Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 4
I 72 LESBÖK MÖRGUNBLAÐSINS Grafhýsi á Gaukstaðaskipi Grafhýsi á Ásubergsskipi vita nú eigi glöggt hvar Geirstaðir hafa verið, en samkvæmt Fornrita- útgáfunni hafa«þeir verið talsvert sunnar en Gaukstaðir. Kjölurinn undir Gaukstaðaskip- inu er 20,10 m. langur, en sjálft er það 23,30 m. stafna á milli, og um miðju er breiddin 5,24 m. Á ára- stokkunum eru 16 göt á bæði borð, sem árunum hefir verið stungið í gegn um og hefir þetta því verið sextánsessa. Þetta hefir verið haf- skip, sem bæði mátti róa og sigla, en þegar það hefir verið á sigl- ingu, hafa sérstakir hlemmar verið settir fyrir áragötin. svo að sjór skyldi ekki leita þar inn. Utan á borðstokkum eru skjaldrimar og þar hefir verið skarað 32 skjöldum á hvort borð, eða 64 alls. Fundust þarna í haugnum eitthvað 25 skildir, og voru sumir þeirra heilir, og má á þeim sjá hvernig skildir fornmanna voru. Hver skjöldur er um 94 cm. í þvermál og eru þeir allir gerðir úr þunnum grenifiölum. Á miðjum skildi er skjaldbóla, en hinum megin er mundriði. Sennilegt er að rendur skjaldanna hafi verið bryddar með leðri. Á skipunum hefir skjöldun- um verið þannig fyrir komið, að þ«ir „skara" hver arman. Allir hafa þeir verið málaðir, annar skjöldur- inii svartur •£ hinn gulur. Skipið er allt úr eik nema þilj- urnar; þær eru úr greni og furu- borðum og hafa þau verið negld með trénöglum í bitana, nema í austurrúmi. öll smíði skipsins ber vott um vandvirkni og hvað skipa- smíðar hafa verið komnar á hátt stig í Noregi þegar á víkingaöld. En skipið hefir ekki verið nýtt, þeg- ar það var lagt í hauginn, það má sjá á því hvað áragötin eru slitin undan róðri. Þetta er stærsta skip- ið, sem fundizt hefir, en samt hafa verið til mörgum sinnum stærri skip. Sagt er að 52 árar hafi verið á borð á Orminum langa, og þó var enn stærri „Kristssúðin", sem Magnús konungur lagabætir lét smíða. En hitt er þó talið líklegt, að í Hafursfjarðar orustu hafi ekk- ert skip verið stærra heldur en Gaukstaðaskipið. Haugurinn hefir verið rofinn einhvern tíma áður. líklega skömmu eftir kristnitöku. Höfðu þeir, sem þar voru að verki, brot- izt í gegn um byrðinginn og Ifk- húsið. Hafa þeir sjálfsagt haft það- an á brott með sér allt ið fémæt- asta. sem í haugnum var. Þó fund- ust þarna ýmsir gripir. Og utan við skipið fundust beinagrindur af 12 hestum og sex hundum, en leifar af páfugli inni í skipinu sjálfu. Hefir það sjálfsagt verið fágætur fugl á þeim slóðum um það leyti er haugurinn var gerður. En beina- grindur hestanna og hundanna gæti bent til þess, að konungur þessi hafi haft mikið yndi af veið- um, og gæti það bent til Guðröðs veiðikonungs, föður Ólafs Geir- staðaálfs, sem veginn var í Stíflu- sundi að sögn Þjóðólfs í Hvini. En nú veit enginn hvar Stíflusund hef- ir verið og verður því ekkert frek- ar um þetta sagt. Eftir að skipið hafði verið flutt til Bygdöy, var það allt tekið í sundur, viðirnir gufuhitaðir og mótaðir að nýu, og endurbætur gerðar á þar sem skipið hafði orðið fyrir skemmdum. Er það nú eins og það var upphaflega, og stingur því í stúf við Tuneskipið, sem er eins og flakandi í sárum. ÁSUBERGSSKIPIÐ Ásuberg heitir eyðibýli á Vest- fold og er hér um bil miðja vegu milli Túnsbergs og Ásgarðsstrand- ar. Þar var forn haugur, 40 metra í þvermál og hefir upphaflega ver- ið um 6% m. á hæð. Stóð hann á sléttu, 4 km. frá sjó, en á v'kinga- öld hefir verið skemmra nð flö/í- armáli, því að þá gekk sjór hujrra. Þessi haugur var rofinn sumarið 1904 og finnst þar ið fræga Ásu- bergsskip, ásamt óteljandi dýrmæt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.