Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Síða 1
XXXI. árg. 15. tbl. 3Ho vgsmMðft $ lm Sunnudagur 29. apríl 1956 Gjöf til Íslands Rismynd af einvígi þeirra Gunnlaugs ormstungu og Skáld-Hrafns. EGAR forsetahjónin íslenzku komu til Stiklarsta'ða á annan í hvítasunnu í fyrra (30. maí), var þar saman komið margt fólk úr nærsveitum til þess að fagna þeim. Þar á meðal var Jon Suul, léns- maður í Veradal, en hann köllum vér Jón á Súlu, því að svo hét ættaróðalið í fornöld og var þá efsti bær í Veradal. Lá um hann leiðin frá Þrándheimi austur til Jamtalands. Jón á Súlu færði forsetanum sér- prentun af grein, er hann hafði skrifað í „Verdal Historielags ár- bok“. Var sú gjöf þakksamlega þegin, því að hér er um að ræða rannsókn á sannleiksgildi íslenzkra fornsagna. Hefir höfundurinn tekið sér fyrir hendur að rannsaka þann kafla Gunnlaugs sögu ormstungu, þar sem sagt er frá bardaga og ævilokum þeirra Gunnlaugs og Skáld-Hrafns. Þegar þeim var bannað að heya hólmgöngu hér á landi, kom þeim saman um að fara til Noregs og heya einvígi þar. En er Eiríkur jarl vissi þá ætlan þeirra, bannaði hann þeim að berj- ast í sínu ríki. Þá afréðu þeir að ■ ■»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.