Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLADSDTS 31 Mestu jarðskjálftar á fyrra helmingi þessarar aldar TIAUÐ er að um ein rnilljón jarð- skjálfta verði á hverju ári. Flestir eru svo vægir, að þeirra verður ekki vart nema á jarð- skjálftamæla. Sumar jarðhræring- ar stafa ekki af því, að umbrot se í jörðinni sjálfri heldur af miklu brimi eða stormum, með öðrum orðum af hamförum lofts og lagar. En þær hræringar eru staðbundnar. og valda ekki tjóni. Um 100.000 hræringar finnast á stórum svæð- um á hverju ári, þar af eru taldir 100 miklir jarðskjálftar, og 10 af þeim valda oftast stórtjóni. Margir af þessum miklu jarðskjálftum eiga upptök sín á mararbotni. Mestu jarðskjáiftar á þessarí öld, eða þeir, sem mestu tjóni hafa valdið, eru þessir: 1902 á Martinique í Vestur-Indí- um. Þá fylgdi eldgos og rifnaði og tættist sundur fjallið Pelée. Eyði- lagðist þá borgin St. Pierre og fór- ust 30.000 manna. 1906 í San Francisco. Hann staf- aði af því að jarðlög gengu á mis- víxl í gríðarmikilli jarðsprungu, sem kennd er við Sankti Andrés. Fjöldi húsa í borginni hrundi og svo kom þar upp óviðráðanlegur eldur. Þar fórust 700 menn. 1912. Þá rifnaði fjallið Katmai í Alaska og varð af ógurlegt gos, með miklum jarðskjálfta. Sprakk þá og sundur jörðin á stóru svæði og myndaðist þar dalur, sem síðan er kallaður Þúsundreykjadalur. Um manntjón er ekki getið, enda var lítil byggð á þeim slóðum, «r jarðskjálftinn náði yfir. 1920 varð ógurlegur jarðskjálfti í Kansu-héraði í Kína. Hrundu þar tíu borgir en 180 þúsundir manna fórust. 1923. Þá varð inn mikli jarð- skjálfti í Japan, er höfuðborgin Tokyo hrundi og brann. Þar fórust 143 þúsundir manna. 1946 varð mikill jarðskjálfti á sjávarbotni út af Dutch Harbor í Alaska. Myndaðist þá ógurleg flóð- bylgja, sem skall á Aleuteyum og vesturströnd Ameríku, og síðan á Hawaii-eyum, þótt þær sé langt í burtu, gekk þar á land og eyðilagði byggðir, svo að 10 þúsundir manna misstu heimili sín, en 200 fórust. 1950 varð í Asíu inn mesti jarð- skjálfti, er nokkuru sinni hefur komið síðan jarðskjálftamælingar hófust. Hann náði yfir Assam, Tibet og Indland, en engar skýrsl- ur eru til um það, hve margir fór- ust í þeim hamförum. Svo var þessi jarðskjálfti mikill, að hann breytti landslagi víða á þessum slóðum, jafnaði hæðir og hálsa við jörðu og breytti farvegi fljóta. Ótöluleg- ur fjöldi þorpa hrundi í grunn, brýr brotnuðu og járnbrautir tætt- ust upp á marga mílna svæði. Þessi jarðskjálfti stafaði af „vaxtar- verkjum" í Himalajafjöllum, en þau hafa verið að smáhækka um milljónir ára. Þegar f joll eru að hækka, verður ógurtegur þrýstingur á jarðlögun- um ið neðra og þessi þrýstingur eykst smám saman þangað til eitt- hvað verður undan að láta. Þess vegna eru og jarðskjálftar tíðir á endlangri vesturströnd Ameríku, því að f jallakeðjurnar þar eru allt- af að hækka. Mestu jarðskjálftar stafa af þess- um fæðingarhríðum fjallanna og þegar jarðlög ganga á misvíxl. Ura alla jörðina eru ógurlegar sprung- ur, sumar gapandi enn, aðrar huld- ar af umbyltingum jarðskorpunn- ar um milljónir ára, en sumar á hafsbotni. Tvær af þessum sprung- um hafa verið uppgötvaðar nýlega. Er önnur þeirra suður í Kyrrahafi og er um 2300 km. löng, nær h milli Tonga og Kermedec eya. Hin er einnig í Kyrrahafi og er nær helmingi lengri. Liggur hún svo að segja samhliða strönd Suður-Ame- ríku. Talið er að báðar þessar sprungur sé svo djúpar að þær nái um 650 km. niður í jörðina. Þegar misáig verC- ur í börmum slíkra sprungna, getur það verið aðeins á litlum bletti, en það getur líka náð yfir stórt svæði. Ofsi jarðskjálftanna fer eftir þvi hvað missigið er mikið og hve langt svæði það nær yfir. Enn er ótalin ein tegund jarð- skjálfta, enda er skammt síðan að menn veittu henni athygli. Það er eigi aðeins að aðdráttarafl tungls og sólar valdi flóði og fjöru í höf- unum hér á jörð, heldur togar það einnig í jörðina svo að hún þenst sundur og hnígur sitt á hvað. Mönnum virðist sem jörðin sé mjög föst fyrir og óbifanleg, en samt heí'ur hún það þanþoL að nokkurs konar flóðbylgja fer yfir hana einu sinni á hverjum sólar- hring. Þessi „bylgja" er ekki há, ekki nema nokkrir þumlungar, og menn verða hennar alls ekki varir. En samt getur hún átt þátt í því að jarðlög raskist, bæði þegar hún rís og hnígur, og af því stafa jarð- skjálítar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.