Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 663 um morguninn nokkru fyrir dag og heldu út á miðin á að gizka mílu vegar austur fyrir eyuna. Um morguninn var logn, en kafa- útlit, og þyngslabrim svo mikið, að það braut á boðunum inn og austur af Flatey. Allir voru bátar þessir vel mann- aðir og sex menn undir árum, nema Krosshúsabáturinn, og vantaði þar sjötta hásetann um morguninn. Fyrir þeim báti var Jón bóndi Ingj- aldsson, garpur mikill og kappsam- ur. En einhverra orsaka vegna var hann á sjó þennan dag við fimmta mann. Af því liði, sem hann hafði voru tveir óharðnaðir unglingar, þá fóstursonur hans, Sigurjón að nafni, harður og röskur maður, og loks Þorsteinn Grímsson. — Er nú skemmst frá því að segja, að þegar fram á daginn kom létti til í lofti og skall þá á með ofsa suðvestan rok. Höfðu sjómennimir ekki önn- ur ráð en snúa á móti veðrinu og taka barning upp að Flatey — upp á líf eða dauða. Eftir því sem á daginn leið harðnaði veðrið og gekk upp með foráttubrim. Var lengi tvísýnt um daginn, að bátar þessir næðu landi og var það allt undir því komið, hvað menn hefðu mikið þrek til þess að berja. — Kölluðu Flateyingar þetta laug- ardagsbylinn, og var hann í minn- um hafður í mörg ár, þótt hann yrði mönnum ekki að fjörlesti. Á endanum náðu menn lendingu í Flatey um kvöldið eftir margra klukkutíma barning og mikið vos og svo mikla þreytu, að nokkrir menn, sem á sjó voru þennan dag, þóttust aldrei hafa náð sér að fullu á eftir. Verður nú að víkja sögunni sem snöggvast að bátunum og afstöðu þeirra þegar rokið skall á. Voru þeir þá staddir þar skammt fyrir austan eyna. (Að öðrum kosti var það altalað, að þeir hefðu aldrei náð landi). Er það nú af Þorsteini Grímssyni að segja, að þegar rokið skall á, varð hann hræddur, og lofaði hann Jóni formanni Ingjaldssyni því, að hann skyldi róa það sem hann mögulega gæti í þeirri von að þeir gætu náð landi. Þorsteinn reri á andófsþóftunni á stjómborða, og hafði í höndum sterka og mikla rauðaviðarár, sem treysta mátti í hvað sem færi. Skipaði Jón formaður hásetum þannig niður, hann færði annan liðléttinginn á borð með Steina, og setti hann það upp við hann að hann yrði nú að verja borðið á móti þeim þremur. Verður að taka það fram, að formaðurinn var talinn tveggja manna maki að burðum og yfir þrjár álnir á hæð. Lofaði Jón Þorsteini því, ef þeir næðu lifandi til lands, að hann skyldi þá gleðja hann með því að gefa honum eitt munntóbakspund og pottköku aukreitis því, sem honum væri venjulega skammtað, með því móti að hann dyggði í ráðum alla leið og bryti þó ekki í sundur árina, því það gæti kostað þá lífið. Var það haft eftir Jóni formanni Ingjaldssyni, að hann hefði óttast það mest, eftir að rokið skall á, að árin mundi þá og þegar hrökkva í sundur í höndunum á Steina, — það hefði verið sama og dauða- dómur yfir þeim öllum — og hefði hann aldrei séð jafn fallega og sterklega róið um sína daga. Alltaf hefði Þorsteinn varið borðið og rétt bátinn í horfið; hefði þó ásláttur- inn verið hans megin og liðlétting- urinn að kalla mjitti uppgefinn á miðri leið, enda þakkaði Jón for- maður Þorsteini Grímssyni það, að þeir hefðu náð landi um kvöldið, ekki seinna en hinir bátarnír. Sögur gengu af því, hvað Þor- steinn Grímsson hefði þurft að borða mikið, þegar hann kom heim, Yíjaja Maja, Maja, min er sorgin, mitt var lífið draumur grár. Ævi mín var fals og: fár, fallin gamla skýaborgin. Vonarljósið lýsa kunni leifturskært um bernskuár; síðan komu tregi og tár, töluð sorg af klökkum munnl. Maja, Maja, man eg bjarta, miida hönd og augað kært, man eg ieiftra logaskært Ijóssins gull um hárið svarta; augun b!áu, bliðu fóiu barnsins trú á göfgl og yl, Var ei sárt að vera'til, vonir þegar hjartana kólu? Maja, Maja, moldin kallar mjúk og hlý sem ylhýrt lag. Eg mun líða einhvern dag upp til Drottins glæstrar hallar. Kveð eg þig með harm i hjarta, helga dís, ó, fagra mær, með augun blá og brosin skær, biiðan munn og hárið svarta. BJÖRN BRAGI og sögðu gárungarnir, að hann hefði gleypt í sig 15 merkur af hnausþykkum mjólkurgraut og etið fjóra kjötbita og tvo væna blóðmörskeppi. Daginn eftir var Þorsteinn sagð- ur svo „latur“, að hann nennti hvorki að sækja vatn í fötu eða bera út skólp eða ösku, og var ó- mögulegt að drífa hann til þess að standa við kvömina. Fannst fólki yfirgengileg þessi ofboðslega leti í manninum. — Hefði þó mönnum átt að geta dottið í hug, að hann væri eitthvað eftir sig í kroppn- um eftir alla áreynsluna daginn áður. ★ Þegar ég man fyrst eftir Þor- steini, var hann farinn heldur að reskjast og afturfararlegur fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.