Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Page 1
XXXI. árg.
15. tbl.
3Ho vgsmMðft $ lm
Sunnudagur 29. apríl 1956
Gjöf til Íslands
Rismynd af einvígi þeirra Gunnlaugs ormstungu og Skáld-Hrafns.
EGAR forsetahjónin íslenzku
komu til Stiklarsta'ða á annan
í hvítasunnu í fyrra (30. maí), var
þar saman komið margt fólk úr
nærsveitum til þess að fagna þeim.
Þar á meðal var Jon Suul, léns-
maður í Veradal, en hann köllum
vér Jón á Súlu, því að svo hét
ættaróðalið í fornöld og var þá
efsti bær í Veradal. Lá um hann
leiðin frá Þrándheimi austur til
Jamtalands.
Jón á Súlu færði forsetanum sér-
prentun af grein, er hann hafði
skrifað í „Verdal Historielags ár-
bok“. Var sú gjöf þakksamlega
þegin, því að hér er um að ræða
rannsókn á sannleiksgildi íslenzkra
fornsagna. Hefir höfundurinn tekið
sér fyrir hendur að rannsaka þann
kafla Gunnlaugs sögu ormstungu,
þar sem sagt er frá bardaga og
ævilokum þeirra Gunnlaugs og
Skáld-Hrafns. Þegar þeim var
bannað að heya hólmgöngu hér á
landi, kom þeim saman um að fara
til Noregs og heya einvígi þar. En
er Eiríkur jarl vissi þá ætlan
þeirra, bannaði hann þeim að berj-
ast í sínu ríki. Þá afréðu þeir að
■ ■»