Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 14
^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ 82 ' Hvaðan eru rúnirnar komnar? Heimildir Snorra [ IVR. PHIL. S. A. ANDERSEN hef- ur ritað grein um uppruna rún- anna og hvað menn hafa sagt um það áður. Minnist hann fyrst á þá frásögn Snorra Sturlusonar, að Oðinn hafi flutt rúnirnar á Norður- lönd. Samkvæmt frásögn Snorra hafi Óðinn verið konungur í Ás- garði, en farið þaðan í þann mund er rómverski herforinginn Pompej- us herjaði i Litlu Asíu, og hafi það því gerzt um 70 árum f. Kr. Óðinn muni hafa átt heima í Frygíu, en það er sá hluti Litlu Asíu, sem liggur næst Hellusundi og Sævið- arsundi, einmitt á þeim slóðum þar sem in fornfræga borg Trója stóð. Samkvæmt þessu ætti rúnirnar því að vera upp runnar í Litlu Asíu. Höfundurinn segir ennfremur: — Árið 1874 gaf danski rúnafræðing- ! urinn Ludvig Wimmer út stóra bók um rúnir. Helt hann því fram þar, að rúnirnar væri ekki annað en ! latneskir bókstafir og hefði borizt til Norðurlanda eftir Kristfæðingu, ' en að vísu nokkuð breyttir, til þess að hægara væri að rista þá. Hann færði svo mikil rök fyrir máli sínu, að menn töldu lengi að þarna væri þessi gáta leyst, enda þótt hann hefði ekki getað gert grein fyrir hvemig á því stendur að rúnastaf- rófið er allt öðru vísi en ið venju- lega stafróf. Svo kom norski rúnafræðingur- inn Sophus Bugge og sagði að vel gæti verið að nokkrar rúnir væri af latneskum uppruna, en lang- flestar væri þær teknar eftir gríska stafrófinu. Sænski lunairæóingurinn Otto övéfengjaniegar von Friesen fellst fljótt á að þetta væri rétt, rúnirnar mundu vera af grískum uppruna. En svo kom Norðmaðurinn Carl Marstrander og sagði að rúnirnar væri komnar úr etruskisku (norður ítölsku) staf- rófi, en þó orðið fyrir nokkrum áhrifum af latneska stafrófinu. í sama streng tók finnski vísinda- maðurinn M. Hammerström. Hafði þá verið kveðin niður kenrjng Wimmers, er svo lengi hafði gilt. Það er ekki neinn vafi á því að rúnastafrófið, etruskiska, griska og hebrezka stafrófið (og mörg fleiri), hljóta öll að vera komin frá eldra stafrófi, sem menn telja komið frá Fönikíumönnum, hvort sem það er nú rétt eða rangt. Þó er að minnsta kosti víst, að Grikkir fengu sitt stafróf frá Fönikíumönnum fyrir rúmum 3000 árum, og þess vegna hafa grísku bókstafirnir verið kall- aðir föníkiskir bókstafir. Það er því vænlegast til samkomulags að segja að rúnirnar sé upphaflega frá Fönikíumönnum komnar, og að svipur þeirra af öðrum stafrófum stafi af því, að öll stafróf sé skyld. Þótt tveir stafir í tveimur stafróf- um sé líkir, er það engin sönnun þess að annar stafurinn sé stældur eftir hinum, heldur stafi þetta að- eins af því, að stafrófin sé skyld. Um hitt má svo deila hvaða rúnir líkist stöfum í öðrum stafrófum. Það mun þá koma í ljós, að gamla rúnastafrófið, eða ,,fuþark“, eins og það var nefnt, hefur enn á sér svip af gamla iömkiska stafróf- inu. í gríska og latneska stafrófinu haía nokkur tákn ins eldia stafróís fallið niður, en eru enn í rúnastaf- rófinu. í upphaflega stafrófinu voru aðeins samhljóðendur, en Grikkir breyttu nokkrum stafa- táknunum í hljóðstafatákn. Sama hefux’ verið gert í rúnastafrófinu, en þar hafa önnur stafatákn verið valin hljóðstöfum. Þar er athyglis- vert að M-táknið er gert að hljóð- staf (e) i rúnastafrófinu. Á þessu má sjá, að rúnastafrófið er mjög gamalt, jafnvel eldra en gríska stafrófið. Það kemur því ekki til mála að það sé leitt af etruskisku né latnesku stafrófi, enda hafa rúnirnar sín eigin heiti, eins og bókstafimir í gríska staf- rófittu, en í etruskisku og latínu er kveðið að stöfunum, eins og nú er gert, bé, cé, dé, eff, gó, há o. s. frv. Snorri gamli hefur rétt að mæla, þegar hann segir að Óðinn hafi komið með rúnirnar á Norðurlönd. Rúnastafrófinu er skipt í þrjár „ættir“. Þannig var einnig gríska og hebrezka stafrófinu skipt í þrjá flokka og voru 9 stafir í hverjum flokki. En það var gert vegna þess, að þar táknuðu bókstafirnir einnig tölur. Fyrsti flokkurinn táknaði tölurnar 1—9, í öðrum flokki voru tugirnir 10—90, og í þriðja flokki hundruðin 100—900. Nú var staf- rófið sjálft ekki nema -24 bókstafir, eða 8 í hverjum flokki. Einn stafur í hverjum flokki var því aðeins tölustafur. Upphaflega var rúna- stafrófið einnig 24 stafir, 8 í hverri ætt (seinna kom 16 rúna stafrófið). En hvernig stendur þá á því, að stafaröðin er öll önnur í rúnastaí- rófinu heldur en í öðrum stafróf- um. Úr þessu hefur enn eigi verið leyst, en þegar sú raðning er fengin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.