Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 6
r 282 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Turninn furðulegi úti í Atlantshafi LANGT úti í Atlantshafi, austur af Cape Cod, þar sem menn ætla að Vínland hafi verið, hafa Bandaríkjamenn reist ið furðúlegasta mannvirki í heimi. Er það radarstöð, er stendur á súlum, er ná 60 fet yfir sjávarijiál, en standa í botni og eru þar grafnar 45 fet niður. í eftirfarandi grein lýsir blaðamaður nokkur þessu mannvirki og til- gangi þess. . Y' Ari fróði segir í íslendingabók, að írar, sem hér voru fyrir er norsku landnámsmennirnir komu, hafi „farið á braut af því að þeir vildu ekki vera hér við heiðna menn, og létu eftir sig bækur írsk- ar, bjöllur og bagla. Af því mátti skilja að þeir voru menn írskir.“ Undarlega svipar þessu til þess er hann segir um Grænland: „Þeir (landnámsmenn) fundu þar manna vistir bæði austur og vestur á landi og keiplabrot og steinsmíði það er af því mátti skilja, að þar hafði þess konar þjóð farið, er Vín- land hefir byggt og Grænlendingar kalla Skrælingja". Þarna er á báðum stööum sneitt hjá því að segja, að aðkomumenn hafi brytjað niður þá er fyrir voru, og sölsað undir sig eignir þeirra, af því að þeir þóttust yfirþjóð. Guð- brandur Vigfússon segir: „Það má fullyrða að helmingur allrar ís- landsbyggðar er þaðan (frá Vest- urlöndum) og verða menn að hafa það fast í huga“. En Landnáma- bók segir, að þeir sem komu vest- an um haf, hafi flestir verið skírðir. Það er því fyrirsláttur, að Paparn- ir hafi ekki viljað vera hér við heiðna menn, þegar annar hvor maður var trúbróðir þeirra. En þeim hefir ekki verið vært hér fyrir yfirgangi inna víkinglund- uðu manna. Það eru engar líkur til þess að þeir hefði skilið eftir dýrmætustu muni sína, bækur, bjöllur og bagla, ef þeir hefði mátt fara héðan í friði. Á þetta er aðeins minnst til að sýna, að elztu rithöfundar vorir kærðu sig ekki um að segja frá skiftum landnámsmanna og íra. Þeir hafa þá ekki heldur kært sig um að segja frá því hve víða írar áttu byggð hér á landi. En örnefn- in á nokkrum þeim stöðum, er írar byggðu, haldast enn, og á meðal þeirra eru Kollafirðir þrír og Kollabúðir. A Ð E R nótt og norðan úr höfum stendur stormur, sem fer með 100—120 km hraða á klukkustund. Það er einnig dimm hríð og lemur á gluggana á inum furðulega turni, er stendur á þremur fótum á Georgsgrunni um 175 km út í Atlantshafi, beint aust- ur af Cape Cod. Inni í turninum er hlýtt og nota- legt og þar sitja 33 menn úr banda- ríska flugliðinu. Sumir eru að horfa á kvikmynd, og svo einkenni- lega vill til að hún er frá inni sól- ríku baðströnd hjá Waikiki. Aðrir hafa hallað sér til svefns í her- bergjum sínum, og enn aðrir skrifa bréf. En í vélarrúminu voru þeir sem heldu vörð, og þar fór einnig vel um þá, því að þeir gátu hvílzt í þægilegum stólum. Við Norman Ostby liðsforingi opnuðum útidyrnar og gáðum til veðurs. Það var kalt og snjór hafði hlaðizt svo á ljóskerin að rétt að- eins grillti í þau. Við urðum því fegnir að fara inn aftur og urðum að taka á kröftunum til þess að geta lokað hurðinni, því að storm- urinn helt á móti. Inni var notalegt, en þó riðaði turninn dálítið, og 60 fetum undir okkur beljuðu úthafs- öldumar. — ★ — Flugliðsmennimir, sem þarna eru, hafa gefið turninum ýmis nöfn. Sumir kalla hann „Sæskrímsli" og aðrir kalla hann „Ferlíki“. En á máli loftskeytamanna heitir hann „Háski“, og sjómennirnir sem flýa undan ofviðrinu á Georgsgrunni, telja sjálfsagt að það sé réttnefni. Þetta er ekki skip þótt áhöfnin kalli ina kringlóttu glugga „kýr- augu“ og sjórinn gangi stundum yfir, þótt „brúin“ sé í 80 feta hæð. Ekki er þetta heldur. ey, því að ferlíkið stendur á þremur fótum og er hátt yfir hafflöt. Og það á í rauninni engan rétt á sér þarna. Það er iangt utan við landhelgi Bandaríkjanna og það gæti orðið hættulegt siglingum. En þarna stendur það nú samt, 12 milljón dollara bygging, gerð úr stáli og steinsteypu, en sýnist þó veigalítil. Hlutverk hennar er að gefa aðvörun, ef óvinaflugvélar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.