Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Side 9
iiSBÓK M0RGUNBLAÐ3INS l nýa garð, en þó eru þangað komn- ar tvær merkilegar dýrategundir og geymdar þar í girðingum. í annari girðingunni er hjörtur og þrjár hindir af kínversku kyni, sem nú er aldauða í heimalandi sínu, þótt stórar hjarðir hafi verið þ&r í fornöld. Franskur dýrafræð- ingur og trúboði, sem lengi var í Kína, Pére Armand David að nafni, komst að því 1865, að stór hjörð af þessum dýrum væri í veiðigarði keisarans skammt frá Peking, en þau voru þá hvergi til annars stað- ar. Tókst honum að fá lifandi kálfa og senda heim til Frakklands. Höfðu náttúrufræðingar í Evrópu þá ekki haft hugmynd um að þetta hjartarkyn væri til og vakti send- ingin mikla athygli, og til heiðurs við sendandann var þessi dýrateg- und kennd við hann og nefnd Pére Davids-hjörtur, en á kín- versku heitir hann mi-lu. Árið 1894 gerði mikið flóð í Peking og braut það niður nokkurn hluta a£ múrnum umhveríis veiðigarð keis- arans. Sluppu þá hirtirnir út og voru síðan skotnir hvar sem þeir hittust. Og árið 1921 var svo komið að þeim var algerlega útrýmt í Kína. En þá haíði hertogmn at' Bedford í Englandi náð í nokkur dýr af þessu kyni og hafði þau á óðalssetri sínu í Woburn Abbey í sunnanverðu Englandi. Þar hafa þau tímgast svo vel, að kyninu er bjargað frá því að verða aldauða. Þaðan hafa svo nokkur dýr verið send til Ástralíu og Bandaríkjanna, og fáeinir dýragarðar í Evrópu hafa fengið dýr þaðan, þar á meðal Dýragarðurinn í Höfn. í hinni girðingunni eru evrópskir vísundar, sem nú eru orðnir sjald- gæfir. Á8ur en fyrri heimsstyrj- öldin hófst, var allmikil hjörð villtra vísunda í Bialowies-skógin- um í Póllandi, en í styrjöldinni var barizt ákaft á þeim slóðum og fellu þá alhr vísundarnir fyrir skothríð herjanna. Sömu leið fóru nokkrir vísundar, sem voru á veiðisvæði keisarans suður í Karpatafjöll- um; Var þá ekki annað. eftir af þessu kyni en nokkrir vísundar í dýragörðum og veiðigörðum. Því var það, að árið 1923 var stofnað alþjóðafélag í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vísundurinn yrði aldauða. Lá þó við sjálft að svo færi í seinni heimsstyrjöldinni. En síðan hefir dýrunum fjölgað talsvert og dýragarðurinn í Varsjá er verndarmiðstöð þeirra. Þaðan hafa Danir fengið þessi dýr, eitt naut og tvær kýr, og hafa þau þegar eignazt afkvæmi. Þegar gengið er um Dýragarðinn hlýtur það að vekja sérstaka at- hygli og undrun að sjá hér hlið vií hlið heimskautadýr og önnur úr frumskógum hitabeltisins. Það er ef til vill ekkert undarlegt þótv hægt sé að ala heimskautadýr í svo norðlægu landi sem Danmörk er, en hitt er merkilegt, að alls- konar hitabeltisdýr skuli þróast þar og jafnvel auka kyn sitt. Ber slíkt vott um frábæra umhyggju og kunnáttu manna í meðferð dýr*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.