðingar, sem vita hvernig komið er, eru eigi aðeins hræddir, þeir eru skelfdir, og ótti þeirra er þeim mun meiri sem þeir vita meira.“ Ástandið er þegar svo alvarlegt, að engin stjórn á Vesturlöndum þorir að segja frá því opinberlega. Það eru eins og samantekin ráð að þegja um það. □ í ÖLLUM lofsöngnum um komandi gullöld kjarnorkunnar, hefur verió gengið fram hjá einni þýðingar- mikilh spur-ningu og þó ennþá þýð- ingarmeira svari við henni: Hvað þolir maðurinn mikla geislan? Heimurinn hefur verið sem dá- leiddur af afreksverkum eðhsfræð- inganna og hefur hvorki haft hugs- un á, né peninga, til þess að finna svar við þeirri spurningu. Eftir 10 ára handahófs tilraunir, er það nú aðeins nýlega að viðvör- unarrödd lif í'ræðinganna hefur heyrzt í'yrir glamrinu um „kjarn- orkubyltinguna“. Fram að því hef- ur á einhvern hátt verið stungið upp í alla þá, sem dirfðust að van- txæysta tilraununum og árangri þeirra. í marzmánuði sJL íuliyrti heil- brigðismálaráðherra Breta að kjarnageislanin væri ekki annað en „skemmtilegt vísindalegt við- fangsefni“. Fjórum dögum eftir að hann sagði þetta í neðri deild brezka þingsins, kom fram miklu alvarlegri skoðun í „British Medi- cal Journal“ (og hefur sú grein áreiðanlega verið sett þegar ræðan var haldin). Þetta var forystugrein og út úr henni mátti lesa, að innan árs mundu hala læðst 130 vansköp- uð eða andvana börn, ei' tij vill 1300. i næstu viku tók blaðið þetta aítur að nokkru leyti. Með vaxandi þekkingu verða horiurnar ískyggilegri. Þexr menn,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.