Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 6
66 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS STÓRKOSTLEGT MA!\i\VIRKI SKIPALEIÐ FRÁ ST. LAVVREMCEFLOA TIL CHICAGO FORDÆMI ÞESS, HVERNIG ÞJÓDIR EICA AÐ VINNA SAMAN í FRIÐI OC EININGU AÐ FRAM- FARAMÁLUM MANNKYNSINS NÚ ER unnið nótt og dag að einhverju mesta mannvirki í Norð- ur-Ameríku, skipaskurðunum, sem eiga að tengja vötnin miklu við Atlantshafið, svo að skip geti siglt beina leið til stórborganna inni í landi og gert þær að hafnarborg- um. Tólf þúsundir manna eru þarna að vinnu og hafa stórvirk- ustu vélar og vinnutæki sem þekkj- ast. Til dæmis um það má geta þess, að ein graftarvélin vegur 650 tonn, en hún rífur líka upp með stálkjafti sínum 20 tonn af jarð- vegi í einu, og skilar þessu af sér á 48 sekúnda fresti. Hún er fær um að grafa á sólarhring 8 feta djúpa gryfju, sem er dagslátta að flatarmáli. „The Seaway" (sjóleiðin), eins og þetta mannvirki kallast, er 744 mílna langur skipaskurður frá St. Lawrencefljóti upp til vatn- anna, og er mesti skipaskurður, sem nokkuru sinni hefir verið gerður handa hafskipum. Til sam- anburðar má geta þess, að Súez- skurðurinn er 103 mílur og Pan- amaskurðurinn um 50 mílur. í þessum skurði verða margar skipalyftur, því að mismunurinn á hæð skurðarins er 580 fet þegar komið er að Michiganvatni og 600 fet þegar komið er að Superior- vatni. í Panamaskurðinum er mis- hæðin ekki nema 85 fet, en í Súez- skurði eru engar skipalyftur, þv: að vatnið í honum er alls staðr jafnhátt yfirborði sjávar. Búizt er við því að þetta mik' mannvirki verði fullgert eftir 5—6 ár, og landsvæðið sem nýtur góðs af því, er stærra en öll in frjálsa Evrópa. Og á þessu svæði býr um þriðjungur allra íbúa í Kanada og Bandaríkjunum. Þar er ræktaður helmingur af öllu korni í þessum ríkjum. Þar eiga heima 5 milljón- ir iðnaðar verkamanna, og fram- leiða um 32% af öllum iðnvarningi ríkjanna beggja. Sjóleiðin byrjar við ósa St. Lawrence-árinnar og liggur upp eftir fljótinu og eru þar nokkrir skipastigar. Svo sveigir hún fram hjá Niagarafossum og er þá kom- in í 326 feta hæð. Síðan liggur hún um Erie-vatn til Detroit og þar yfir í Huron-vatn. Við norðurenda þess skiptist hún. Liggur önnur leiðin upp í Superior-vatn og til Duluth, en hin liggur suður í Michiganvatn til Chicago. Vegar- lengdin frá Atlantshafi til Chicago er 2250 mílur, en 2340 mílur til Duluth. Það eru stjórnir Kanada og Bandaríkjanna, sem hafa lagt fram fé til þessa fyrirtækis, en auk þess ríkin Ontario og New York. Gert er ráð fyrir því, að tekjur af þessu mannvirki muni nema 43 milljónum dollara á ári þegar það er fullgert, en það muni þó ekki hrökkva fyrir kostnaði, því að hann verði 10 milljónum meiri. Aftur eru aðrir svo bjartsýnir, að þeir fullyrða að fyrirtækið muni brátt borga sig og geta staðið á eigin fótum. Verkfræðingar telja að árið 1958 verði sjóleiðin fullgerð upp að Niagarafossum. Á næsta ári verði svo skurðurinn framhjá fossunum fullger og siglingaleið opnuð til Toledo, sem er við vesturendann á Erie-vatni. Og ef allt gengur að óskum þá verði komnar beinar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.