Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 2
662 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS in“, en því nafni nefndi hann ó- værðina. Foreldrar Þorsteins fluttu snemma til Flateyjar á Skjálfanda og unnu sér sveitfestu í Flateyjar- hrepp eða Flateyjardal. Þau urðu ekki gömul og munu hafa látizt áður en börn þeirra næðu fullorðinsaldri. ★ Systir Þorsteins hét Soffía. — Sagði Theódór Friðriksson rithöf- undur, er var henni samtíða og mundi hana vel, að hún hefði verið fríð kona, en afar vör um sig og óvenjulega stolt, svo það þótti ganga brjálsemi næst af fátæklingi. Lýsir Theódór henni á þá leið, að hún hafi verið frekar lág vexti, en þéttvaxin, sterk og hnellin og vík- ingur til vinnu. „Hún var dökk- hærð og móeygð, vel greind og stálminnug. Reri hún oft á sjó eins og karlmaður og þótti mikið lið að henni hvar sem hún snerti á verki. „Man ég hana vel“, sagði Theódór. „Þetta var mesta artarmanneskja, sögufróð og skrafhreyfin.“ „Soffíu þótti mjög vænt um bróður sinn“, sagði Theódór enn- fremur, „og hafði mikla raun af þegar gárungamir voru að leika með hann og erta hann. Hún var aldrei við karlmann kennd, svo vitað væri, og það orð fór af henni, að hún væri ekki sköpuð eins og venjulegar konur. Mun sá orð- rómur hafa vakizt vegna þess hversu óvægin hýn var þeim rusta- mennum, er vildu stíga í vænginn við hana og þóttust eiga hana vísa vegna umkomuleysis hennar og fá- tæktar. Fengu þeir hinir sömu oft- ast þá útreið, að þeir reyndu ekki að leita lags við hana í annað sinn.“ Venjulega var Þorsteini komið í kirkju, ef þess var kostur, þá er messað var. Teymdu hann þá tveir sterkir menn inn um kirkjudymar og hlesstu honum niður í krók- bekkinn fram við dyrnar. Innar í kirkjuna mátti hann ekki fara vegna heiðindómsins, með því hann var ekki álitinn í kristinna manna tölu. ★ Þorsteinn var heljarmenni að burðum, „ef hann nennti“, og svo mikill og góður ræðari „ef við lá“, að minnst þriggja manna maki var hann talinn við árina. En Þorsteinn var fæddur með þeim ósköpum, er flestum fannst næsta óskiljanleg, að aldrei var hann jafn óskaplega latur eins og einmitt eftir að hafa unnið eitthvert afreksverk við ár- ina, eða annað það, er mikla krafta og þol þurfti til að vinna. Ráðvant fólk hallaðist helzt að þeirri skoðun, að þessi yfirgengi- lega leti, er Þorsteinn var haldinn af, einkum eftir að hafa unnið „ærlegt handtak" og sýnt með því og sannað hvað hann gæti, væri sú „sort“ af leti, er vísindin nefndu „blóðleti“. Voru því bíldhöggvarar, skottulæknar og blóðtökumenn beðnir „að líta á Þorstein“ ef þeir ættu leið um. Jafnframt voru hrossageldingamenn fengnir til að taka honum blóð þar sem þeir fóru um í hrossageldingaembættiserind- um, ef ske kynni að það ætti við letinni í honum. Ekki batnaði Þor- steini letin af blóðtökunum, enda allsendis ófús á þær aðgerðir. Varð að fá elfda menn, marga saman, til að halda honum og reyra hann nið- ur. Það þótti og vissara að kefla hann, svo hann öskraði ekki og æpti eins og villidýr rétt á meðan verið var að losa hann við leti- blóðið. Theódór Friðriksson rithöfundur gaf mér eftirfarandi uppskrift af Þorsteini þjóðletingja og athöfnum hans, eftir sögn foreldra sinna og annara trúverðugra samtíma- manna Þorsteins, í Flatey á Skjálf- anda og annars staðar þar, sem Þorsteinn dvaldi. Theódór þekkti og Þorstein sjálfan í sjón og raun. Er frásögn hans eins og hér greinir: „Eins og skiljanlegt er, varð að nota Þorstein við fiskiróðra í Flat- ey á sumrin og haustin. Þótti hann þá stirður í snúningum og sjó- hræddur, ef eitthvað bar út af. Það traust, sem menn báru til hans, var allt undir því komið, hvað hann gat verið mikill víkingur við árina ef því var að skifta og mikið lá við, en þess á milli nennti hann ekki að róa að heitið gæti, nema rétt að gutla með árinni með mestu hægð og varasemi. Var þá oft í góðu veðri ekki hægt að nudda honum til að taka ærlegt áralag, hvað mikið sem mönnum lá á að færa sig um sjóinn. Þetta gat oft komið sér mjög illa, enda ekki allra meðfæri að hafa hann með sér á sjó, þegar óþægðarköstin duttu í hann á annað borð. Stundum tókst þó mönnum að gera hann hræddan við illfiska, og varð þá að gæta allrar varúðar í því, að hann bryti ekki allt í sundur. Stundum tókst þó kunningjum hans að milda hann með því að gefa honum tóbak upp í sig pg lofa honum aukagetu þegar í land væri komið.“ „Það bar við einu sinni að haust- lagi nokkru eftir göngur, að fjórir sexæringar reru til fiskjar frá Flatey, eins og þá var siður. Fimmti báturinn, sem á sjó fór um morguninn, var frá Vík á Flateyar- dal. Gunnar Guðmundsson, sjó- garpur mikill, var með Víkurbát- inn, og hafði hann að heita mátti völdum hásetum á að skipa. — Fað- ir minn var þá bóndi á Hofi (á Flateyardal) og var hann háseti hjá Gunnari um haustið. Heyrði ég bæði hann og fleiri segja frá þess- um eftirminnilega degi, og hefi ég frásögn þessa eftir honum að mestu leyti. Bátarnir fóru á sjóinn snemma

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.