Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 14
; 50 ^ LESBÖK MORGTJNBLAÐSINS Tilbúna RÁTT fyrir hyggjuvit og vísindi mannanna, hefur þeim ekki tekizt að skoða sig um, eins og þá hefur langað tiL Þeir hafa aðeins komizt um 3 km. niður í jörðina, 4 km. niður í hafið 1 kaffleytum og 25 km. upp 1 loftið. En nú á að leggja meiri áherzlu á það en áður að kanna himin- djúpið og hafa bæði Rússar og Bandaríkjamenn tilkynnt, að þeir muni á næstunni senda gerfihnött — eða tilbúið tungl — út fyrir gufuhvolf jarðar, og er því ætlað að snúast umhverfis jörðina, eins og þáð væri fylgihnöttur hennar. Tveir höfuð erfiðleikar eru það, sem sigrast verður á, til þess að þetta sé hægt. Er þá fyrst að nefna gufuhvolfið sjálft. Loftið er þétt niður við jörð, en smáþynnist allt- af þegar ofar dregur. Vegna þess hvað það er þétt næst jörðu, geta vængjaðar flugvélar haldið sér uppi. Þar er líka svo mikið af ildi í loftinu, að brennsla getur farið fram í hreyflum flugvélanna. Aft- ur á móti veitir ið þétta loft mikla mótstöðu, svo að takmörk eru fyrir því hve hratt verður flogið. En er upp í háloftin kemur, þá verður loftið svo þunnt, að það getur ekki borið uppi vængjaðar flugvélar, og þar er svo lítið um ildi, að hreyflar koma ekki að neinu gagni. Þar verða því ekki notuð önnur farar- tæki en rákettur, sem flytja sjálfar með sér ildi, þurfa enga vængi og geta náð afskaplegum hraða. Kom- ist ráketta út fyrir gufuhvolf jarð- ár .getuf húh flogið þar endalaust, agm4væn!.t þefrri kenningu New- tons, að hlutur, sem settur er á ferð haldi stöðugt áfram þangað til eitthvað verði til þess að stöðva fcann- _________ tunglið Hitt vandamálið er að fást við aðdráttarafl jarðar. Samkvæmt lögmáli Newtons hafa hnettimir áhrif hver á annan með aðdráttar- afh sínu. Og því skemmra sem er á milli þeirra, því meir gætir að- dráttaraflsins. En það er hægt að sigrast á þessum krafti með hraða, eða með því að komast þangað þar sem er „ládeyða", það er að segja þar sem aðdráttarafl margra hnatta er jafnt. Vísindamenn hafa reiknað að farartæki, sem fer með allt að 12 km. hraða á sekúndu, muni geta komizt út fyrir aflsvið jarðar og síðan flogið óhindrað í himingeimnum. Þegar nú á að koma tálbúnu „tungli" út fyrir jörðina, hugsa menn sér það gert á þennan hátt: Tunglið sjálft er ekki stærra en fóthnöttur. Það verður útbúið þremur rákettum, sem taka við hver af annarri og knýa hnöttínn áfram. Upphaflegur þungi er ekki nema um 100 pund. Skeytinu verð- ur skotið þráðbeint upp í loftið, svo að það komist sem allra fyrst út úr inum þéttari loftlögum. Ráketturnar falla sjálfkrafa af um leið og þær eru útbrunnar, og seinast er ekki annað eftir en hnötturinn sjálfur. Þá á hann að vera kominn í 320—480 km. hæð. Þar hefur hann svo göngu sína um- hverfis jörðina sem sjálfstæður hnöttur og hraðinn verður um 30.000 km. á klukkustund, svo að hann ætti að geta farið umhverfis jörðina á 90 mínútum. Ekki er hann laus við aðdráttarafl jarðar og ýmislegt getur orðið honum að farartálma, svo sem loftsteinar. Með hverri hringferð nálgast hann jörðina meir og meir. Eftir nokkra daga — vikur, ef bezt lætur, segja vísindamenn — mun hann þevtast inn í ið þétta gufuhvolf og brenna upp til agna. En meðan hann er á flugi, mun hann endurkasta sólargeislunum alveg eins og tunghð gerir, og í stjörnusjám geta menn fylgzt með ferðum hans. Það má og vera að hann verði sýnilegur berum aug- um, og þá helzt í ljósaskiftunum. Ekki hefur enn verið ákveðið úr hvaða efni þessi hnöttur verður. En hann verður að vera holur inn- an, svo hægt sé að koma þar fyrir alls konar vfsindalegum tækjum, sem útvarpa til jarðar fregnum af ýmsu, sem vísindamenn f ýsir að vita, svo sem um þéttieika lof tsins, veðrið, geislanir, segulmagn og ýmislegt annað. En jafnvel þótt hnötturinn væri heilsteyptur og hefði því engin vísindaleg tæki meðferðis, segjast vísindamenn munu geta lært margt af ferðalagí hans og því hvernig hann leysist upp þegar hann kemur aftur niður í gufuhvolfið. Að baki þessara tilrauna er vonin um, að manninum muní einhvem tima takast að komast út fyrir aflsvið jarðar, máske á tilbún- um hnetti, sem svifið getur enda- laust um himingeiminn. Ung hjón voru á skemmtiferð í Monaco. Það var dýrara að lifa þar heldur en þau höfðu búizt við, svo að eftir vikudvöl áttu þau ekki eftir nema 1 Sterlingspund. — Ég ætla að freista hamingj unnar í spilaklúbbnum, sagði hann og fór svo. Hann vann fertugfalt í fyrsta skipti. Og svo helt hann áfram og vann í hvert skipti. Eftir klukkutíma hafði hann grætt 20.000 Sterlingspund. Þá hugsaði hann sér að græða almennilega og lagði allan gróðann undir — og tapaði. Þegar hann kom heim í gistihúsið spurði konan hvernig honum hefði gengið. — Ég tapaði þessu ema Sterhngs- pundi, sem við áttiuru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.