Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 8
44 -T L£SBÓK MORGITNBLAÐSINS Afreksverk æskumanns AFREKSVERÐLAUN Sjómannadagsins árið 1955 hlaut ungur ísfirð- ingur, Gísli Jónsson að nafni, fyrir frábæra framgöngu og leiðsögn við björgun skipverja af togaranum „Agli rauða“, sem fórst s. 1. vetur. Gísli er fæddur á Sléttu í Sléttuhreppi 8. janúar 1937, og var því aðeins 18 ára er tíðindi þessi gerðust. Hann fluttist til Isafjarðar 1948 og hefir átt þar heima síðan og stundað sjóróðra þrjá undanfarna vetur. Afrek hans er svo merkilegt, að það ætti að verða öðrum íslenzkum æsku- mönnum hvöt til dáða og drengskapar, og þess vegna hefir Lesbók aflað sér frásagnar hans sjálfs af atburðunum. LAGT AF STAÐ FRÁ ÍSAFIRÐI KAÐ VAR að kveldi hins 27. janúar s. L, á milli kl. átta og níu, að mér varð gengið niður 4 Bæjarbryggjuna, þar sem báturinn okkar lá. Við höfðum verið í land- legu og veðurspáin var ekki glæsi- leg, svo að ákveðið var að bíða til morguns. Kalsaveður var og snjókoma, en ekki mikið frost. Ég var lítt klæddur og hafði ætlað að fara. í kvikmyndahús þá um kvöld- ið. — Kvisast hafði út um bæinn, að togarinn „Egill rauði“ hefði strand- að einhvers staðar norður undir Grænuhlíð — en hvar, vissi ég ekki. Ég hafði heldur ekki heyrt um, að neinn björgunarleiðangur yrði sendur frá ísafirði. Þegar ég kom niður á bryggjuna hitti ég þar fyrir hóp manna og varð þess vísari, að þetta var björgunarsveit undir stjórn Símon- ar Helgasonar hafnarvarðar, sem var að leggja af stað norður og ætlaði að freista þess að bjarga áhöfn „Egils rauða.“ Sögðu þeir mér, að togarinn hefði strandað innarlega á Grænuhlíð — við svo- nefndar Hafnir — en það er skammt frá þeim stað, þar sem ég er fæddur og uppalinn til tíu ára aldurs. Kváðu þeir veður svo slæmt þar norður frá, að þeir vissu ekki hvar bezt yrði að taka land, því að enginn þeirra var kunnugur á þessum slóðum. Var ég spurður hvort ég væri fáanlegur til að koma með, þar eð ég var staðhátt- um kunnugur. Átta ár voru nú lið- in frá því að ég hafði flutzt frá Sléttu, en samt áleit ég mig geta leiðbeint björgunarleiðangrinum, svo að ég var reiðubúinn til far- arinnar. En það var ekki langur tími til stefnu, Vélbáturinn „Heiðrún“ lá tilbúinn við bryggjuna og björgunarsveitin var að stíga um borð. Ég hljóp því niður í pkkar bát, sem lá þar skammt frá, sótti stakk og stígvél, og stökk síðan um borð í „Heiðrúnu“, er lét þegar frá bryggjunni. KOMIÐ AÐ STRANDSTAÐNUM Það hafði hvesst nokkuð og þeg- ar norður yfir Djúpið kom jókst sjógangurinn töluvert. Niðamyrkur var á og blindbylur. Ferðin gekk samt vel, og að strandstaðnum komum við laust fyrir miðnætti. Voru þar samankomin mörg skip. M. a. voru þar togararnir „Aust- firðingur11 og ,.Andanes“, er tóku mikinn þátt i björgunarstarfinu, en varðskipið „Ægir“ var þá rétt ókomið. Skipin beindu kastljósum sínum að Agli, en vegna fannkomunnar Gísli Jonsson með afreksverðlaun sin sást ekki í land nema endrum og eins. Mátti þá greina Egil sem litla þúst í brimrótinu — en það var geisilegt. Var nú ráðgast um hvað gera skyldi. Vonlaust var með öllu að reyna landtöku á þessum slóðum; bæði var brimið ofsalegt og svó er strandlengjan hér öll mjög stór- grýtt. Ákveðið var að halda inn eftir Hesteyrarfirðinum og reyna landtöku við Hesteyri. Létu Aust- firðingsmenn björgunarbát með níu manna liðsauka innanborðs reka upp að „Heiðrúnu“, og kom- ust þeir klaklaust um borð. Síð- an var haldið á stað í fylgd með „Ægi“ og togaranum „Andanes". Reynt var að lýsa upp ströndina með kastljósum, en eins og áður segir, var fannkoman svo mikil, að vaxt sást út úr augum, og þess

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.