Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 10
670 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hrakningurinn til Crímseyar ÞÖRARINN STEFÁNSSON bóksali á Húsavík hefir sent mér eftir- farandi athugasemdir og upplýsingar viðvíkjandi grein, sem eg skrif- aði um hrakning Kristjáns Jónssonar til Grímseyar. Viðvíkjandi viðumefninu „svartidauði“ skal eg vísa til frásagnar frú Stefaníu Sig- geirsdóttur, konu séra Sæmundar Jónssonar í Hraungerði. Er sú frú- sögn birt í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar og segir ffú Stefanía að Húsvíkingar hafi ýmist kallað Kristján „svartadauða" eða „svarta- fjanda". Um komu Kristjáns til Grímseyar fór eg eftir frásögn séra Péturs Guðmundssonar í Grímsey. Á. ó. EG ER nýbúinn að lesa grein þína um frænda minn, Kristján Jónsson Grímseyarfara, sem kom í Lesbók Morgunblaðsins 14. okt. þ. á. Oft heyrði eg talað um þessa frækilegu för hans til Grímseyar, bæði í minni sveit, Kelduhverfi og hér á Tjörnesi og hefur öllum sögnum borið saman í aðalatriðum, svo að hér er ekki um neina skáld- sögu að ræða. Merkur fræðimaður, Jón Jakobs- son bóndi í Árbæ á Tjörnesi (frændi Kristjáns) tók að semja mikið rit, sem hann kallar Ábú- endatal á Tjörnesi á tímabilinu frá 1780—1900 og þar er greinilega sagt frá Kristjáni og hrakningsferð hans til Grímseyar. Jón mun hafa byrjað á þessu ritverki sínu um aldamót og voru þá margir lifandi þar í sveit, sem mundu Kristján og kunnu að segja frá honum og ég veit að Jón Jakobsson var vand- ur að heimildum. Það sem eg hef helzt við frásögn þína að athuga, er nafngiftin „svartidauði". Það viðurnefni hefi eg aldrei heyrt fyrri. Aðalviður- nefni Kristjáns var „Grímseyar- fari“ einstöku sinnum var hann kallaður „Grímseyardraugur“, af' því maðurinn var allferlegur, stór- skorinn og brynjaður klakahúð þeg ar hann náði landi í Grímsey og héldu sumir að þetta væri draug- ur en ekki mennskur maður. Sum- ir köliuðu hann Skrambason af því faðir hans var kallaður Jón skrambi. Eg hef spurt ýmsa menn hér, um viðurnefnið svartadauða og kannast enginn við það í sam- bandi við Kristján Grímseyarfara. Hér læt eg fylgja afrit af frá- sögn Jóns Jakobssonar. ÞÁTTUR úr Abúendatali A TJÖRNESI SKRÁÐUR AF JÓNI sál. jakobssyni frA Arbæ .... Kristján Jónsson Grimseyar- fari sonur Jóns „skramba“ Jónssonar úr Kelduhverfi. Kona Kristjáns var Hólmfríður Davíðsdóttir frá Eyri í Flateyardal, Tjörnesingaskálds. Hún var síðast ráðskona hjá Níelsi Krist- laugssyni á Húsavíkurbakka og deyði þar. Sonur Kristjáns og Hólmfríðar var Davíð í Kvíabekk á Húsavík, en dóttir Guðný, er var kona Jóns Jóns- sonar „gramsa“ á Sigurðarstöðum á Sléttu 1900. Kristján var sjógarpur mikill og reri gjarnan einn á bát. Var það eitt haust að hann fékk lánaða byttu til róðrar hjá Einari Jónssyni í Saltvík, var það sela-nótastjóra-bytta Einars og var honum mjög annt um, hana. Reri Kristján á henni dag einn sem oftar um haustið aleinn, gerði þar á hann landsunnan veður (þetta var 27. nóv. 1848), þá var Kristján 23ja ára. Réði Kristján eigi við neitt og sá sér enga aðra lífsvon, en að slá undan veðr- inu og freista þess ef hann kynni að ná til Grímseyar. Náði hann eynni að kvöldlagi, en með því að engir menn voru á ferli á eynni, né sáu til hans, þá braut Kristján byttuna aðeins á hnýflinum í lendingunni. Gekk hann til bæjar um kvöldið í öllum sjóklæð- um sínum og var fremur ferlegur sýnum. Barði hann að dyrum á bæ þeim, er hann fyrst kom til og kom kvenmaður út, en hún hræddist Kristj- án svo mjög að hún hljóp inn hljóð- andi, en gat þess þó að einhver mað- ur eða vofa væri úti. Vitjuðu þá piltar dyra og vitnaðist þá að þetta ’var Kristján Jónsson. Björguðu þeir svo byttu hans. Var Kristján í eynni fram á veíur langt og töldu menn í landi hann allir frá. Gamli Einar í Saltvík þráði byttu sínu við selaúthaldið, því að hann átti enga byttu sem stjórana þoldi nema þessa. Vildi svó til á þessu tímabili að Guðmundur Jónsson á Fjalli, faðir Jakobs í Koti, föður Nönnu á Bakka, kom í Saltvík og gisti þar. Var Guðmundur vel að sér í mörgu, barst talið að hvarfi Kristjáns og byttunnar og þótti Einari sem fyrri að hann líða við byttutapið. Segir þá Guðmundur við Einar að hann skuli vera rólegur, hann fái byttuna aftur, og hún sé lítið eða ekkert brotin. Rættist og þetta, því að seinna um veturinn komu Grímseyingar með byttuna og var hún þá ekki meira skemmd en áður er getið. Vissi enginn hvaðan Guðm. hafði þá sjón um byttu Einars, því að engin frétt hafði úr ey- unni komið. Kristján bjó á ísolfsstöð- um 1855—1871. BLÓÐÞRÝSTINGUR Amerískur læknir, dr. A. W. Graham, hefir sennilega rannsak- að blóðþrýsting í fleiri mönnum heldur en nokkur annar læknir. Hann hefir t. d. rannsakað blóð- þrýsting í 100.000 unglingum á aldrinum 4—18 ára. Og við það hefir hann komizt að þeirri niður- stöðu, að börn geti fengið of háan blóðþrýsting, en það höfðu menn ekki haldið áður. Hann hefur líka komizt að þeirri niðurstöðu, að of hár blóðþrýstingur gangi í ættir oft og tíðum. t—x'í>®®®<r'^_í Nýtt tæki til fiskleitar. BREZKT firma, Kelvin Hughes Ltd. hefir fundið upp nýtt tæki til fiskleit- ar, og segir að það sé miklu betra held- ur en bergmálsmælar og „asdic“-tæki. Með þessu nýa tæki geta skip leitað eftir fiski í 1,5 km. fjarlægð í allar áttir. Tæki þetta mun kosta um 100.000 krónur, að sögn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.