Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 669 Babylonski drekinn Tiamat fundinn í Nineva. Asíu, báðar hafa stjórnað vatna- vöxtum og flóðum og þoku. Hjá Pokhar í Rajputana í Burma er heilagt vatn og þar á heima dreki mikill, sem verndar öll hofin þar í landi. Hann afstýrir elding- um, sem koma úr gini þrumudrek- ans, því að hann hefir marga fálm- ara, sem eru eldingavarar. í Síam er hvítur dreki, sem heitir Bistoy og lifir hann í hellum neðansjávar. En þegar hann hreyfir sig, eða fær- ist í aukana, þá koma sjávarflóð og allar ár belgjast upp. Hann er ekki ósvipaður Miðgarðsormi þessi dreki. Miðgarðsormur, sem var sporðdreki, lá í sjónum umhverfis jörðina og beit í sporð sér. En í Ragnarökum „geysist hafið á lönd- in, fyrir því að þá snýst Miðgarðs- ormur í jötunmóð“. í Japan eru margar drekasögur. Ein in merkasta er um Kobo Daiski, sem stofnaði Shingon-trú- arbrögðin. Hann dró mynd af dreka á yfirborð ár nokkurrar í Kozuke-héraði. En er myndin var fullgerð, flaug drekinn upp af vatninu og síðan sér hann um að nægilegar rigningar sé í því hér- aði. Um annan úrkomudreka segir í þjóðsögunni um sverð Le Loi. Sverðið varð að dreka og hvarf í heilagt vatn, sem síðan nefnist „Sverðvatnið“. Er ekki einhver skyldleiki með þessu og því sem segir í Völuspá: Á fellur austan of eiturdala, söxum og sverðum, Slíður heitir sú. í Shinto munnmælunum er getið um marga dreka og drekakónga. Einu sinni sendi keisarinn í Kína skip hlaðið dýrgripum til Japan. Það hreppti ógurlegan storm í hafi og mesti dýrgripurinn fór fyrir borð. Það var bergkrystall gríðar- lega stór, og á hann hafði náttúran Bægsli indókínverska drekans Naga Min. sjálf gert mynd af Búdda. Það var drekakóngurinn eða stormdrekinn, sem átti heima í sjónum hjá Sanukis-strönd, sem hafði stolið honum. Þessum heilaga krystal náði kafari seinna úr klóm drek- ans, og þessi maður var forfaðir Fujiwara-ættarinnar. — Þessi saga minnir ofurlítið á ina hálfgleymdu sögu um það er Heimdallur sótti Brísingamen í hendur Loka hjá Singasteini. í Egyptalandi voru margir veðra- drekar, þar á meðal vondi, grá- brúni þurrkdrekinn, sem olli inum sjö mögru árum á dögum Jóseps, en svo kom inn góði, gullni regn- dreki, setti vöxt í Níl, og þá komu góðæri. í Babylon er getið um 11 veðra- dreka, sem gættu þess að áveitu- skurðirnir þar þornuðu aldrei. Þeísir drekar urðu síðar að stjörnu- merkjum hjá stjörnufræðingunum. og þaðan er komið Drekamerkið og V atnsberamerkið. í Iran eru margskonar sagnir um dreka. Ein þeirra hermir, að vötn- in á jörðinni hafi orðið til þannig, að einhver guð drap dreka, sem faldist í skýunum. Aftur á móti laust Indra þurrkdrekann með þrumufleig sínum. (Indra er sama goðið og Þór hjá Norðurlandabú- um). í munnmælum Kelta er getið um veðurdreka og eru þeir nefndir péist, en menn ætla að það sé af- bökun úr latneska nafninu bestia. Þeir eiga heima í ám og vötnum, en dýrlingar drápu marga þeirra vegna þess að þeir ollu uppskeru- bresti og flóðum. Ef org heyrðist í dreka að kvöldi dags í byrjun mai- mánaðar, mátti eiga víst að þá yrði þurrkar og óáran. Móðir sýnir vinkonu sinni ungbarn sitt og segir: — Hverjum sýnist þér hann vera líkur? — Eg veit það ekki, eg þekki svo fáa hér í nágrenninu. ----o---- Dr. Jahoda er prófessor í sálfræ i við háskóla á Gullströndinni í Afríku og hefir þar auðvitað eingöngu kol- svarta lærisveina. Hann bað þá einu sinni að segja álit sitt á hvítum mönn- uin. Meðal svaranna var þetta: — Hvítir menn skriða í duftinu fyr- ir konum sinum. Það er ljósasta dæmið uu hvað þeir eru heimskir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.