Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 16
LESBOK morgunblaðsins 55» BRIDGE 4 7 6 4 3 ¥ 9 ♦ 10 9 7 6 2 4 A 5 3 4 A K 2 ¥864 ♦ 33 * K D G 8 « A G 10 8 ¥ A 7 5 2 ♦ K D G 8 4 9 2 A L) » D ¥ K D G 10 3 ♦ Á 4 * 10 7 4 Austur hafði komizt í 4 hiðrtu. S slær út TK oe A drepur og slær svo út trompi. Spilið er tapað ef S spilar rétt. Hann má ekki drepa tromp fvr en í þriðja útspili. Þá er borðið orðið tromplaust, Og þá slær S út tígli tví- vegis, og A verður að drepa með trompi. Nú eiga þeir sitt tromoið hvor A og S. En A má ekki eyða sinu trompi meðan laufás er inni, því að þá er tíeullinn frí hjá andstæðineum. Hann kýs að slá út laufi, en S fleygir 9 í og gefur samherja sínum þar með til kynna að hann hafi aðeins tvö lauf. N drepur því ekki. Slái spilarinn svo út laufi aftur, drepur N og spilar laufi enn, en þá drepur S með trompi. SÍI.D OG SÓLBLETTIR Menn hafa fundið undarlegt og óskiljanlegt samband á milli hinna stóru tímabila síldargangnanna og sól- blettanna. Fvrir rúmum 40 árum gátu menn sýnt fram á, að sólblettirnir koma fram á vissri tiltekinni tíma- lengd. Nú vita menn það, að sólblettir geta haft eða hafa áhrif á ýmislegt hér á jörð, og verður þá mjög eftírtektar- ▼ert, að timabil sfldargangnanna falla svo saman við sólbletta tímabiljn, að þeð gæti virzt vera ekki eingöngu af ti1 -iljun. að síldargðngt’- eru örari og nrn iri þegar sólblet*' sýna *■' . — (1 írkrll prestii’- • ona on V REKAVÍK BAK LÁTUR. — Myndin er tekin af Straumnesfjalli framanverðu. Bærinn var út við sjó við vestanvert Rekavíkurvatnið og sést bæjarstæðið ekki, því fjallið ber á milli. Rekavík hefir nú verið í eyði um árabil. Árið 1703 var kóngleg Majestæt eigandi jarðarinnar, er var ein af svonefndum Aðalvíkurjörðum. Rekavík var nokkur hlunnindajörð. Þar var talin rekavon bæði hvals og viða, heimræði um hásumar, en brimasöm lending. Þegar Þor- valdur Thoroddsen kom í Rekavík árið 1887, var þar bágt ástand, tveir menn sjúkir af taugaveiki, en einn með skyrbjúg. Bæjarhús voru með fornu Hornstrandalagi, gamlir rekastaurar sumsstaðar í veggjum og bæjarstétt úr rekaviði. (Ljósm. Ó. Gunnarsson). FERD UM ÍRLAND Ég fór til írlands, ferðaðist um Suð- ur-, Vestur- og Austur-írland. Var gestrisni íra svo mikil, að hvergi var mér leyft að borga einn eyri úr sjálfs mín vasa. Ég fór á báti um hin fögru Killamev-vötn. Þar er á einum stað bergmálið sjöfalt, þegar kallað er frá borðí á skipi, sem er úti á vatninu. Vestur 6 Hlymrek er allt fólk írsku- mælandi, en við höfðum túlk í viðlög- um. Víða hlupu börn á eftir hestvagni okkar — bílar voru þá fáir og ónýtir — og börnin báðu um „a penny for a book“ — 10 aura til þess að kaupa bók. Héldu börnin að útlendingar væru eins bókelskir og frar og mundu fúsir gefa þeim eitthvað til bókakaupa. „Margur heldúr mann af sér.“ Á Vestur-írlandi eru íslenzkir torfbæir, og eru svín og hæns þar innan um fólkið. (Dr. Jón Stefáns sonl. SELSKINNS FÖT Haustið 1863 strandaði skip fyrir innan Skaga. Það var enskt, frá Glas- gow, og kom frá Grafarósi fermt kjöti, gærum, tólg og niðursoðnum laxi. Allt sem náðist var selt á uppboði og var það fjölmennt. Komu þeir þar innan úr Reykjavík Sveinbjörn Jakobsen, Geir Zoega og fleiri. Uppboðsdaginn var norðan bálviðri með frosti. Sýndist mér allir bera sig illa af kulda nema einn maður, en það var Sveinbjörn kaupmaður Jakobsen. Hann var í sel- skinnsbrókum heilum niður úr, með stígvélasólum neðan í og selskinns- stakki með hettu upp yfir höfuðið. Hvort þessi föt voru frá Grænlandi, eða hér til búin, veit ég ekki. (Finnur á Kjörseyri). KÚABÓLUSETNING fór í fyrsta skipti fram hér á íslandi árið 1786. Segir Espólin svo frá: „Bóla var 1 landi hér og gekk fyrir sunnan, en eftir um sumarið var þurrt og færð- ist hún þá norður; andaðist í henni margt ungt fólk efnilegt. Sett var sum- um bóla, og hafði það ei gjört verið fyrri, lifðu þeir flestir."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.