Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 6
74 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mjög vandað að smíði. Það hefir verið fimmtánsessa (róið með fimmtán árum á borð). en auk bess hefir bað haft segl og aetla menn að siglutréð hafi verið 13 metrar á hæð. Skipið er 21,5 m. langt milli stafna og 5 m. þar sem það var breiðast. Kjölurinn er úr eik og viðamikill. Stefnin bæði úr eik, gnæfa hátt og hafa verið mjög út- skorin og með gapandi höfði. Á þar við lýsing Sigurðar Breiðfjörð á Orminum langa: Hátt frá borðum hausinn lá hafinn og hvoftur geystur, bar var sDorður aftan á upp í loftið reistur. En svo var þetta skraut illa út- leikið, að ekki var hægt að setja það á skipið að nýu, svo að gerðir voru nýtr. stafnar. Allt var skipið þéttað með ull. Það er mjög'flat- botna og hefír því verið svo lágt á sjó, að talið er að það muni ekki hafa þolað úthafsöldur, og þvi ein- göngu verið ætlað til ferðalaga innanfiarða og innanskerja. Það hefir því verið skemmtiskip. Talið er að það muni hafa verið smíðað laust eftir 800, en verið orðið um 50 ára gamalt þegar það var sett í hauginn. Þar hefir það staðið út og suður. eins og hin skipin. Og eins og þau hefir það orðið fvrir miklum skemmdum af mönnum, sem einhvern tima hafa rofið haug- inn til þess að leita þar fjár. Ótrúlega margir munir fundust þó í skipinu og veita miklar upp- lýsingar um háttu á höfðingiasetr- um fyrir rúmum 1000 árum. Þar til má telja margskonar búsmuni: Handkvörn. suðupott úr járni. stórt trog, baksturstrog. marga bala. ýmiskonar trédiska og skálar, ausu. eldhússtól, tvær viðaraxir, eldhús- hníf. lamna, vefstól, spjöld til spjaldvefnaðar, vífl o. m. fl. Þar fundust, einiig kistur og ©Lzti stóll- irm, s*m íundlet heffr í Norsgí. En ----^----— Gaukstaffaskipið er stafnhátt ok bringubreitt allra merkustu gripirnir eru taldir fjórhjóla vagn og 4 sleðar, allir út- skornir. Þá fundust þar einnig út- skornar súlur með drekahöfðum. Er útskurður á munum þeim, sem þarna fundust mjög misjafn, og þykir sýna að margir menn hafi þar um fjallað, og sumir verið sannkallaðir listamenn í þeirri grein. Af margskonar listvefnaði, sem fannst þarna einnig, þykir og mega ráða, að listir hafi verið í hávegum hafðar við hirð þessarar drottningar. Það var enginn hægðarleikur að gera við allar skemmdir á munum þessum og verja þá áhrifum lofts- ins, eftir svo langa Iegu í jörð. Þó tókst þetta. Menn fundu upp á því að sjóða öll brotin í álúnupplausn, þurrka bau síðan og bera á þau línolíu. Heldu þau sér þá svo, að hægt var að setja þau saman og þola nú lantsa gevmslu. ★ Nú standa skipin fornu þarna í höllinni á Bygdöy, og tvö þeirra svo endurbætt, að manni finnst sem hrinda mætti þeim á flot og sigla þeim út fjörðinn, ef ekki vant- aði seglin. Stafnhá og brjóstabreið eru þau, og stýrin eru á sínum stað. aftarlega á stjórnborða og úr þeim ganga hjálmunvelirinn þvert inn í skipin. Árarnar eru tilbúnar á þilj- um og þarf ekki annað en bregða þeim í götin á árastokkunum, þar sem raufar eru sagaðar í brúnirn- ar, svo að blöðin komist í gegn um götin. En svo langt er milli gat- anna og áranna, þegar þeim hefir verið slegið í sjó, að ótrúlegt er að nokkur maður hafi getað leikið þá list að ganga á árum utanborðs, þótt sú sé talin ein af íþróttum Ólafs konungs Tryggvasonar. Og sem maður stendur á svölum hússins og horfir á hin fornu fley og dáist að lagi þeirra og allri smíð, verður manni staðsýnast á Tuneskipið og Gaukstaðaskipið. Manni finnst næsta ótrúlegt, að þetta hafi einu sinni verið her- skip, sem vöktu ótta og skelfingu strandbyggja allt frá botni Eystra- salts suður um Bretlandseyar, Frakkland og Spán. Þetta voru skipin, sem réðu örlögum heilla þjóða. Þannig voru skipin, sem tóku þátt í Hafursfjarðarorustu, þar sem ráðin voru örlög Noregs og fslands. Á slíkum skipum foru menn til Hjaltlands, Orkneya og Suðureya og lögðu þær undir sig. Á slíkum skipum fór Göngu- Hrólfur til Normandí og lagði það undir sig. Á slíkum skipum lágu sækonungar úti allan ársins hring, og sváfu aldrei undir sótugum ási. Og voru þau ekki þessu lík mörg skipin, sem landnámsmenn sigldu á til íslands, einkum þeir er frá Bretlandseyumkomu?Var það ekki samskonar skip og Tuneskipið, sem Skjalda-Bjöm kom á, ðllu sköruðu skjöldum á beeði borð?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.