Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 11
V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3» Í9 Næturgestur staulast nú um ein- stígið ofan af fjallinu. Undir er fögnuður álfa og vætta. Á rrýárs- nótt leysist allt úr læðingi: „stein- ar tala og allt hvað er."---------- Veðri er svo háttað, að nú er ný- uppstytt eftir snjóhríðarveður. — Vetrarríki er hér óvanalega mikið í ársbyrjun. Veðrið er unaðslegra en orð fá lýst — stjömubjart, brag- andi norðurljós og tungl í fyll- ingu. — Algjörlega tilgangslaust að ætla með orðum að lýsa þeim tak- markalausu töfrum er næturgest- urinn nýtur einn í þessum undra- heimi. Glys og prjál allra höfuð- borga heims, flugeldar og flangs, er auðvirðilegasta hræsni, hjóm og hégómi hjá þeirri óumræðilegu upphiminsdýrð er augað lítur og andinn nýtur nú, — hér uppi í öræfatign almáttugs skapara him- ins og jarðar. Næturgesturinn leitar náðar drottins og helgar sig honum um leið og hann staulast ofan einstíg- ið inn í rökkurkjamann við rætur hamraveggjanna undir háfjallinu. Og vetrarbraut í vafurlogans hjúp hann vefjast sá og hverfa í næturdjúp.------ Og rökkurtjaldið rís — skugga- höttur hangir. Fjallið breytist! Er nú næturgestur bergnuminn? Það var eins og hann hefði skyndilega komizt undir einhver álðg, þegar hann fór undan stjörnubjörtum himni með fullum mána og flögr- andi norðurljósum, inn í rökkrið undir þykkum hamraveggjum bergkastalans. Honum varð innan- brjósts eins og væri hann kominn í einhvern annarlegan ævintýra- heim. Þegar augu gestsins hðfðu vanizt því dularfulla Ijósi er lýsti sem eimyrja inn í sjálfum dumb- rauðum rökkurkjarnanum, undir og allt um kring í flughomrum hengibrettunnar, sé hann að raun- verulega var hann staddur í galdraveröld þar sem flug tímans var f jötrað, nú augnabliksins bund- ið og komið í kyrrð, en öll fram- þróun umliðinna eilífða áttu þau víðerni og þær veraldir er birtust í berginu sem mannkynjaðar myndir, fjörvifullar, með lifnaðar- háttum liðinna tíma.----------- Fjallið opnast! Og í gegnum forsali og súlna- göng er gestinum ekið í einhverj- um undravagni. dregnum af dýr- um, er einna helzt líktust risa- stórum fannhvítum köttum Á fleygiferð er ekið fram hjá heilum hópum af glaðværu og góðlegu skrautbúnu fólki, sem heilsar gest- inum og hyllir hann. Flest var fólkið í bláum og rauð- um klæðum, alsettum glitrandi perlum og gimsteinum. Margar konur báru á höfðum eitthvað er líktist fagurlega gerðum tágakörf- um á hvolfi, alsettum perlum elleg- ar ópölum. Salir allir ummálsmiklir með súlum, svölum og hvolfþökum. Staðnæmzt er í stórum sal, þétt- skipuðum skrautbúnu fólld. Leit .næturgesturinn þá á sjálfan sig og sá, sér til undrunar, að hann er klæddur og kominn í skósíða skikkju, bláa, gullbrydda og al- setta glitrandi perlum, með kostu- legan hatt á höfði, en á fótum skó af rauðu flosi. Hvar hann hefur fengið þennan skrúða og hvernig komizt í hann, er honum hulið. Næst sér næturgesturinn að um hann hafa verið slegnir þrír fólk- hringar; hann sjálfur er orðinn eins og miðdepill innan í þreföld- um hring af konum og kSrlum. í innsta hringnum eru átján yngis- menn og átján vngísmeyar o? er hvert par sérskilið. piltur og stölka í pari og snúa bðkum saman, en hliðinni inn í hringinn til gestsins, er myndar míðdepilinn. Naasti hringur er nákvæmlega á sama hátt skipaður konum og körlum, jafnmörgum af hvoru kyni og hagar sér að ðllu leyti cins og innsti hringuririn, nema þar er fólk allt nær mÍðaWra að sjá. Loks er yzti hringnrinri eins skipaður, nema þar erU aldraðar konur og öldungar, silfurhært og frábærlega frítt og góðlegt fólk. eins og allt hinna, og baúð áf sér góðvild, traust og þakka. Þá koma svífandi inn í salinn, líkt og í lausu lofti, fjöldi drykkj- arhorna, fagurformaðra og skraut- búinna, fyllt gullnu, freyðandi víni og staðnæmizt fyrir framan hvern og einn, mann og konu, og eitt horn undrafagurt fyrir framan gestínn; en hver og einn, í öllum þrem hringunum, lyfta horhi sínu og hylla gestinn. Þá opnast svalir eins og sjónar- svið og birtast þar í hásæti, dýrð og veldi, konungur og drottning bergvættanna ásamt risavöxnum varðmönnum til beggja handa, skrauti búnum í blátt og rautt. En allur skarinn umhverfis gestinn, og eins hann sjálfur, lyfta hornum sínum með syngjandi árnaðarópi og hylla konungshjón bergvætt- anna; en konungur og drottning aðhafast eins, lyfta hornum sín- um og bjóða alla velkomna, gesti og gangandi, heima og heimán. — Konungur bergvættanna mæltist máls, ræmdist mjúkt og hlýtt, og þó styrmisterkt, í og með eigin hrynjanda og eðlisskifting: jörð, vatn, loft, eldur, ljósvaki, hugur, mannvitund og sérvitundr — allt í hreyfing orðanna. Var sem þundr- uð hátalara byldu bergveggmn, þó með þýlyndi. eins og súgandi hljóð farkostar er fluggengur siáv- arsval. (En hula féll fyrir; sviðið og gerði sjílfan hann og sveit hang óséna): .. „ „Rís upp! Vak! VaknilJ!, AUir þér undir stiðrnum himin»ns. er eifið merki eðalsteinanna: itjörnuóiial-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.