Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 1
3. tbL XXXI. árg. Sunnudagur 5. febrúar 1956 NORSKU VÍKINGASKIPIN g Y Q D ö Y er talin úthverfi Óslóborgar. En hvílíkt út- hverfi! Hvílíkt ævintýraland fyrir alla þá, er unna norrænni menn- ingu! Fyrir Norðmenn gæti þetta kallast hiartastaður landsins. míð- stöð bióðlegrar menningar frá þxn er sögur hófust. Og fyrir fslend- inga er þetta einnig merkilegur staður, því að þar má fá vitneskiu um ýmislegt til aukins skilnings á fomritum vorum og uppruna ís- lenzkrar þjóðmenningar. Fvrir 60 árum var Bvgdö ekki merkari en hver annar staður við Víkina. Hún hafði bað til síns ágætis að þar var undra fagurt og þar var gott loftslag, pn svo var um marga aðra staði. Þá grunaði engan að Bvgdöv ætti eftir að verða það sem hún nú er. Árið 1894 var hálfþrítugur mað- ur, cand. phil. Hans Aall, sendur um Haddingiadal, Naumudal og Þelamörk til þess að safna fom- gripum. Þar var úr nógu að velja, svo auðsætt var að erindið mundi ganga vel. En hann sá þar fleira, en þá gripi, sem honum var falið að safna. Hann sá að hér var fom menning á glötunarbarmi. Hér var enn ótal margt, sem hægt var að bjarga, ef hafizt var handa, en það var utan við verkahring hans. Þess vegna spurði hann sjálfan sig hvort ekki mundi það fánýtt starf er hann hafði með höndum, að bjarga nokkrum gömlum munum, þegar miklu dýrmætari menningararfur væri í veði. Var ekki hægt að safna þessu öllu saman, skapa úr því þjóðlífsmynd, er sýndi sögu og háttu þjóðarinnar um margar aldir? Hann vissi alls ekki hvernig þessu skyldi komið í framkvæmd. Hitt var honum ljóst, að hér var um stofnun einhvers ins stærsta safns að ræða. Þegar hann kom til Óslóar um haustið, sneri hann sér til próf. Moltke Moe, og tók hann vel undir hugmyndina, en ráðlagði honum að fara til Gustav Storms prófessors og tala við hann. Storm leizt líka vel á hugmyndina og hét þvf að verða formaður í félagi, sem tæki þetta mál að sér, ef Aall vildi verða ritari. Síðan var leitað til ýmissa málsmetandi manna og fengin liðveizla þeirra. Og inn 19. desember var svo hald- inn fundur, þar sem stofnað var „Norsk Folkemuseum" og „Foren- ingen for Norsk Folkemuseum". Gínandi trjóna á súlu úr Ásubergsskipinu í lögum félagsins var stefna þess mörkuð skír og ákveðin: „Safnið safnar og hefir til sýnis allt varð- andi menningarlíf norsku þjóðar- innar“. Saga félagsins og safnsins skal ekki rakin hér. Þess má aðalns geta, að það fékk stórt landsvæði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.