Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 14
174 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan: Vil liöndin Æskuminning eftir Mads Berg EG VAH um fermingu þegar eg eign- aðist byssu. Eg fekk hana í skiftum fyrir vandaðan skeiðahníf og gaf nokkrar krónur í milli. Og eg var heldur montinn þegar eg fór heim með haglabyssuna. Nú skyldi eg skjóta bæði fugla og héra! Eg reyndi byss- una með því að skjóta til marks, dró hring á skemmuhurðina og setti stór- an punkt innan í. Svo mældi eg 80 skrefa færi og skaut. Tvö högl komu 1 punktinn og möfg innan i hringinn. Ef þetta hefði verið héri, þá hefð: hann legið! Það var aðeins leiðinlegt að pabb. var ekki um byssuna og hann vildi ekki vita af henni. Hann var á móti öllum veiðum og stóðst ekki reiðari •n ef einhver skotmaður kom inn á landareign hans með hund og byssu. „Þessir ólukkans vargar, hundamir“, •agði hann, „sem elta friðsöm dýr skógarins og rífa þau með tönnunum! Er nokkuð viðbjóðslegra til, grimmi- legra og svívirðilegra? Þessar héra- skyttur »ttu það skilið að fá að flýa undan dauðanum, með morðingja á hælum sér.“ Og svo sagði hann frá þvi er hann fékk að fara á héraveiðar í æsku. Hann var settur í sandgryfju og honum feng- in framhlæða. Rétt á eftir kom héri og settist rétt hjá honum. En hann gat ekki fengið af sér að skjóta á hér- ann, hvernig gat nokkur maður fengið af sér að skjóta á svona fallegt og sak- iaust dýr? Svo hljóp hérinn inn í skóg- inn, hundurinn tapaði af slóðinni og veiðimaðurinn varð að fara heim tóm- hentur. Þá kvaðst pabbi hafa verið innilega glaður út af því, að hérinn hafði sloppið. En þessar sögur höfðu ekki haft r .in áhrif á mig. Og nú vildi svo vel til, að pabbi fór að heiman og ætlaði að vera nokkrar vikur burtu. SUNNUDAGURINN rann upp og nú skyldi heldur en ekki farið í veiði- för. Um leið og eg haföi gleypt í mig morgunmatinn, hlóð eg byssuna og lagði á stað út í skóg. Eg gekk þar fram og aftur án þess að rekast á neitt, sem skoti væri eyðandi á. Um miðjan dag helt eg heimleiðis. Þá sá eg smáfugl á furugrein. Hann skyldi sannarlega ekki sleppa. Eg miðaði og skaut. Púðurreykurinn sogaðist inn í skóginn, en fuglinn var hvergi að sjá. Skotið hafði brotið furukvistinn, og það var allt og sumt. Á leiðinni heim hitti eg jafnaldra minn og félaga, sem Kalli hét. Hann r.agði mér að hann hefði séð önd uppi á Langavatni, þegar hann var að dorga þar í fyrri viku. Hann helt að það væri stokkönd og hún væri með marga unga. Okkur kom saman um að :ara þangað. DEGI var farið að halla þegar við sáum út á vatnið milli trjánna. Þarna glóði það dularfullt í kvöldskininu, umkringt furuskógum á alla vegu og spegluðust trjákrónurnar í vatninu. Þröstur söng þar í skóginum en við vatnsbakkann spratt blástör og vatna- liljur. Yndislegri stað var vart unnt að hugsa sér. Sko — þarna úti á vatninu voru ofurlitlir gárar. Þeir voru eftir önd- ina. Hún hafði orðið vör við okkur og synti nú yfir að hinu landinu til að forða sér. Eg reyndi að komast í skot- færi, en tókst ekki. Þá kom okkur ráð í hug. Eg faldi mig bak við tré á vatns- bakkanum, en Kalli náði í gamlan fleka, sem þar var og stjakaði sér á honum yfir vatnið til þess að fæla andahópinn í áttina til mín. Þetta gekk eins og í sögu. Villiöndin kom með ungaskarann í þéttum hópi þangað sem eg var i felum. Hún var komin í dauðafæri þegar ég lét skotið ríða. Hafi eg ekki vitað það áður hvað hafst getur af einu skoti, þá vissi eg það nú. Töfrafegurðin breyttist í einu vetfangi í skelfingarmynd. Það var busl og brölt og vein, vatnið sauð og varð blóði litað langa vegu. Villiönd- « 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.