Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1956, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSIKS 77 AW......, i™ , —1 J. M. Eggertsson: Nýársnótt í Vaðalfjöllum VAÐALFJÖLLIN eru stuðla- ’ bergsborgir af basalti cr rísa yfir og upp úr Vestfjarðaháslctt unrú. Hnattstaða þeirra er um 65 35’ n. br.; 225 5’ v. 1. og hæðin 509 m. yfir sjávarmál. Þau eru af þeirri basaltgerðinni, er sumstaðar ann- arstaðar er undirstaða landsins og eru leifar af landi er eitt sinn hef- ur verið undir sjó, en lyftst upp á löngum tíma og skriðjöklar ísalda síðan gengið yfir og eytt. Ef ís- öldin síðasta hefði staðið eitt þús- und árum lengur væru þar nú eng- in Vaðalfjöll. Því heita fjöllin þessu naíni, að við þau voru vöð miðuð og vaðlar við fjörur Þorskafjarðar. Nú eru nýir vegir, en fjöllin halda fornu nafni. Við þau eru og landamerki miðuð. Vaðalfjöllin ráða merkjum millum landeigna jarðanna Skóga i Þorskafirði og Berufjarðar í Reykhólasveit. Landið allt þarna frá fjöru til fjalls er afar auðugt af steingervingum, sníglum, skelj- um, kröbbum og kvikindum frá elztu timum jarðsögunnar meðan ísland var ekki til eins og það er nú. Þar finnast og margar teg- undir steingerðra frumfiska, smá- skrýmsla og skrumskratta. Stuðlagerð Vaðalfjalla er ein- hver sú stórgerðasta á íslandi, bæði að hæð og digurð. Þó nagast þær tímans tönnum og molna niður eins og urðirnar sýna allt um kring. Lega Vaðalfjallanna er frá norðri til suðurs. Þau eru allmiklu meiri á lengd en breidd. Einstigi er upp á þau. nálægt miðju þeirra, bæði að vestan og austan, hvort andspænis öðru, svo milli einstíg- anna er aðeins berghaft, þá upp er komið. Algengara er að fara upp að vest- an. enda greiðfærara. Stuðlar stórir hafa fallið úr fjöllunum, einkum austan til. Eru þar urðir miklar, heimkynni lág- fótu litlu, víða illíærar manni nema lengra sé frá farið. Ummál bergsins allt um kring nær 1800 metrum. Gaman er að ganga á lar- andi fæti kring um fiöllin þessi og horfa upp til hamranna. Næturgesturinn krýpur við fannbarða vörðuna uppi á efsta tindi Vaðalfjalla, uppi á yfirþaki stuðlastæðunnar nær norðurenda og gerir bæn sína. Áður hafði hann gengið tvisvar kringum fjallið, rangsælis og réttsælis, meðan árið 1955 var enn ekki útrunnið, til að boða bergvættum komu sína með kurteisi og biðjast verndar. Nú biður hann til þess æðsta kraftar og þess ódauðlega anda er öllu stjórnar: ..Almáttugi hjartkæri elskulegi himneski drottinn guð og faðir! Lof og þökk, lof og þökk fyrir alla skapaða hluti. Loí og þökk sé þer, lof og þökk fyrir þrna dásamlegu, óendaniegu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.